Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1966, Page 6

Samvinnan - 01.03.1966, Page 6
DÆMDIR ELSKENDUR Smásaga eftir GARNETT RADCLIFFE Höfundur þessarar sögu er Norður-íri, fæddur í herlæknir að mennt og þjónaði í Indlandsher Breta í fyrri heimsstyrjöldinni og þriðja stríði Breta við Afgana. Milli styrjaldanna lét hann af herþjónustu og stund- aði þá ritstörf; skrifaði einkum skáldsögur og leyni- lögreglusögur. Hann gekk aftur í herinn er síðari heimsstyrjöl'd hófst og þjónaði þá í Suður-Arabíu og á eynni Sókotru. Að því stríði loknu settist hann að í Lundúnum sem starfsmaður brezka menntamála- ráðuneytisins. — Hann hefur látið hafa eftir sér, að þrjár styrjaldir og tvö hjónabönd hafi kennt sér að taka hverjum hlut eins og hann kemur fyrir. Þegar séra Tomlinson sá Súleiku fyrst, var hún sextán ára og minnti á glettinn eng- il. Hann benti á hana í hópi arabískra unglinga, sem dönsuðu á opnu svæði í miðri Dikkan, þar sem kameldýrin voru tjóðruð, og spurði túlk sinn hver hún væri. „Þessi?“ svaraði túlkurinn, Persi sem kallaður var Sadú Dín og gortaði af því að hann þekkti hvert einasta kameldýr á svæðinu milli Aden-vernd- arsvæðis og Oman með nafni. „Hún er svo sem ekkert, Sahíb. Aðeins dóttir bátasmiðs, sem nefndur er Ómar Haíþan Aúdhalí. Það er sagt að hún sé leynilega trúlofuð Alí Baksj Aúdhalí. Hann er hávaxni pilt- urinn, sem stendur hægra megin við hana.“ Mr. Tomlinson kinkaði kolli. Hann var nýtekinn til starfa við evangelíska trúboðið í Suður-Arabiu og var nú í fyrstu ferð sinni eftir suður- ströndinni. Þeir höfðu farið í gegnum Ríjan og Salalla og náð til Dikkan, sem var á mörkum Makúlla-héraðs og Hadramaút. Hann hafði notið þessarar ferðar um svæðið, sem hann vonaði að yrði í framtíðinni hans blessaða veiðiland. Pólk- ið var sérkennilega fallegt og elskulegt, ekki hið minnsta líkt Aröbum eins og Vesturlanda- menn hugsa sér þá. Það var beinlínis yndisfagurt, að minnsta kosti flest af ungu kynslóðinni. „Drengurinn minnir á dá- dýr, sem dansar við gasellu," sagði Mr. Tomlinson við Sadú Dín. „Látum okkur sjá, íbú- ar Dikkan eru af Aúdhalí-ætt- bálkinum, er ekki svo?“ „Jú, Sahíb. Þeir eru Aúdhalar og steinslöngvarar. Dansinn, sem þeir stíga nú, er kenndur við Grjótréttarhöldin. Klöpp- in, sem þeir dansa kringum, táknar höfuð illgerðamanns, sem grafinn er í sandinn uppað hálsi.“ Það fór hrollur um mr. Tomlinson. Enn einu sinni hafði hann verið minntur á, að þetta framandi land bjó ekki síður yfir grimmd en feg- urð. Einn yfirmanna hans í aðalstöðvunum í Aden hafði sagt honum ýmislegt um hin frumstæðu refsilög sumra eyði- merkurættbálkanna, sem grýttu sakborninga sína. • „Hræðilegt!“ sagði hann. „Hvort heldur maður er sek- ur eða saklaus, er hann dauða- dæmdur er hann hefur verið grafinn í sandinn. Það er morð, ekki réttarhöld. Mér er sagt að sumir þessara Araba æfi sig í grjótkasti þangað til þeir geti rotað fugla á flugi eða fótbrotið hest á harða- stökki.“ „Það geta þeir ef Alla vill hafa það svo,“ sagði Sadú Dín hátíðlega. „Hann sem vísar kamelnum til vatns getur einn- ig stýrt flugi steins. Sahíb, ef þú værir saklaus, kysir þú þá ekki heldur að treysta vilja Guðs en vizku mannanna?" Atvik meðal dansendanna sparaði mr. Tomlinson þá leið- indafyrirhöfn að svara spurn- ingunni. Súleika hafði kastað köggli af kameltaði í Alí Baksj, og sem vera bar um sanna dóttur steinkastara, hafði hún hitt í mark. Og Alí Baksj elti hana hlæjandi. Hann minnti á hauk, sem eltir hrossagauk, þegar hann þandi sig umhverf- is tvöfaldan hring dansend- anna, sem beygðu sig í hnján- um og klöppuðu saman hönd-, um og æptu skrækróma: „Úlla- úlla-úlla.