Samvinnan - 01.03.1966, Page 12
Hertoginn af Alva, höfuðóþokki
styrjaldarinnar og mest hataði
maður í sögu Hollands.
Vilhjálmur af Óraníu, leiðtogi
uppreisnarmanna og þjóðhetja
HoIIendinga.
„Betlarauppreisnin"
Þröngsýni og harðstjórn spænskra valdhafa
breyttu frjálslyndum og veraldlega sinnuð-
um Hollendingum í ofstækisfulla Kalvín-
ista, sem engu kaþólsku vildu þyrma. Af-
Þegar veldi Karlamagnúsar
leystist upp í höndum dáðlít-
illa eftirmanna hans, urðu til
úr því þrjú aðalríki: Þýzkaland,
Frakkland og spilda á milli
þeirra, sem prins að nafni
Lóthar fékk í sinn hlut; eftir
honum er nefnt héraðið Lót-
hringen. Þetta þriðja ríki náði
yfir ítalíu að miklu leyti, mik-
inn hluta Austur-Frakklands
og Niðurlönd; skapaðist þann-
ig fyrsti vísirinn að sérstöðu
aíðastnefndu svæðanna, sem
fram að þeim tima höfðu lítt
eða ekki verið aðgreind frá ná-
grannalöndunum. Undir lok
miðalda myndaðist úr kjarna
þessara Lótharslanda hið svc-
kallaða nýbúrgundíska ríki,
sem mikið kvað að á tímum
hertoganna Filippusar góða,
sem var bandamaður Englend-
inga i hundraðárastríðinu 07
framseldi þeim Jóhönnu frá
Örk, og Karls djarfa, sonar
•hans. í þessu ríki á mörkum
hins germanska heims og þess
rómanska skapaðist frjó og
merkileg menning, sem vel má
telja að hafi lagt grundvöll
síðari tíma menningar Niður-
landa, ekki síst hins óvenju
þróttmikla listalífs þjóða
þeirra, sem þessi lönd byggja.
Ríki Búrgundahertoga leyst-
ist upp eftir að Karl djarfi beið
ósigur og féll í ófriði gegn Sviss-
lendingum, og urðu öll Nið-
urlönd þá hluti af þýzka keis-
aradæminu. Ekki voru íbúar
þessara landa fyllilega ánægð-
ir með það samband, til dæm-
is á dögum Karls keisara
fimmta á fyrri hluta sextándu
aldar. Hann átti löngum í
stríðum við Frakka og komu
þau hart niður á pyngjum
skattþegna hans á Niðurlönd-
um, sem engan áhuga höfðu á
barsmíðum keisarans.
Neistar óánægjunnar urðu þó
fyrst að ljósum loga að Karli
látnum. Þá skiptist hið mikla
þýzk-spænska ríki hans í
tvennt, og fylgdu Niður-
lönd þá Spáni, en ekki
Þýzkalandi, eins og eðli-
legra hefði verið af þjóðernis-
legum og landfræðilegum á-
stæðum. Þar við bættist að
Filippus annar Spánarkonung-
ur, sonur Karls, var þröngsýnn
og ofstækisfullur kaþólikki og
eindæma þverhaus. Mótmæl-
endatrú og þó einkum
lútherska hafði þá náð nokk-
urri útbreiðslu á Niðurlöndum,
o" nana ákvað Filippus að
þurrka út af tillitslausri hörku.
Þetta var hið mesta óráð, því
þrátt fyrir nefnda útbreiðslu
'útherskunnar var mikill meiri-
hlut.i Niðurlendinga ennþá
):o"unghollir kaþólikkar, þótt
heir væru stórum kærulausari
: r.i trúmál en Spánverjar, sem
enn voru í krossferðastuði eft-
ir stríð sín við Mára og Indí-
ána.
Efnahagslegar ástæður áttu
einnig drjúgan þátt í að kom'j.
Niðurlendingum í vígahug. I
þá tíð voru þeir mesta verzlun-
ar- og iðnaðarþjóð álfunnar;
byggðist það ekki hvað síst á
vefnaðariðnaði þeirra, sem
stóð á gömlum merg. Því hafði
myndast í landinu fjölmenn
stétt iðnver’’amanna. Hinar
gífurlegu verðhækkanir, sem
fylgdu góðm ílmaflóðinu frá
Ameríku, höfðu mjög slæm á-
hrif á kjör verkamanna þess-
ara. í gremju sinni yfir versn-
andi kjörum og vaxandi þving-
unum hinna spænsku yfir-
valda snerust þeir nú hópum
saman til fylgis við kenningu
Kalvíns, sem var snöggtum
róttækari og andstæðari ka-
þólskunni en Lútherstrúin.
Aðalsmenn Niðurlanda sáu
að hverju fór og sneru sér til
Margrétar, systur Filippusar og
landstjóra hans á Niðurlöndum,
með kröfur um að létt yrði
ofsókninni á hendur mótmæl-
endum. Þeir fengu daufar und-
irtektir, og um þessar mundir
versnuðu kjör landsmanna enn
sökum sjö ára stríðsins milli
Dana og Svía (1563—70), sem
útilokaði alla kornflutninga
frá löndunum við Eystrasalt.
Brutust þá út óeirðir víða um
land og beindust þær gegn hin-
um kaþólsku yfirvöldum. Fjöl-
margar kirkjur voru rændar
og helgir dómar óvirtir.
Filippus varð auðvitað ösku-
vondur og sendi tuttugu þús-
und manna úrvalslið spænskt
undir stjórn hertogans af Alva
til Niðurlanda. Hertogi þessi
var álíka þröngsýnn og of-
stækisfullur og herra hans og
líklega enn blóðþyrstari. Hann
tók þegar höndum fjölda
manns og lét taka þá af lífi,
þar á meðal marga fremstu
höfðingja landsins, svo sem
greifana Egmont og Hoorn,
sem báðir voru þó trúir ka-
þólikkar og konungsmenn.
Markmið hertogans var sem
sagt ekki fyrst og fremst að
hefna kirkjuspjallanna, held-
ur að útrýma síðustu leifun-
um af sjálfstæði landsins.
Þetta hafði þriðji helsti fyr-
irmaður Niðurlendinga, Vil-
hjálmur prins af Óraníu, séð
fyrir og því flúið í tæka tið til
Þýzkalands. Greifarnir tveir
höfðu talið tortryggni hans á-
stæðulausa og kvatt hann með
orðunum: „Vertu þá sæll, land-
lausi þjóðhöfðingi “ „Sjálfir
getið þið verið sælir, höfuð-
lausu greifar," svaraði Vil-
hjálmur.
Óvíst er, hve margir létu líf-
ið í sláturtíð Spánverja á Nið-
urlöndum, en þeir skiptu mörg-
um þúsundum. Þar við bættist,
að Alva hertogi hugðist nú
þvinga upp á landsmenn öllum
hinum sömu lögum og giltu á
Spáni, enda gat tignarmaður
þessi ekki með nokkru móti
komið því inn í höfuðið á sér,
að hinir stoltu borgarar og
bændur Niðurlanda hugsuðu
öðruvísi en þýlyndur almúgi
Suður-Evrópu. „Allir vilja þeir
halda sig sem þjóðhöfðingja,"
var sagt um Niðurlendinga
þeirra tíma, og minnir það á
svar víkinganna, frænda
12 SAMVINNAN