Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1966, Page 3

Samvinnan - 01.03.1966, Page 3
Atómfjöll til beggja handa Yfirborð þjóðfélagsins á íslandi er eins og vatns, þar sem vindar stæðu úr öllum áttum og ýfðu öldur, sem síðan riðu hver á annarri og mynduðu ólgandi óskapnað hættulegan hverri kænu, sem á flot væri ýtt. Ef menn reyna að gera sér grein fyrir ástandinu eins og það er á breiðum grundvelli, blasir við ófögur sjón. Gæzlu- varðhöld og lögsóknir vegna falsana og fjársvika, sem eng- inn getur rennt grun í hvar kemur niður næst. Skattsvik, er nema tugum milljóna, sem áður fyrr var talað um undir rós, en nú er rætt um upphátt og skrifað um í blöð eins og hverja aðra þjóðfélagsstaðreynd, sem það líka er. Með köldu blóði og opinberlega er rætt um það að einungis nokkur hluti af söluskatti af verzlun og þjónustu komi til skila. Gengdar- laus gróðahyggja og ágirnd fara dagfari og náttfari með tvennt til reiðar um þvert og endilangt þjóðfélagið. Okrarar auglýsa í blöðunum iðju sína. Allt er gert til þess að græða og einskis metið allt það, sem ekki stefnir markvisst að þjón- ustu við gróðaíiyggjuna. Dýrtíðin vex með hverjum degi og í skjóli hennar hafa einstakir gróðamenn rakað saman pen- ingum, sem gefa þeim yfirburðaaðstöðu í kapphlaupi um meiri gróða. Og mikill hluti prentaðs máls í landinu er orðið að biblíu gróðahyggjunnar og boðar dag eftir dag dansleikina kring um gullkálfinn og heimtar látlausar fórnir af almennum borgurum á altari Bals til þess að sá hjáguð verði þeim ríku örlátur og láti þá græða meira og meira. Ekkert er gott nema það „borgi sig“, og ef eitthvað „borgar sig“ nú á tímum, þýðir það það, að á því sé hægt að græða. Fyrri part þessa vetrar létu nokkrir af háttsettum ráðamönnum msnntamála til sín heyra um þau mál. Kjarninn í ræðum þeirra var sá, að nú bæri að efla það eitt í íslenzkum menntamálum, sem líklegt væri að gæfi af sér gróða. Allt var einskis nýtt nema vélar og tækni í kapphlaupi efnishyggjunnar um gróðann og sára sjaldan á það minnzt að menntun og lærdómur væri leið til aukins þroska, manndóms, heiðarleika, göfgi og auk- innar lífshamingju. Peningum og tækni er lyft til hásætis í þjóðfélaginu, og þeir menn og konur, sem líta á þessi ryð- gjörnu og brothættu lífsgæði sem meðöl til þjónustu, ef rétt er á haldið, eru stimplaðir glópar. Tvær vinjar eru augljósar í þessarri eyðimörk efnishyggju og fégræðgi. Þegar nemendur við Háskóla íslands héldu að venju hátíðlegan 1. desember s.l., ákváðu þeir að gera daginn og hátíðahöldin að stórsókn fyrir þjóðlegum verðmætum og þjóðlegum manndómi án tillits til þess hvort það borgi sig samkvæmt nútíma venjulegum skilningi. Þeir fengu sem aðalræðumann hátíðarinnar mann, sem þeir trúðu til mann- dóms, heiðarleika og trúnaðar við það markmið er þeir höfðu sett sér. Ræða hans vakti meiri athygli en vanalegt er um slíka hluti. Og stúdentar létu ekki við það sitja. Þeir héldu áfram þeirri sókn, er hafin var, kölluðu yfir sig hróp og háðs- yrði æðstupresta efnishyggjunnar, en létu það ekki aftra sér, en gengu í greiðri fylkingu fram til sóknar og varnar fyrir þann málstað, sem þeir töldu réttan og sannan, með fyrir- litningu á þeirri efnishyggju, sem þjónar undir gróða og auð- magn. Meira um það síðar. Önnur vin í eyðimörkinni eru samvinnufélögin. Um allan heim er markmið þeirra hið sama: ekki að græða á öðrum heldur þjóna öðrum. Nota fjármagn og tækni til þjónustu fyrir mannkynið, en gera ekki mannkynið þræla þess og undirlægjur. Hið fyrsta og upphaflega viðfangsefni þeirra og