Fréttablaðið - 21.08.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 21.08.2009, Síða 18
18 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Þorsteinn Hilmarsson skrifar um rekstur Kárahnjúkavirkjunar Ólafur S. Andrésson setti fram heimilis- bókhald Kárahnjúka- virkjunar í Fréttablaðinu nýlega. Þetta gerir hann ugglaust af góðum vilja og bestu getu en þó gætir misskilnings og ónákvæmni í meðferð forsendna sem veldur því að útkoman stemm- ir engan veginn við veruleikann. Hann gefur sér forsendur að sögn byggðar á ársskýrslu Landsvirkj- unar 2008 en árskýrsla fyrirtæk- is getur ekki verið forsenda fyrir arðsemisútreikningi á einstökum rekstrareiningum. Það gildir um heimilisbókhald eins og annað bókhald að forsendur þurfa að vera réttar til þess að útkoman verði marktæk. Niðurstaða Ólafs um að árstekjur af orkusölu frá Kárahnjúkavirkjun þurfi að vera a.m.k. 190 milljónir USD skýtur langt yfir markið. Rangar forsendur Af villum í forsendum í bók- haldi Ólafs má nefna að hann telur rekstrarkostnað virkjun- arinnar nema um 2% af stofn- kostnaði árlega, það er í hróp- andi mótsögn við ársskýrsluna. Rekstrarkostnaðurinn er 0,5% eða um 780 milljónir króna á ári skv. skýrslu Landsvirkjunar um arð- semi virkjunarinnar sem nálgast má á netinu. Meðalafskriftatími mannvirkjanna er einnig lengri en Ólafur gerir ráð fyrir þar sem yfirgnæfandi hlutfall stofnkostn- aðar er vegna stíflna og jarð- ganga sem afskrifast á 60 árum. Þá reiknar Ólafur stofnkostnaðinn sem 2,4 milljarða USD en rétt er að hann er tæpur 2,1 milljarður. Stærsta villa Ólafs í stofnkostn- aðarútreikningunum virðist mér vera að hann bætir vöxtum á framkvæmdatíma ofan á tölur sem þegar innihalda þá vexti. Vangaveltur Ólafs um vaxtagjöld og tekjur af Kárahnjúkavirkjun eru óljósar. Hann virðist skoða punktstöðu frek- ar en lengra tímabil. Mat Ólafs á tekjum af orkusölu eru allt að 40% lægri en útreikningar hagfræðistofnunar HÍ í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir iðnaðarráðuneytið. Traustur rekstur Af ársreikningum Landsvirkj- unar má lesa að um langan tíma hefur fyrirtækið skilað verulegu fé frá rekstri ár hvert til þess að greiða niður skuldir eða fjárfesta í nýjum mannvirkjum. Þetta eru upphæðir sem taldar eru í tug- milljörðum króna. Eigið fé Lands- virkjunar hefur vaxið verulega á undanförnum árum, bæði vegna þess að reksturinn stendur undir sér og vegna þess að ný alþjóðleg reikningsskil sem lögleidd voru hérlendis draga fram betur en áður þau verðmæti sem fólgin eru í fyr- irtækinu. Eiginfjárhlutfall nú er álíka og þegar fjárfestingar hóf- ust í Kárahnjúkavirkjun. Rekstur Kárahnjúkavirkjun- ar hefur skilað verulegu fé í sjóði fyrirtækisins undanfarin miss- eri. Ekkert bendir til annars en að bygging Kárahnjúkavirkjunar og orkusalan til Fjarðaáls standist þær væntingar um arðsemi sem lagt var upp með. Stefán Svavarsson birti grein í Morgunblaðinu 16. mars sl. Hann er einn virtasti fræðimaður á sviði endurskoðunar í landinu og ekki ætti heimilisbókhaldið að vefjast fyrir honum. Hann fjallar þar um ársreikninga Landsvirkjunar 2008 og undirstrikar að staða fyrirtæk- isins sé traust þrátt fyrir rekstrar- tap. Hann bendir á eftirfarandi: „Sé miðað við skuldir í árslok 2008 má reikna út, að reksturinn gæti greitt upp allar skuldir á 16 árum eða svo að því gefnu að fjárfesting verði engin og rekstur gangi eins fyrir sig á næstu árum og hann gerði á árinu 2008. Varla bendir það til að fjárhagur félagsins standi á brauð- fótum, eins og sumir hafa þó haldið fram, en er auðvitað fráleitt mat á fjárhag þess.