Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1965, Side 24

Samvinnan - 01.03.1965, Side 24
ann snemma morguns. Með okkur var Kristján Haugnes héraðsskógmeistari í Þrænda- lögum. Hann átti bú þarna í Rissa. Hann og Per Otto, son- ur hans, voru verkstjórar okk- ar í skóginum. Hilla Marja, dóttir hans, bar á borð fyrir okkur í gamla skólanum. Við höfðum hin ágætustu kynni af Haugnesfólkinu. Þegar komið var að Klaustri, beið Ebbe Horneman á vegarbrún og snaraði sér inn í bílinn. Hann og Kristján voru leiðsögumenn á ferðinni, sem farin var kring Þrándheimsfjörð um daginn. Þrændalög liggja nálægt miðri vesturströnd Noregs. Þar er mest land milli fjalls og fjöru Þarna sátu konungar, jarlar og erkibiskupar að fornu, og áttu Islendingar á þjóð- veldistíma meiri komur þangað en til annarra héraða í Noregi. Okkur þótti forvitnislegt að kynnast Þrændalögum. Snemma var risið og ekið fyrst um kunna leið, en síðan beygt inn þröngan dal milli lágra heiða. Þarna heitir Skaudalur, mjög hlýlegur, og auðvitað skógivaxnar brekk- urnar og alræktað láglendið. En þröngbýlt mundi íslenzkum bændum þykja hér. Dalirnir heima á íslandi eru margir að fara í eyði ofanverðir. Skaudal- ur var áður allur í eyði hið efra. Nú er þar óðum að byggj- ast. Við sáum allmörg nýbýli, en litla landkosti, jarðvegur grunnur og harðbalalegur. En landrýmið er þó meira en á gömlu býlunum niðri í daln- um. Norðvestur úr Þrándheims- firði gengur breiður flci, sem aðeins er tengdur meginfirðin- um með sundi, svo mjóu, að varla gætir hafbáru eða sjávar- mlla, og líkist flóinn mest fjallavatni, þótt saltur sé með þang á fjörusteinum. Suður úr þessum „innsjó“ gengur mjór fjörður, líkur Hvalfirði. Við komum úr Skaudalnum, yfir lítinn háls í þennan fjarðar- botn, og ókum langa leið um skriður og höggna vegi í kletta með sjónum undir snarbrattri grenihlíð. Ekki er um ræktun- arland að ræða svo nokkru nemi. Þó eru hér og þar býli. Þessi Hvalfjörður á sína „Kjós“, þéttbýli við utanverð- an fjörð. Þar gengur inn vog- ur og þröngur dalur inn af voginum, með skógarhlíðum frá háum fjallsbrúnum niður í þröngt árgil. Ekki sést þó dals- áin, hún er öll í leiðslum til orkugjafar. Þarna heitir Fjalla- foss, en sést þó ekki lengur fallandi foss. í mynni vogarins er girt í sjó, en vogurinn er allur fullur af trjábolum. Við vogbotninn er mikil verk- smiðja. Nú var sunnudagur, og sáust því hvorki stritandi vél- ar né starfsmenn glaðir. Viður er fluttur víðsvegar að, jafnvel frá Rússlandi, frekar en að láta verk stöðvast fyrir vöntun verkefna. Viðurinn er látinn liggja nálægt því ár í voginum, meyrna þar og verða fullkom- lega vatnsósa. Síðan er hann dreginn inn. Hinir miklu vél- kjaftar tyggja hann og kyngja honum í aðrar vélar, sem melta hann og gera úr honum súpu, sem síast og þornar á völsum í þunnar plötur, sem kallast ,,sellulosa“. Þessar plötur eru seldar víða um veröld til frek- ari vinnslu, meðal annars til pappírsgerðar. Þarna var nokk- urt þorp, en þó var fjærri því, að rúm væri fyrir alla, sem þarna vinna. Margir búa út með skógarhlíðunum, beggja vegna. Nú var ekið um stund með hinum breiða „innsjó“ að öðr- um mjófirði. Miklu var þar landslag allt mildara og hlý- legra og byggðin meiri. Þarna komum við að þorpi, sem heit- ir Malm (Málmur). Ekki var farið úr bílnum, en okkur voru sýnd námugöng, sem lágu frá fjöru hátt á annan kílómeter inn í fjallið og niðurfyrir sjáv- armál. Þarna vinna 450 verka- menn að því að grafa málm- grýti, 250 þúsund tonn af járn- grýti, og er allt flutt brott til vinnslu. Við höfðum að þessu stefnt í norð-austur, en nú var komið að innstu álmu Þránd- heimsfjarðar, og aðalstefnan til suð-vesturs. Við komum bráðlega að bænum Steinker pilsefni meó íofnum teygjustreng margir litir SÖLUSTAÐTR: KAUPFÉLÖGIN UM LAND ALLT OG SÍS AUSTURSTRÆTI 24 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.