Samvinnan - 01.03.1966, Side 13
Fjöldamorð Spánverja í Harleem, er sú borg- hafði gefist upp
fyrir þeim eftir harða vörn. Fremst er hrúga hauslausra búka,
en fjær stendur böðull með brand reiddan og hjá honum klerkur
með krossmark. í baksýn eru fullskipaðir gálgar.
Niðurlenzka herskiplð Fin de la Guerre (Stríðsiok), sem borgar-
búar í Antwerpen, sem þá var helzta verzlunarborg álfunnar,
gerðu út. Það þótti einn skæðasti sjódreki sinnar tíðar, en var
þó fljótlega unnið af Spánverjum. Báðar myndirnar á síðunni
eru af samtíma koparstungum.
á Niðurlöndum
leiðingin varð blóðug styrjöld og fjölda-
morð, sem kveiktu slíkt hatursbál milli
tveggja hlutaðeigandi þjóða, að það er naum-
ast að fullu kulnað enn.
þeirra, er þeir ræddu við sendi-
menn Frakkakonungs, sem
spurði eftir höfðingja þeirra:
„Við erum allir konungar!"
Enda fór svo að Alva her-
togi réð ekki við neitt. Upp-
reisn var hafin undir stjórn
Vilhjálms, sem gerði út fjölda
víkingaskipa, er höfðu bæki-
stöðvar í Englandi og herjuðu
á skip Spánverja, svo og
klaustur og kirkjur kaþólskra.
Meirihluti fólks í norðurfylkj-
um landsins hafði nú snúist
til Kalvínstrúar, og voru styrk-
ustu stuðningsmenn hennar
þar — líkt og í Frakklandi —
úr hópi lágaðalsmanna og
borgara. Uppreisnarmenn
voru kallaðir les Gueux, sem er
franska og þýðir betlarar; var
það í upphafi háðungarheiti
gefið af hinum hrokafullu and-
stæðingum, sem þóttust hafa
ráð þeirra allt í hendi sér, en
varð síðar heiðursnafn, eins
og oftar hefur komið fyrir við
álíka tækifæri.
Vilhjálmur af Óraníu var
með snjöllustu stjórnmála-
mönnum sinnar aldar. Hann
var samkvæmismaður mikill
og skemmtinn, og virðist því
kenningarnafn hans, „hinn
þögli“, koma úr hörðustu átt,
en það fékk hann sökum þess,
hve vel hann kunni að leyna
því, sem honum bjó í brjósti,
ef þess þurfti við. Hann var
greindur vel og ofstækislaus,
sem meðal annars kom fram í
viðhorfum hans til trúmála.
Hann var fæddur í lútherskri
fjölskyldu, gerðist kaþólskur
er hann gekk í þjónustu Karls
keisara, varð síðan aftur lút-
herskur og loks kalvínskur, er
sýnt var að landar hans höll-
uðust helst að þeirri grein mót-
mælendahreyfingarinnar. Trú-
arhiti hans var með öðrum
orðum í minnsta lagi eftir því
sem á þeim tímum gerðist, og
ekkert var honum fjær skapi
en ofsóknir á hendur mönn-
um vegna trúarskoðana.
Sjóvíkingar hans höfðu sig
æ meir í frammi og þar kom
að þeir hertóku hafnarbæinn
Briel við mynni fljótsins Maas.
Þetta nægði til þess, að allt
landið logaði í uppreisn; í
hverri borginni af annarri
gripu menn til vopna, drápu
þá Spánverja er til náðist eða
hrökktu þá á brott. Vilhjálm-
ur sneri þá aftur með her
manns, sem hann hafði dregið
að sér í Þýzkalandi, og auk
þess átti hann von á stuðningi
frá Coligny aðmírál, leiðtoga
Húgenottanna frönsku. En
þær vonir urðu að engu á
Bartólómeusarnóttinni frægu
1572, er Coligny var myrtur
ásamt þúsundum stuðnings-
manna sinna.
Þetta varð til þess að Spán-
verjar náðu yfirhöndinni á
ný. Þeir tóku hvern bæinn á
fætur öðrum og fóru hvarvetna
fram með dýrslegri grimmd og
sadisma, sem löngum hefur
einkennt Spánverja í stríði,
hvort heldur þeir hafa barist
við sjálfa sig eða aðra. En
þrátt fyrir aðskiljanlega hern-
aðarsigra fór því fjarri, að
uppreisnarandinn væri kæfð-
ur. „Það er kannski ekki svo
undarlegt,“ var Alva hertogi
einu sinni svo fyndinn að
segja, „ég hef í rauninni ekki
lagt mig verulega fram um
að vingast við fólkið." Hann
var orðinn þreyttur á öllu
blóðbaðinu og fékk kónginn
til að leysa sig frá störfum.
Skömmu síðar biðu Spán-
verjar mikinn ósigur við Leid-
en. Þeir höfðu lengi setið um
þá borg með miklu liði, og voru
verjendur hennar að þrotum
komnir. Tók Vilhjálmur þá til
bragðs að rjúfa skörð í flóð-
garðana á ströndinni útifyrir,
með þeim árangri að flóðbylgja
mikil skall á herbúðum Spán-
verja og drekkti þeim í hrönn-
um. í þakkarskyni fyrir fræki-
lega vörn borgarbúa, stofnaði
Vilhjálmur háskóla í Leiden,
og varð hann brátt eitt helzta
lærdómssetur álfunnar.
Nokkru síðar gerði Filippus
Alexander Farnese, son Mar-
grétar systur sinnar, að land-
stjóra Spánverja á Niðurlönd-
um. Hann var klókur náungi
og brá á það ráð að rægja
sundur kaþólska Niðurlendinga
og hina, er mótmælendatrú
játuðu, en Vilhjálmur var þá
langt kominn með að safna
þeim öllum undir sinn fána.
Þetta tókst furðanlega og varð
fyrsti vísirinn að klofningi
Niðurlanda í Holland, þar sem
mótmælendur höfðu forustuna,
og hina harðkaþólsku Belgíu.
Skömmu síðar var Vilhjálm-
ur myrtur að tilhlutan Spán-
verja, en Mórits sonur hans,
sem þá gerðist forustumaður
Hollendinga, reyndist snilldar
hershöfðingi og sigursæll í
orrustum við her Spánarkóngs.
Tókst honum loks (1609) að
leiða frelsisbaráttuna, ein-
hverja þá frækilegustu í sög-
unni, til lykta með sigri Hol-
lendinga.
Sá sigur skipti sköpum með
þeim þjóðum, er hildarleikinn
höfðu háð; Spánarveldis beið
nú síaukin hnignun og vesöld,
en hins litla Holiands glæsi-
leg framtíð. Fullur fjand-
skapur hélst lengi milli ríkj-
anna tveggja og er varla að
fullu kulnaður enn; þannig
vakti það töluverða andúð í
Hollandi, er konungsfjölskylda
þeirra mægðist hinni spænsku
nýverið, og rifjuðu þá ýmsir
upp minningar frá dögum her-
togans af Alva. í þeim átökum,
sem áttu sér stað milli Hollend-
inga og Spánverja að frelsis-
stríðinu loknu, voru hinir fyrr-
nefndu að jafnaði happasælli;
unnu meðal annars nýlendur
Portúgala — sem um skeið
heyrðu undir Spánakonung —
í Austur-Indíum og færðu síð-
an veldi sitt yfir mestöll Mal-
ajalönd. dþ.
SAMVINNAN 13