“ Hann hafði nærri því náð .henni, þegar hún skyndilega beygði af leið og tók stefnu á Tomlinson, æpandi af upp- gerðarhræðslu. Æsingurinn hafði eytt ótta hennar við þennan ókunna hvíta mann. Eitt andartak leið í glöðum tryllingi meðan þau hlupu um- hverfis trúboðann, líkt og hann hefði verið staur, graf- inn í sandinn. Þetta eina andartak var dásamlegt fyrir Mr. Tomlin- son. Það virtist á einhvern hátt tákna eitthvað, hann vissi ekki fullkomlega hvað. Þessi hlæj- andi börn eyðimerkurinnar! Hann vildi vernda þau, hlúa að þeim . . . kenna þeim hvað raunverulega fólst í hugtökum eins og réttlæti og miskunn- semi . . . Um það bil ári síðar, sendi tilviljunin (í líki duttlunga- fulls biskups, sem taldi ungum trúboðum hollt að vera á stöð- ugum faraldsfæti) hann á ný á þessar slóðir. í þetta sinn var félagi hans Englendingur, þó ekki maður að hans skapi. Það var lítið um gagnkvæman skilning milli þeirra Grants majórs, sem þjónaði í suður-arabíska út- boðsliðinu. Grant var horaður maður og þögull og augu hans álíka laus við líf og sjálf eyði- mörkin. Hann sagði fátt, drakk of mikið af viskíi og hafði orð á sér fyrir að „kunna lagið á Aröbunum." Þeir höfðu skilið við fylgd- arlið sitt og farangursvagn og komið til Dikkan fótgangandi. Sem þeir nálguðust staðinn, minntist Mr. Tomlinson fyrstu heimsóknar sinnar þangað. Hann vék sér að Grant. „Siðast þegar ég var hér sá ég nokkra drengi og stúlkur dansa á auða svæðinu, þar sem kamelarnir eru tjóðraðir. Það minnti á ballet, þegar fagur- limaðir líkamir þeirra báru við arabíska sólsetrið. Sérstaklega man ég vel eftir einu pari, stúlku, sem var einsog litill brúnn og hlæjandi álfur, og dreng, sem var beinn og stælt- ur einsog sverð. En þegar túlk- urinn minn sagði mér hver merking dansins væri, fannst mér ég hafa séð höggorm í paradís." „Allir dansar þeirra eru tákn- rænir, séra minn,“ sagði majór- inn brosandi. „Hvern þeirra sáuð þér? Komu brúðgumans?" „Nei. Dansinn táknaði grjót- réttarhöldin. Þau létu klöpp, sem stóð uppúr sandinum, tákna höfuð einhvers aum- ingja afbrotamanns, sem skyldi grýttur til dauða." „Nú, og hvað með það? Sá slður Aúdhala að grýta glæpa- menn sína er eins forn og steinarnir sjálfir." „Mér er sama hvort hann er forn eða ekki,“ sagði Mr. Tomlinson af móði. „Ég hef aldrei heyrt getið um villi- mannlegra og andstyggilegra hátterni. Hversvegna reyna brezku yfirvöldin ekki að koma í veg fyrir þetta?" „Brezku yfirvöldin eru engu áhrifameiri á þessum slóðum en þau kínversku,“ svaraði Grant.“ Auk þess gefur þessi aftökuaðferð afbrotamannin- um tækifæri. Ef höfuðskel hans er nógu þykk tilað hann sé enn á lífi eftir að nokkrum stein- um hefur verið kastað, er því slegið föstu að Alla hafi dæmt hann saklausan og honum sleppt. Þetta er mjög svo rök- rétt sé það hugsað niður í kjöl- inn.“ „Það er engu líkara en þér séuð sjálfur hlynntur þessum hryllilega sið!“ sagði Mr. Tomlinson kuldalega. „Hann er að minnsta kosti hagkvæmur miðað við land- kosti. í Hadramaút er of lítið um trjávið tilað hægt sé að sjá af nokkrum spýtum í gálga og skotfæri jafn verðmæt og silf- ur. Hinsvegar er hér meira en nóg af grjóti. Hvað mynduð þér gera við skálkana hér, ef þér mættuð ráða? Kyrkja þá?“ „Ég er á móti hverskyns dauðarefsingu." „Og Aröbunum hér í eyði- 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.