Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1966, Qupperneq 28

Samvinnan - 01.03.1966, Qupperneq 28
HVAÐ UNGUR NEMUR GAMALL TEMUR IÐUNNARSKÓR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA Velazquez Framh. af bls. 17. undantekningar frá þeirri reglu. Þannig heimsótti hann eitt sinn Róm og málaSi þá portrett af þáverandi páfa, Innókens tíunda. Innókens þessi er sagður hafa verið ljót- asti maður, sem nokkru sinni hafi sefcið í Pétursstóli, en myndin af honum er einhver sú fegursta, sem nokkru sinni hefur verið gerð af nokkrum páfa; enski hirðmálarinn Sir Joshua Reynolds, sem uppi var um öld síðar, taldi hana feg- ursta portrett úr allri sögu málaralistarinnar. Þykir eink- um undravert það samræmi, sem listamaðurinn hefur náð milli rauðra grunntóna mynd- arinnar og hins rauðbláa and- lits Hans heilagleika. Á þessu sviði var Velazquez hreinasti galdramaður: að mála Ijótleik- ann af miskunnarlausu raun- sæi þannig að úr verði verk, þar sem fegurð og samræmi ríkja i fullri dýrð. Hið fyrsta af hinum meiri- háttar málverkum sínum gerði Velazquez 1627; það fjallaði um brottrekstur Mára af Spáni nokkru áður. Márar þessir — moriscos — voru afkomendur Múhameðstrúarmanna þeirra, sem lengi réðu ríkjum í land- inu; þótt flestir þeirra létu skírast eftir valdatöku krist- inna manna, urðu þeir fyrir sífelldum ónáðum og ásökun- um fyrir villutrú og voru að lokum flestallir flæmdir úr landi. Missti Spánn þar um 800.000 borgara, sem voru iðju- samir og nýtir þegnar eftir því sem gerðist þar í landi. Þetta verk er því miður glatað, en varðveizt hefur annað sögu- legt málverk Velazquezar, sem kallað hefur verið fyrsta ný- tízku sögumálverkið og sýnir einnig glögga tilfinningu meistarans fyrir þjóðarein- kennum; þetta verk er upp- gjöf Breda. Tilefni verksins var sá viðburður í frelsisstríði Hollendinga gegn Spánverjum, að hinir síðarnefndu náðu borginni Breda eftir langa vörn og harðvítuga. Hershöfð- ingi Spánverja, Ambrogio Spinola, leyfði varnarliði borg- arinnar að fara frjálsu ferða sinna, og á málverkinu sést hinn fremur kauðalegi hol- lenski andstæðingur hans, Jústín af Nassau, afhenda hon- um borgarlyklana, sem Spán- verjinn veitir viðtöku af þeirri 28 SAMVINNAN fáguðu hoffmennsku, sem með höfðingjum þess lands þykir hlýða. Spinola leggur meira að segja höndina bróðurlega á öxl Hollendingsins og andlitssvip- ur hans gefur í skyn, að hann fari viðurkenningarorðum um vasklega vörn andstæðingsins. Liðsmenn Spinolu standa til hægri á myndinni og yfir þeim gnæfir skógur af lensum — á spænsku er málverkið kallað Las Lanzas •— sem myndar skarpa andstæðu milli þeirra og hinna sigruðu Hollendinga, sem standa til vinstri. Hernað- ur Spánverja á Niðurlöndum var þeim allur til mikils ósóma, en þetta síðastnefnda verk stórsnillingsins áréttar hið fornkveðna, að stundum vex björt lilja af blakkri rót. dþ. Dæmdir elskendur Framh. af bls. 7. erfiðleika á öllu svæðinu milli Oman og Jemen." Kristniboðinn rumdi. Stjórn- spekin enn! Öllu varð að fórna tilað komast hjá erfiðleikum. Grant var dæmigerður fyrir þá opinberu ensku embættismenn, sem skipta við þá innfæddu. Án hjálpar Grants gæti hann ekkert gert. En hann átti sín- um skyldum að gegna sem maður og kristniboði. Hann vék sér að Abdúl Kan. ,.Ég verð að fá að sjá þessi börn áður en þau deyja. Ég — ég mun biðja fyrir þeim til þess guðs, er ég trúi á.“ Arabinn hikaði eitt andar- tak, en svo laut hann höfðú „Jafnvel bænir vantrúarmanns eru til góðs, svo fremi þær komi frá hjartanu," sagði hann. „Fylgið mér, Sahíb.“ Þeir gengu úr tjaldinu útí dýrð Hadramaútnæturinnar. DiVkan var mjög þögul. Það var einsog jafnvel næturfugl- arnir og krikketturnar þegðu í virðingarskyni við nálægð dauðans. Hin ákærðu voru geymd í kofa, sem tveir vopnaðir menn stóðu vörð um. Það skrjáfaði í stráum og glamraði í keðjum þegar dyrunum var lokið upp. Mr. Tomlinson sá þau í skini eldingarlampans, sem annar varðmannanna hélt á. Súleika svaf í örmum elskhuga síns og hafði þrýst andlitinu að brjósti hans. Litlu nöktu fæt- urnir hennar voru svartir af

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.