Fréttablaðið - 21.08.2009, Side 12

Fréttablaðið - 21.08.2009, Side 12
12 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR Sterk staða grunnþjónustu heilbrigðiskerfa, svo sem heimilislækningar, er líkleg til að spara peninga þegar til langs tíma er litið. Eins er líklegt til árangurs að útiloka ekki einstakar leiðir innan heilbrigðiskerfisins og einkarekstur getur verið hagfelld leið fyrir samfé- lagið. Norrænir heilsuhagfræðingar sitja nú ráðstefnu í Reykjavík í sam- starfi Háskóla Íslands og Landspít- alans. Um er að ræða þrítugustu ráðstefnu Nordic Health Econ- omists’ Study Group (NHESG). Umfjöllunarefni ráðstefnunnar eru af margvíslegum toga sem varða þetta sértæka svið hagfræðinn- ar en vekur kannski frekar áhuga leikmanna í fræðunum í ljósi þess gríðarlega verkefnis sem íslensk heilbrigðisyfirvöld standa frammi fyrir. Aldrei hefur það skipt meira máli en nú að ræða kosti og galla þeirra möguleika sem í boði eru og varða óumflýjanlegan niðurskurð innan íslenska heilbrigðiskerfisins þar sem einblínt er á að skerðing þjónustu verði lítil. Tor Iversen, prófessor í heilsu- hagfræði, er einn þeirra sem sitja ráðstefnuna. Hann er einn forgöngumanna rannsóknapró- gramms á vegum Óslóarháskóla í heilsuhagfræði og frá 2006 hefur hann leitt rannsóknastarfið. Hvað getum við lært af öðrum? Það er nærtækt að spyrja Tor um hvort hægt sé að finna dæmi frá öðrum löndum sem lent hafa í kreppu sem Íslendingar geti lært af. „Það er erfitt að meta hvort minna fjármagn þurfi að þýða skerta þjónustu. Innan heilbrigðis- kerfa margra landa eru heilbrigðis- starfsmenn uppteknir af því að finna nýjar leiðir til sparnaðar. Koma þá fyrst upp í hugann leið- ir til að framkvæma tilteknar aðgerðir með minni tilkostnaði eða að aðlaga skipulag heilbrigðis- stofnana breyttum aðstæðum. Ég held að sambandið á milli grunn- þjónustunnar og sérfræðiþjónust- unnar sé mikilvægt í þessu sam- bandi. Í Noregi er strangt tiltekið nauðsynlegt að hafa tilvísun frá heimilislækni til að geta leitað til sérfræðings. Ég held að til greina komi að innleiða strangara kerfi á Íslandi hvað þetta varðar en hér viðgengst í augnablikinu.“ Tor telur að Íslendingar gætu lagt meiri áherslu á grunnþjón- ustuna en á sérfræðilækningar. „Það gæti reynst sársaukafullt fyrir sérfræðingana en ef þetta kemur til greina hér á landi þá ætti tímapunkturinn að vera rétt- ur nú. Ástæðan er að samúðin með þeim sem hafa há laun í krafti sér- þekkingar sinnar er minni nú en áður.“ Atgervisflótti Nú þegar rætt er um hugsan- lega lækkun launa hjá opinberum starfsmönnum, óháð því hvar þeir starfa er nærtækt að spyrja hvort það þýði að hér verði atgervis- flótti á meðal íslensks heilbrigðis- starfsfólks. „Það þarf ekki að vera. Hvort læknar fara af landi brott til að sækja töpuð gæði snýst um það hversu sterkum böndum hver og einn binst landi og þjóð. Einnig því hversu gott viðkomandi lækn- ir hefur það fyrir og eftir slíka breytingu.“ Grunnþjónusta Tor er sérfræðingur í norska heil- brigðiskerfinu og spurður um hvað Íslendingar geti lært þegar horft er til frænda okkar, gerir hann að umtalsefni að líkt og hér, sé tekist á um uppbyggingu norska kerfis- ins. „Stjórnvöld hafa nýlega birt hvítbók um heilbrigðiskerfið og þar kemur fram að stjórnvöld telja að áherslan sé of mikil á sérfræði- þjónustu. Kostnaður vegna sér- fræðiþjónustu hefur aukist umtals- vert í Noregi á undanförnum árum og það hefur ekki verið mikil fjölg- un þeirra sem sinna grunnþjónust- unni. Því er rætt um leiðir til að ná jafnvægi á ný á milli þessarar skyldu en ólíku þjónustu.“ Líkt og hér eru Norðmenn skráð- ir hjá tilteknum heimilislækni en hver og einn læknir hefur þó mun færri sjúklinga á sinni könnu, eða um 1.250 að meðaltali. Hérlend- is er algengt að heimilislæknar sinni fimmtán til sautján hundruð manns. Þúsundir manna hérlendis eru reyndar án heimilislæknis og langur biðtími hefur gert það að verkum að sífellt fleiri sækja þjón- ustu á kvöldin eða um helgar þar sem bráðaþjónusta er í boði. Áþekkur vandi „Í Noregi stefna stjórnvöld að því að fækka sjúklingum sem skráð- ir eru hjá hverjum lækni niður í þúsund að hámarki,“ segir Tor. „Ástæðan er að vilji stendur til að þeir sinni öðrum verkefnum, til dæmis sjúklingum með krón- íska sjúkdóma. Hugsunin er sú að læknirinn gefi hverjum sjúklingi meiri tíma og til þess þurfi hann að fækka sjúklingum á skrá. Þetta er mjög umdeilt á meðal lækna og lítil umræða hefur farið fram meðal almennings um kosti þessa og galla.