Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1965, Qupperneq 2

Samvinnan - 01.03.1965, Qupperneq 2
„Bú er landstólpi" Síðari hluta árs 1962 fór Búnaðarfélag íslands þess á leit við Sam- band íslenzkra samvinnufélaga og Olíufélagið h.f., að þessi fyrirtæki veittu Búnaðarfélaginu aðstoð til þess að láta gera fræðslumynd um íslenzkan landbúnað. Haföi Búnaðarfélagið undirbúið þetta mál í samráði við upplýsingaþjónustu landbúnaðarfélaganna á Norður- löndum. Sambandið og Olíufélagið vikust vel undir málaleitun Búnaðarfélags- ins. Var þeim Hallgrími Sigurðssyni, skrifstofustjóra Olíufélagsins og Páli H. Jónssyni, forstöðumanni Fræðsludeildar Sambandsins, falið að fylgjast með undirbúningi og framkvæmd myndatökunnar fyrir hönd sinna fyrirtækja. Fyrir hönd Búnaðarfélags íslands starfar Gísli Kristjánsson ráðunautur að málinu. Áður en þetta samstarf hófst hafði Búnaðarfélagið tryggt sér aðstoð og fyrirgreiðslu deildarstjóra upplýsingaþjónustu dönsku landbún- Kvikmyndatökumennirnir og jeppi þeirra austur í Öræfum. aðarfélaganna, Helmers Rasmussen, en hann hefur unnið að gerð svipaora mynda um mörg ár í samvinnu við Teknisk Filmkompani í Kaupmannahöfn, sem sér um hina tæknilegu hlið málsins. Hafði veriö undirbúið samkomulag við þessa aðila um að þeir tækju að sér að gera myndina, og eítir að samstarf hinna þriggja íslenzku félaga hofst, var það samkomulag fastmælum bundið. Kvikmyndatökumað- ur var ráðinn Paul Solbjerghöj, sem vinnur hjá Teknisk Filmkompani, en Helmer Rasmussen var til ráðuneytis um gerð myndarinnar. P. Solbjerghöj er sérfræðingur i sinni grein, hefur hlotið mjög full- komna menntun og ekkert gert í mörg ár annað en taka fræðslu- myndir fyrir fjölmörg fyrirtæki. Eru þær myndir teknar næstum að segja um allan heim. Þeir félagar komu þrjár ferðir til íslands vorið og sumarið 1963. Leiðsögumaður þeirra og túlkur við kvikmyndatökuna var að mestu leyti Páil H. Jónsson, en annars Gísli Kristjánsson, sem og hafði með höndum mestan hluta af skipulagningu og undirbúningi öllum. Fjölmargir aðilar, bæði einstaklingar og félagasamtök, veittu ómet- anlega fyrirgreiðslu. Munaði þar mest um Flugfélag Islands, þegar frá eru tekin Búnaðarfélagið, Olíufélagið og Sambandið. Vorið og sumarið 1963 var á ýmsan hátt harla óhagstætt til kvik- myndagerðar, vegna sólarleysis og mikilla kulda. Hinir erlendu kvik- myndagerðarmenn höfðu mjög takmarkaðan tíma, og á þeim vikum sem þeir voru hér, samtals n.l. 6, varð að afla alls efnis í myndina, hvernig sem aðstæður voru. Enda spöruðu Danir hvorki efni né erfiði. Voru nætur gjarna notaðar til ferðalaga, en dagar til þess að biða eftir að drægi frá sól, stundum klukkutímum saman. Fengu þeir Framh. á bls. 26. 2 SAMVINNAN Paul Solbjerghöj að störfum við töku kvikmyndarinnar „Bú er landstólpi." Konan, sem er að gefa lamb- inu, er frú Anna Brynjólfsdóttir á Gils- bakka. Myndina tók Helmer Rasmussen. Efni: 2. „Bú er landstólpi." 3. Skuggaleg mistök, Páll H. Jónsson. 4. Reynsluskóli og framtíðarmál, Páll H. Jónsson. 5. Barnflcstu konurnar áhugasamastar um þjóðfélags- c g umbótamál, rætt við Lis Groes. 6. Heimilisþáttur, Bryndís Steinþórsdóttir. 8. Bókaskápurinn. 9. Krossgátan. 11. Aðgangseyrir, smásaga eftir Alexander Woollcott, Heimir Pálsson þýddi. 12. Frá Noregi, fyrri hluti ferðasögu eftir Jón Sigurðsson, Yztafelli. 15. Föndursíðan. 16. Samvinnan og fegurð lífsins, Stefán Jónsson, námsstjóri. 17. Undur veraldar: Hofið í Efesos. 18. Upp úr ólestri, ljóð eftir Sigurð Jónsson frá Brún. 19. Minningarkirkja að Ljósavatni, séra Sveinn Víkingur. 20. Sambandsskip með síldartunnur. Samvinnan MARZ 1965 — LIX. ÁRG. 3. Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður; Páll H. Jónsson. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Ritstjórn og afgreiðsla i Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími: 17080. Verð árg.: 200.00 kr., í lausasölu kr. 20.00. Gerð myndamóta: Prentmót h.f. Prentverk: Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.