Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1965, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.03.1965, Blaðsíða 28
EÐLISFRÆÐI ALGEBRA 6 bréf. Kennari Sigurður Ingimundarson. </> 5 bréf. kennari Þóroddur Oddsson, Framh. af bls. 16. um og kaupfélögin, verzlanir samvinnumanna, eru velþekkt rm allt land. En því ber ég upp þessar spurningar hér, að vissulega hlýtur enn nokkur hluti þjóð- arinnar að vera með svipaðar spurningar í huga, því að ann- ars hefðu þe:r þegar gerzt samvinnumenn. Það er staðreynd, sem öll- um er kunn, að útbreiðsla sam- vinnuhreyfingarinnar fylgir menningunni. Hagkerfi sam- vinnunnar krefst skilnings og ÖÖ O * (D < þjóðfélagsþroska. Hún hefur aldrei verið studd vopnavaldi. Samvinnuhreyfingin styðst að- eins við hin andlegu vopnin. Samvinnumenn hafa aldrei kveikt í verksmiðjum eða sökkt skipum andstæðinganna. Vopn þeirra í baráttunni hafa ver- ið hin sömu og hjá Jóni Sig- urðssyni forseta: Rökfærzla, þolgæði, sannindi. Samvinnu- menn hafa barizt fyrir málefn- inu með orði, töluðu og rituðu, en aldrei með byssum eða bryn- drekum. Hógværð, stilling og skap- festa frumherjanna íslenzku, vöktu alþjóðar athygli og líka athygli andstæðinganna. Slík bardáttuaðferð er sigursæl og þroskandi. Ég minnist þess, að ég hlust- aði á útvarpsmessu hjá sr. Bjarna Jónssyni vígslubiskupi í byrjun síðari heimsstyrjaldar. — Eins og öllum er kunnugt voru það kristnir menn, — kri.^tnar þjóðir, sem byrjuðu síðari heimsstyrjöld, þótt heiðnar þjóðir og þjóðir með önnur trúarbrögð drægjust seinna inn í styrjöldina. í prédikun sinni sagði sr. Bjarni margt, sem festist mér í minni. Þegar hann hafði rætt nokkuð um þá staðreynd, að það voru kristnar þjóðir, sem stæðu að styrjöldinni, þá sagði hann eitthvað á þessa leið: „Nú segir fólkið ef til vill. — Hvað segir sr. Bjarni nú? Það eru kristnar þjóðir, sem berjast. Er það kristilegt að drepa menn? Hvers virði eru trúarbrögðin, þegar fólkið batn- ar ek 'ert við þau?“ En þá svaraði sr. Bjarni sjáif- um sér. „Jú, — sr. Bjarni seg- ir sama og áður. Kristin trú hefur ekki brugðizt í neinu. Ef farið hefði verið eftir kenn- ingum Krists, væri engin styrj- öld.“ -------Enn er deilt í veröld- inni um skiptingu arðs og auð- æfa. Baráttan er hörð og illvíg En nú myndi mörgum detta í hug að spyrja: Hvernig stend- ur á því, að enn er barist um skiptingu arðs og auðs, þegar samvinnustefnan og hagkerfi hennar á að geta leyst þetta vandamál? Ég vildi svara þess- ari spurningu í svipuðum dúr og sr. Bjarni: Ef farið væri eftir kenningum samvinnu- manna í öllum viðskiptum milli manna og þjóða, þá yrði eng- in barátta. Enn er ekki svo þröngt í ver- öldinni, að skortur þyrfti að vera á lífsnauðsynjum, ef reynt væri að miðla sem jafnast til allra. — Baráttan um lífsins gæði stafar fyrst og fremst af því, að sumir einstaklingar og sumar þjóðir vilja hrifsa til sín meira en þeim ber að jöfnu við aðra. En þessi illvíga barátta um auð og völd, er undirrót að þjáningum lífsins fremur en nokkuð annað, sem menn ráða yfir. — Þessi bar- ig skipulagt, að jafnvægi á að geta haldist. En barátta sam- keppninnar er ekki ólík „Mada- átta skapar sorg og ógæfu og er oft undirrót að illvirkum og múgmorðum. En ef farið væri eftir kenn- i'-grm Krists, þá yrði engin styrjöld, sagði sr. Bjarni, og ég vil bæta því hér við, að ef verðmætum jarðarinnar væri réttlátlega skipt, þá þyrftu eng- ir að líða nauð og þá yrði bar- áttan ekki eins hörð um verð- mæti lífsins. En líklega er maðurinn enn á frumstigi tilverunnar og geta þá liðið áratugir og aldir, þar til mannkynið hefur tileinkað sér þau sannindi, sem trúar- brögð og kenningar boða. Enn mun því baráttan um lífskjörin verða hörð um langa framtíð. Sérhver hugsandi einstaklingur leiðir hugann að hlut- unum umhverfis sig — forvitnast um eðli þeirra og háttu: IaJ oc DQ EÐLISFFRÆÐI opnar yöur veröld efnis og orku — í2 ALGEBRA er nauðsyn á tækniöld. BRÉFASKÖLÍSÍS býöuryður námskeið í Eölisfræöi ög Algebru. Námsefniö er miöað við landsprófskröfur. Vínsamlegast útfyllið seðilinn hér til hægri og sendið hann til BRÉFASKÖLA SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. n Ég undirritaður óska að gerast nemandi í □ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr._______________ Heimilisfang Samvinnan og . 28 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.