“ Hvernig stjórnvöld hafa hugs- að sér að koma þessari breytingu á, er óleyst, segir Tor. Í hvítbók stjórnvalda hafi ekki verið farið nákvæmlega í saumana á þeim breytingaaðgerðum sem þau telji æskileg. „Mig grunar að það hafi ekki verið tilviljun sökum þess hversu umdeildar allar breyting- ar innan heilbrigðiskerfisins eru. Ef stjórnvöld hefðu útfært sínar hugmyndir nákvæmar hefði það skapað umræðu í samfélaginu um hvað skiptir máli.“ Tor segir að töluverður munur sé vissulega á milli heilbrigðiskerfa norrænu ríkjanna en þar megi finna svipuð vandamál í grunn- þjónustunni. „Það er horft til þess að stétt heimilislækna í Noregi og Danmörku er að eldast og nýlið- un er ekki nægilega mikil. Þetta mun vera tilfellið hér einnig. Ólíkt Noregi telja dönsk stjórnvöld hins vegar æskilegt að fjölga sjúkling- um á hvern heimilislækni til að leysa vanda innan heilsugæslunn- ar. Þar er hugsunin að aðrir heil- brigðisstarfsmenn, eins og hjúkr- unarfræðingar, taki að sér verk sem læknar hafa sinnt til þessa.“ Þegar grunnþjónusta er rædd er niðurstaða Tors að Íslending- ar ættu jafnvel að einbeita sér að styrkingu grunnþjónustunnar sem gæti reynst hagkvæmt þegar upp er staðið. Einkarekstur Einkarekstur á heilbrigðissviði hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Þar er tekist á um réttmæti einkareksturs og hvort hann skili betri þjónustu eða sé einfaldlega ódýrari þegar allt er tekið saman. Tor telur nauðsynlegt að stjórn- völd nálgist þetta viðfangsefni með opnum huga. „Ég er almennt ekki á móti hugmyndinni um einka- framtak í heilbrigðisþjónustu. Ég tel mikilvægt að hafa sterkt almannatryggingakerfi þar sem einkaframtakið getur gert samn- inga um að leysa af hendi viss verkefni. Kannski ekki síst til að skapa svolitla samkeppni. Það er þó mikilvægt að stjórnvöld ráði ferðinni og leiti sífellt hagkvæmra leiða innan kerfisins. Einkarekstur innan heilbrigðiskerfa getur leitt til meiri hagkvæmni í rekstri þess opinbera. Þetta er þó háð því um hvaða þjónustu er að ræða.“ FRÉTTAVIÐTAL: Tor Iversen Byggja skal á sterkum grunni TOR IVERSEN Er prófessor í heilsuhagfræði og einn hvatamanna um heilsuhagfræðilegar rannsóknir við Óslóarháskóla. Hann hefur stjórnað þeim rannsóknum frá árinu 2006. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Heilsuhagfræðin nær meðal annars til rannsókna á fjármögnun heilbrigðiskerfisins og heilbrigðis- trygginga, rannsókna á eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu, rann- sókna á markaðsaðstæðum og markaðsbrestum er varða þessa þjónustu, hagkvæmasta magni bólusetninga fyrir samfélagið, mun á einkareknum og ríkisrekn- um heilbrigðiskerfum, stærðar- hagkvæmni sjúkrahúsa, áhrifum breyttrar aldurssamsetningar þjóða á heilbrigðisútgjöld. Heilsuhagfræðingar rannsaka einnig samfélagslega áhrifavalda heilbrigðis, til dæmis offitu, orsök hennar og afleiðingar, til dæmis á vinnumarkaði, lífeyrissjóðsmál og tryggingamál. Ýmis áhættuhegðun hefur einnig verið heilsuhagfræð- ingum hugleikin á umliðnum árum. Mikilvægt er hvað varðar forvarnir í fíkniefnamálum að kunna góð skil á því hvernig einstaklingar bregðast við breyttu umhverfi og hvers konar opinberar ráðstafanir eru líklegast- ar til þess að hafa áhrif á hegðun einstaklinga. Mikilvægt er að rannsóknir á sviði heilsuhagfræði liggi fyrir áður en spítalar eru sameinaðir, aðgerðir eru ákveðnar á tilteknum sviðum lífvísinda, ráðist er í stefnumótun um reykingabönn og svona mætti lengi telja. Heimild: Tinna Laufey Ásgeirs- dóttir, aðstoðarprófessor við hag- fræðideild Háskóla Íslands. VIÐFANGSEFNI HEILSUHAGFRÆÐINNAR FRÉTTAVIÐTAL SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is Innan heilbrigðiskerfa margra landa eru heil- brigðisstarfsmenn uppteknir af því að finna nýjar leiðir til sparn- aðar. Koma þá fyrst upp í hugann leiðir til að framkvæma tilteknar aðgerðir með minni tilkostnaði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.