Samvinnan - 01.03.1966, Qupperneq 19
Föndurkrókurinn
LUNDINN er sjófugl, einn
af þeim, sem kallaðir eru
svartfuglar. Þeir verpa í
björgum við sjó, fugla-
björgunum svo nefndu.
Lundinn hefur þó þann
hátt á sinni hreiðurgerð,
að hann grefur holur inn
í jarðveginn og verpir þar.
— Nefið á honum er sér-
kennilegt, hátt og þunnt.
Hann er stundum nefndur
„prófastur" í gamni, því
að hann ervirðulegur fugl,
þegar hann situr við hreið-
ur sitt, svartur á bak og
með svartan „presta-
kraga“ um hálsinn. —
Lundann sagið þið út á
svipaðan hátt og fuglana,
sem komið hafa hér á
föndursíðunni undanfarið.
— Efnið í hann er 5 mm
birkikrossviður. — Auðvelt
er að teikna á bakhlið
hans, hún er alveg eins og
þessi, sem þið sjáið hér.
— Tapparnir x ganga nið-
ur í pall, sem smíða þarf
undir fuglinn. — Næst
tökum viö fyrir íslenzku
húsdýrin. G.H.
VERALDARSAC
Menntamálaráð hefur gef-
ið út á snjöllu íslenzku máli
tíunda hluta af mest um-
ræddu og dáðu veraldar-
sögu, sem rituð hefur verið
í menningarlöndum í tíð nú-
lifandi manna. Það er bók
Will Durants, sem áður hef-
ur verið getið í þessu tíma-
riti. Menntamálaráð hefur
vandað mjög tll þessarar út-
gáfu og vill halda því verki
áfram þangað til þau níu
bindi, sem enn eru ekki þýdd
á íslenzku verði gefin út í
fastri röð, ef kaupendum
líkar framhaldsútgáfan ekki
miður en byrjunin. Á næstu
tveimur árum kemur út saga
Grikklands í tveimur bind-
um jafnstórum Rómaveldi.
Þá ætti að koma fyrsta bind-
ið sömu stærð. Þar er rak-
in saga hinna fornu menn-
ingarþjóða Egypta, Indverja,
Kínverja, Assyríumanna,
Persa og Gyðinga. Um Róm-
verja og Grikki er áður tal-
að. Næst þeim kemur bindi
um sigur Kristindómsins um
gjörvalla Norðurálfu, eftir
að veldi Grikkja og Róm-
verja voru hrunin. Þá er
komið fram um miðaldir.
Röðin kemur þá að tveimur
voldugum hreyfingum: siða-
skiptunum og endurreisn
lista og vísinda. Þeim fylg-
ir bindi um hið nýja jafn-
vægi. Þá rísa nú stórveldi:
Frakkland, Spánn og Eng-
land. Landafundir og hin
nýja heimsmyndun, sem
grundvallast á heimsskoðun
Kópernikusar hafa djúptæk
áhrif á menningu þjóðanna.
Lítil lönd eins og Belgía og
Holland eignast listamenn í
þúsundatali, en upp yfir alla
hina gnæfa Rubens og Rem-
brandt. Síðustu þrjú bind-
in kennir Durant við þrjá
volduga menn: Lúðvík XIV.
Voltaire og Rousseau. Ekki
er hér að tala um ævisögur
þessarra valdamanna í and-
legum og veraldlegum efn-
um, heldur yfirlit um fjöl-
þætta þróun þjóða heimsins
hin umræddu tímabil. Síð-
asta bindi þessa mikla sögu-
verks lýkur með hruni ein-
veldisins í Frakklandi 1789.
Þá er talið að hefjist hin
nýja öld. Sú viðburðasaga
verður rakin af nýjum höf-
SAMVINNAN 19