Samvinnan - 01.03.1965, Page 15
SÓLSKRÍKJAN
Hér kemur þriðji fuglinn okkar,
sólskríkjan eða snjótittlingurinn,
eins og þessi fugl er oft kallaður.
— Teiknið myndina á 5 mm.
krossvið og sagið út vel og vandlega.
Slípið vel allar útbrúnir með sandpappír.
Sagið EKKI úr bilið milli fóta
fuglsins. — Smíða þarf pall undir,
úr lítið eitt þykkra efni, kannski 6 mm.
krossviði. — Hann gæti verið svona 12x7
sentimetrar á stærð. Tappinn X gengur
niður í rauf á miðjum palli.. Sláið upp í
náttúrufræðinm og málið fuglinn í sem eðlilegustum
litum. — Ef þið eigið í fórum ykkar fugla-
teikningar í svipuðum „dúr“ og þessar þrjár,
sem komið hafa hér á föndursíðunni, þá væri okkur
þökk á því að fá þær lánaðar til birtingar.
Utanáskrift: Föndursíða Samvinnunnar,
Sambandshúsinu, Reykjavík.
Gauti Hannesson
F Ö N D U R
Noregs. Hún er úr timbri, hið
elzta frá því um 1100. Þessar
kirkjur eru sem listasöfn frá
ýmsum öldum. Þorpið er mjög
dreifbyggt. Trjálundir, garðar,
tún og akrar eru milli húsanna.
Þar er Vágámo en héraðið
Vágá. íbúar þess eru um 6000.
Skólast'órinn taldi búnað að-
alatvinnu, en bæði skógarhögg
og iðnað mjög til styrktar.
Bussinn essaði sig upp skóg-
arhlíðina móti skólanum
krókaveg upp á efri byggð. Að
var á háum hól og drukkið
kaffi í byggðarsafni. Fyrir
nokkrum árum tók snjóflóð
gamalt stórbýli og bar alla viði
óbrotna niður á dalvatnið.
Sveitin keypti viðina og byggði
upp hér, og er verið að safna
hingað gömlum munum. Ax'tur
var stigið í bussann og ekið
að bæ á efribyggð, sem heitir
Valberg. Við kölluðum bæinn
Valshamar. Bóndinn þar heit-
ir Leif Löcken. Hjá honum
unnum við í tvo daga. Dalvatn-
ið er 356 m yfir sjó, en bær-
inn Valshamar um 600 m. Frá
bænum urðum við að ganga
upp snarbratt fjallið. Leiðin
lá báða dagana upp graslág,
þar sem nokkrar dilkær voru
á beit. Síðan var farið upp ein-
stigi, upp greniskóg í um 800
m hæð. Þar höfðu verið höggv-
in mikil grenitré, og átti nú
að planta í staðinn innan um
yngri tré, sem eftir stóðu.
Steikjandi hiti var báða dag-
ana. Ekki urðum við vör við
fuglalíf. héra eða íkorna þarna
og hvergi, þar sem við vorum í
skógi. Norðmenn telja fugla
vera að hverfa úr skógunum,
en skildu ekki ástæðuna. Hið
eina, sem rauf þögnina, var
baulið í kúnum og bjölluhljóm-
ur þeirra. Hvar sem við fórum
gekk nautpeningur laus í
skógi og virtist þrífast vel,
spikfeit geldneyti og troðjúgra
kýr.
Aðalbústofn Leifs á Vals-
hamri er um 150 geitur, sem
hann hefur í seli hátt til fjalla.
Sel eru enn á flestum bæjum.
Geitamjólkin er send í mjólk-
urbú, sumt er unnið í osta, en
sumt er sent á sjúkrahús. Sel-
löndin eru ofanvið skógana og
svara til afréttalanda okkar.
Ekki láta bændur í Guðbrands-
dal háf 'öllinn ónotuð. Þar eru
hreindýrahjarðir, sem bænd-
ur eiga, allt upp í 250 í eins
manns eigu. Hreindýrunum er
smalað til réttar á haustin og
slátrað úr hjörðinni. Þau ganga
á fjöllunum á sumrin, en koma
ofan í skógana á vetrum.
Nýlega voru flutt sauðnaut
á háfjöllin, og virtust þau þríf-
ast vel og tímgast. Það er eðli
bolanna að verja konur sínar
og börn af miklum móði. Ný-
lega drap einn sauðbolinn
gamlan mann. Meðan við vor-
um í Noregi var mikið rætt um
það í blöðum, hvort ekki ætti
að fella öll sauðnautin, úr því
þau gætu verið mannskæð.
Sunnudagur rann upp, bjart-
ur og fagur. Fyrrihluta dags-
ins tókum við okkur hvíld á
milli blómabeðanna í brekk-
unni, böðuðum bókstaflega á
rósum. Eftir hádegið var hald-
ið í bussanum okkar upp
byggðina, síðan um afdali og
fjallaskörð til Jötunheima.
Leiðsögumaður var Þorgeir
Magely og frú hans, ung hjón
og nýgift. Hann er kennari í
Vágámo. Þau hjónin voru á-
gæt!r leiðsögumenn. Jafnan
var söngur mikill í bussanum,
og heima í Klónesi var æfður
kór á kvöldin. Magel-hjónin
og aðrir Norðmenn undruð-
ust mjög sönggleði íslendinga.
Leiðin úr dalnum okkar lá
mest um þröng fjallaskörð og
árgil. Efsti hluti vegarins var
lokaður, og þurfti að opna með
krónug'aldi við vegaslá. Þarna
Framh. á bls. 18.
SAMVINNAN 15