Samvinnan - 01.04.1964, Qupperneq 29
töluveröir málmar í jörðu,
svo sem kopar, járn, sink,
mangan og gull. Skógarhögg
er þar mikið stundað og
timbrið selt til Indlands. Þá
er og landbúnaður mikið
stundaður, bæði korn- og
kvikfjárrækt. Afurðir þeirra
atvinnuvega eru einnig seld-
ar til Indlands, þær er eru
umfram innanlandsneyzl-
una. — Stofnanir Samein-
uðu þjóðanna hafa undan-
farið gert mikið til að hleypa
nýju og vaxandi lífi í at-
vinnuvegi landsins og sent
þangað fjölda sérfræðinga.
Stjórna þeir meðal annars
byggingum vatnsvirkjana,
leita málma og leiðbeina
landsmönnum við skógrækt
og mjólkuriðnað.
Síðustu árin hafa Nepalar
lagt allt kapp á að viðhalda
góðri sambúð við nágranna-
ríkin tvö, enda óvænlegt
fyrir eitt kotríki að fjand-
skapast við þvílíka risa. Þeir
hafa mikil verzlunarviðskipti
við Indland og Gúrkar þeir,
sem áður gengu á mála hjá
Bretum, þjóna nú margir í
indverska hernum. Voru þeir
meðal annars kjarni her-
sveita þeirra, er Indland
sendi til Kongó á dögunum.
Við Kína voru landamæra-
deilur um hríð eftir hernám
Tíbets, en þær tókst að jafna
vandræðalítið, og 1957 kom
Sjú-En-læ í vináttuheim-
sókn til Nepal. En á kín-
verskum landabréfum kvað
þó landið enn vera talið
meðal þeirra, sem með réttu
eigi að tilheyra Kínaveldi.
dþ.
SNÚUM VIÐ ....
Framhald af bls. 11.
sinni, um leið og hann
sneri hnannnum enn á
nv, ov horfnir voru gest-
irnir alhr. Óskir hins ný-
kvonvaða manns voru
samt ekki nærri brotnar.
Hann sneri hnappnum
um leiö og hann óskaði
þess, að bærinn og búið,
sem þau hafði dreymt
um að eignast, væri nú
komið upp og í sæmilegt
lag.
Bærinn stóð þar sam-
stundis í breiðu, egg-
sléttu túni, nýr og
vandaður með bústofni
og munum, til þess bú-
inn að hlúa að fjöl-
skyldu.
„Nú vantar barn í bæ-
inn“, sagði hann, mað-
urinn, sem ekki kunni
að bíða, og enn var
hnappnum góða snúið
með líkum árangri og
áður. Lönguninni var
fullnægt, lítill drengur
sat á hné hans, snáði,
sem þurfti að eignast
systkini, og ungi maður-
inn, sem ekki var ungur
lengur, sneri og sneri
töfrahnappnum. Lífið
hentist hjá á flugspretti.
Auður spratt upp, börn-
in urðu fullorðin eins
hratt og hnappi varð
snúið, hurfu burt og
stofnuðu heimili. Mað-
urinn, sem rétt áður
hafði beðið brúðar sinn-
ar, var orðinn boginn
öldungur og kominn í
kör.
Nú var ekkert eftir-
sóknarvert lengur til að
óska sér og gúkna yfir.
Ævin var liðin að lokum
á agnarstund. Gamla
manninum, sem sloppið
hafði við alla erfiðleika
af óskum sínum og
brám, skildist það loks-
ins, að hér hefði verið
heldur fljótt yfir sögu
farið. Mikið langaði
hann nú til að geta grip-
ið til einhvers þess, er
hann hafði hlaupið yfir„
og fálmandi öldungs
fingrum fór hann að
reyna að snúa hnappn-
um. á hinn veginn, ef það
kynni einhverju að
breyta.
Hann hrökk við. Hann
beið þá enn ungur og
hraustur við vegamótin,
þar sem hann hafði
mælt sér mót við unn-
ustu sína á leið til hjóna-
vígslunnar.
En nú hafði hann lært
að bíða. Hann leit í
kringum sig, sá blómin,
regnbogaliti þornandi
daggardropa, sem glitr-
uðu í sólskininu, tók eft-
ir fuglasöngnum og fann
yl og angan. Og hann sá
brúði sína koma til móts
við sig feimna og fagn-
andi.
Endursagt úr dönsku. Staðfært.
Siguröur Jónsson frá Brún.
☆
SNJÓKARLINN
Framhald af bls. 11.
Hann langaði til að lifa
lenei, en hvernig væri
það hægt. Hann horfði í
kringum sig og sá, að
hann stóð hjá tjörn, sem
náttúrlega var frosin.
Honum kom ráð í hug.
Hann tók sópinn sinn og
sónaði svellið vandlega
svo bað varð silfurgljá-
andi og hált. Svo hróp-
aði hann hátt: „Hver vill
renna sér á nýsónuðu
svelli fyrir eina krónu?“
Börnin í nágrenninu
heyrðu hrópin og þau
vildu öll renna sér á ný-
sópuðu svelli. Snjókarl-
inn hafði nóg að gera að
taka á móti krónupen-
ingunum. Hann varð að
setja upp skilti, því hann
hafði engan tíma til að
hrópa. Meðan börnin
fóru heim að borða og
sofa notaði karlinn tím-
ann til að sópa svellið og
á hverju kvöldi fór hann
með aurana sína í bank-
ann. Stöðugt hækkaði
upphæðin í bókinni og
snjókarlinn var orðinn
ríkur.
„Hvað ætlar hann að
gera við alla þessa pen-
inga — og bráðum kom-
ið vor?“ sögðu banka-
mennirnir og hlógu. Þeir
vissu ekki hvað snjó-
karlinn hafði í hyggju.
Einn daginn kom snjó-
karlinn og sótti alla pen-
ingana sína. Hann gekk
rakleitt út úr bankanum
með seðlabunkann und-
ir hendinni. Allir fóru út
í glugga til að sjá hvað
hann ætlaðist fyrir.
En snjókarlinn gekk
beint í verzlun og keypti
sér stóran ísskáp, svo
stóran að snjókarl gat
hæglega komist inn í
hann.
„Þetta er ráðsnjall
snjókarl", sögðu allir og
tóku ofan fyrir honum.
„Hann veit hvað hann á
að gera við peningana
sína.“
Nú svaf snjókarlinn í
ísskápnum allt sumarið.
Þegar veturinn kom,
stökk hann út úr ís-
skápnum og flýtti sér
SAMVINNAN 29