höfuðviðfangsefni enn í dag, er að leita réttlætis og heiðar- leika í viðskiptum og verzlun. En sú hugsun, sem að baki þess liggur er þó miklu stærri og víðfeðmari, enda hafa sam- vinnumenn um allan heim fært réttlætis- og umbótahugsjón sína yfir á önnur svið. Ef stefna þeirra í samskiptum manna og þjóða væri nú í dag ráðandi afl í heiminum, væri engin styrjöld neins staðar, engar blóðugar byltingar, engin tær- andi skelfing og kvíði fyrir atomsprengju morgundagsins. En svo er því miður ekki farið. Samvinnufélögin hafa að vísu gjörbreytt mörgum þjóðfélögum til gagns og blessunar fyrir þegnana, ekki aðeins þá, sem í samvinnufélögunum eru heldur alla hina, nema þá örfáa gróðahyggjumenn, sem misstu af strætisvagninum til þess að græða enn meira á kostnað náungans. Þau eru fjölmenn og traust, en réttlæti þeirra og mannbætandi baráttu ógnar efnishyggja og gróða- hyggja, er tekizt hefur að hlaða fjöll úr peningum, sem ógna með skriðuföllum mannlegri viðleitni til réttlátra umbóta og heiðarlegrar baráttu fyrir bræðralagi og gegn hungri og fátækt. Á breiðum grundvelli skiptist mannkynið nú í þrjár stórar blokkir, þótt ein sé að vísu minnst: járnakaldan stórkapítal- isma, sem studdur er af skefjalausri efnishyggju og gróða- hyggju og heldur atómsprengjunni í annarri hendi og eld- flaugum í hinni, kommúnisma, sem trúir ekki á manndóm, þroska og réttlætismeðvitund hins frjálsa manns, heldur verði borgararnir að vera fóðraðir hæfilega við jötu ríkis- valdsins, og hann heldur einnig atombombunni í annarri hendi og eldflauginni í hinni. Á milli þessarra stærstu blokka er svo samvinnuhreyfingin, vopnlaus, en trúuð á alhliða menntun, bjartsýn lífsviðhorf, réttlæti og bræðralag frjálsra vitiborinna manna, sem ekki vilja láta klafa sig á jötu rík- isvaldsins og undir harðstjórn misviturra fjárhirða þess, heldur freista þess að lifa saman í friði og jafnrétti, græða ekki hver á öðrum, heldur hjálpa hver öðrum, tilbiðja ekki í blindri hjáguðadýrkun fjármagn og tækni, heldur gera slíka hluti manninum undirgefna til þjónustu og nytsemdar. Það er ekki líklegt að þeim kynslóðum, sem nú eru um miðjan aldur eða eldri takist að snúa við af þeirri óheilla- braut, sem þær hafa leiðst út á. Hjálp mannkynsins verður að koma annars staðar frá, og hún kemur ekki, nema hún komi frá breiðfylkingu æskufólks, sem hlotið hefur mennt- un og þroska, sem leyfir sér að hugsa og álykta og neitar að láta gera sig að vélum og neitar að vera með í kapphlaupi efnishyggjunnar, sem fyrr eða síðar leiðir mannkynið til glötunar, ef ekki er að gert. íslenzkir stúdentar fylktu liði 1. des. s.l. um málstað, sem ekki samræmist blindri efnishyggju og gróðafíkn og létu ófeimnir rödd sína heyrast um málefni, sem þeir sjálfir trúa að varði miklu fyrir framtíð þeirra sem íslendinga og frjálsra vitiborinna manna. Það er bláköld raunhyggja að álykta sem svo, að þeir muni ekki láta staðar numið við það málefni eitt og sóknina miklu 1. des. En ef nokkur von á að verða um árangur af uppreisn þeirra gegn ríkjandi stefnu efnishyggju- manna, verða þeir að finna sér fleiri verkefni. Þeir verða að fylkja liði gegn svindli og braski, gegn fölsunum og svik- um, gegn falsspámönnum þeirra kenninga, að gróðahyggja sé hið eina rétta sáluhjálparatriði. Það væri rökrétt fram- hald af fyrri stefnu þeirra, að þeir kynntu sér af fullkomnu hlutleysi sögu þriðju blokkarinnar, samvinnuhreyfingarinnar, sem vopnlaus að öðru en réttlæti og viturlegum vinnubrögðum Framh. á bls. 21. SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.