Samvinnan - 01.03.1966, Side 27
tilgangi aS ráðleggja aðferð og
gefa dæmi um, að þú þurfir
ekki að falla í duftið fyrir
neinu — að þú getir búið yfir
sálarró, betri heilsu og ótak-
markaðri orku; í stuttu máli
sagt: að þú getir lifað glaður
og ánægður. Um þetta er ég
ekki í nokkrum vafa, því að ég
hefi horft upp á fjölda fólks
tileinka sér og notfæra mjög
einfalda aðferð, sem hefir haft
slík heillavænleg áhrif á líf-
erni þess. Það kann að virðast
sem þessar fullyrðingar séu
ýkjur, en þær byggjast á raun-
verulegum fyrirbærum.“
Og í lokaorðum bókarinnar
segir höfundurinn:
„Nú hefurðu lokið lestri þess-
arar bókar. Hvað hefir þú les-
ið? Mjög einfaldlega fjölda
hagnýtra og framkvæmanlegra
ráðlegginga til þess að höndla
auðugt líf. Þú hefir lesið um,
hvernig trú og ástundun get-
ur hjálpað þér til þess að
vinna bug á sérhverjum ó-
förum---------
Við munum sennilega aldrei
sjást persónulega, en við höf-
um hitzt í þessari bók. Við
erum andlegir vinir. Ég bið fyr-
ir þér. Guð mun hjálpa þér —
trúðu þess vegna og lifðu ham-
ingjusömu lífi.“
Auk þess sem bókin er
þrungin af mannviti og góð-
vild, er hún skemmtileg af-
lestrar og fjöldann allan af
dæmisögunum kannast menn
við úr eigin lífi, beint eða ó-
beint. Hún er handbók, sem
hægt er að grípa til í tóm-
stundum.
Bókin er prentuð í Prent-
sm!ðjunni Eddu og vönduð að
öllum frágangi. Aðalumboð
Bókabúð Norðra, Reykjavík.
Willa Cather:
HÚN ANTÓNfA MfN.
Friðrik A. Friðriksson þýddi.
Almenna bókafélagið 1965.
Höfundurinn er bandarísk
skáldkona og kom þessi skáld-
saga hennar fyrst út 1918. Síð-
an hefur hún verið þýdd á
fjölda tungumála og hlotið
mikla frægð. Þetta er land-
nemasaga og því hugstæð ls-
lendingum, að margir þeirra
eiga ættingja í Ameríku, sem
á sínum tíma lifðu og stríddu
við svipuð kjör og þarna er
lýst. En sagan er líka hugljúf
og býr yfir miklum og tærum
skáldskap. Persónurnar verða
lesendum minnisstæðar, þeir
skilja þær og þykir vænt um
þær, og það rifjast upp fyrir
þeim, að þeir hafa þekkt
margar þeirra áður, því
mannshjörtun eru svo hvert
öðru lík.
Bókin er prentuð í Prent-
smiðju Hafnarfjarðar, lítur vel
út og er prýdd nokkrum ágæt-
um teikningum.
P.H.J.
Færeyingar
Framh. af bls. 5.
Færeyingum þann frændsem-
isvott, að senda þeim bækur í
safnið.
Fyrir framan safnhúsið er
minnismerki, sem á er letrað:
„Mildar veittrar
tendraðu ein vita
Föroyum stjörnuleið
frá öld til öld.
1846
legði V.U. Hammershaimb
lunnar undir móðurmál
okkara“.
Á Straumey, skammt frá
Þórshöfn, er Kirkjubær. Þar
var biskupssetur til forna.
Gamla kirkjan er aðeins vegg-
irnir einir, en íbúðarhúsið, sem
er 900 ára gamalt, stendur enn
og er varðveitt til minningar
um forna frægð staðarins. Jó-
hannes Patursson, sem nú býr
á jörðinni, rifjaði upp sögu
staðarins.
Fyrsti Færeyski fáninn á
sína sögu eins og bláfeldurinn
hjá okkur. Stúdentinn Jens
Oliver Lisberg bar hann fyrst
opinberlega sumarið 1919. Sá
fáni er nú geymdur í ramma
og hangir í kirkjunni í Fámjin
á Suðurey. Ég skoðaði fánann
og er hann nokkuð slitinn, en
Færeyingar líta á hann sem
helgan grip og sameiningar-
tákn sitt. Lisberg dó fyrir
nokkrum árum og er jarð-
settur í kirkjugarðinum þarna
við kirkjuna.
Samvinnan þakkar Harry
Frederiksen fyrir viðtalið. Sú
tilfinning mun vera ríkjandi
í brjósti flestra íslendinga, að
þeir vilja rækja vináttu og
hlýja sambúð við allar þjóðir.
Hins vegar fer ekki hjá því,
að eftir því sem ættarbönd
milli þjóða eru nákomnari og
sterkari, verður vináttan einn-
ig hlýrri, þegar svo við bætist
hið næsta nágrenni. Á það við
um íslendinga og Færeyinga
og mættum við gjarna rækja
betur og meira frændsemi og
vináttu við Færeyinga.
P.H.J.
SAMVINNAN 27