“ 7% umfram áætlun Ólafur telur að virkjunin hafi farið 50% fram úr kostnaðará- ætlun á byggingartíma en þá kýs hann að flytja stofnkostnaðinn yfir í dollara. Eins og komið hefur fram var verkefnið unnið á grundvelli áætlana í krónum og gengisbreyt- ingar gagnvart dollar eru ekki mælikvarði á hversu vel tókst að halda áætlun. Hið rétta er eins og fram hefur komið m.a. í skýrslu til Alþingis að kostnaður fór 7% fram úr áætlun. Raunar framleiðir virkj- unin um 7% meira rafmagn en hönnunin gerði ráð fyrir og Fjarða- ál kaupir um 7% umfram þá orku sem Ólafur reiknar með. Skattlagning óþörf Helsta lausn Ólafs á þeim halla sem hann ranglega sér í heimilis- bókhaldi Kárahnjúkavirkjunar er býsna skondin, en það er að leggja skatt á selda raforku til að endur- reisa efnahag þjóðarinnar. Ekki verður fjallað um þá skoðun hér en áréttað að Landsvirkjun stendur fjárhagslega styrkum fótum og því er engin ástæða til að hrella orku- kaupendur með nýjum álögum. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar. UMRÆÐAN Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um samvinnu borgar- búa og borgaryfirvalda Þátttaka íbúa er smám saman að verða skipulagður þáttur í ákvörðunum í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. Fullyrða má að oftast þegar hagsmunaaðilar og íbúar taka þátt verður endanleg ákvörðun betri og ástæður ákvörð- unar skýrari. Borgaryfirvöld eiga þess vegna að vinna markvisst betur með íbúum Reykjavíkur í umhverf- is- og skipulagsmálum. Umhverfis- og sam- göngusvið sér um og skipu- leggur yfir 150 opin leik- svæði. Þetta er mikill fjöldi svæða, jafnvel það mikill að erfitt er að tryggja að leikvellirnir séu vel nýttir og bjóði upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir börn og fullorðna. Þetta er fjár- frekt verkefni sem krefst mikils mannafla og mikilla fjárfestinga á hverju ári. Oftar en ekki fer svo að lágmarksvinna fer í marga leikvellina og íbúar telja samt ekkert hafa verið gert. Eitt af fjöl- mörgum spennandi grænum skref- um borgarinnar á árinu er að hefja vinnu við leikjastefnu (e. play strategy) borgarinnar sem miðar að því að vinna með íbúum að skipulagi og nýtingu þessara svæða til leikja og útivistar. Á 223 ára afmæli Reykja- víkurborgar síðasta þriðju- dag fékk borgin skemmti- lega gjöf frá íbúum í Vesturbænum. Um er að ræða þróunarverkefni íbúa og umhverfis- og samgöngusviðs sem felur í sér að Grímur, nýstofn- að vináttufélag leikvallarins við Lynghaga, taki leikvöllinn í fóstur. Fóstrun garða og leikvalla er vel þekkt samstarf íbúa og borgaryfir- valda erlendis og er spennandi nýj- ung hér. Samstarfið felur í sér að íbúar, hverfaráð og umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar skipta með sér verkum og vinna sameigin- lega að því að leikvellirnir í þessu tilfelli nýtist sem best. Verkefni eins og þetta eiga von- andi eftir að verða fleiri og falla afar vel að einu af markmiðum Reykja- víkurborgar í átt að því að borg- arbúar verði virkir þátttakendur í umhverfismálum og mótun borg- arinnar. Kostirnir eru ótalmargir; íbúar tengjast í gegnum sameigin- legt verkefni, skoðanir þeirra sem nýta sér útivistarsvæðin komast til skila á skilvirkan hátt og reiturinn verður stolt íbúanna. Að auki hafa svona verkefni bein áhrif á íbúa- lýðræði og upplýstari umræðu um í hvað og hvernig dýrmætu skattfé borgarbúa er varið. Höfundur er borgarfulltrúi. Íbúar fóstra leikvöll UMRÆÐAN Karin Erna Elmars- dóttir skrifar um umferðaröryggi Í byrjun maí stóðu Umferðarstofa og Slysa- varnafélagið Landsbjörg fyrir könnun á öryggi leik- skólabarna í bílum. Könn- unin var gerð við 60 leikskóla víða um land og öryggisbúnaður 2.147 barna kannaður. Þessi könnun hefur verið gerð árlega frá 1996 og fyrstu árin voru niðurstöður væg- ast sagt óásættanlegar en ljóst er að orðið hefur hugarfarsbreyting í þessum efnum. Þegar skoðuð er þróun mála kemur í ljós að tilfell- um þar sem enginn búnaður er not- aður hefur fækkað mikið, nánar til- tekið úr 28% árið 1996 í 3% í ár. Svipaður fjöldi barna er nú og í fyrra í ófullnægjandi búnaði þ.e. í engum eða aðeins með öryggis- belti. Í fyrra 14,2% en 12,8% í ár. Því reyndust nú 87,2% barna vera í viðeigandi öryggisbúnaði í bíl á leið til leikskóla. Aðrar niðurstöður í ár eru: ■ Einungis 7,9% barnabílstóla voru bakvísandi. ■ Notkun ökumanna á bílbeltum var einnig könnuð og að þessu sinni voru 15,8% ökumanna án beltis. Þetta er verri útkoma en í fyrra en þá voru 13,4% öku- manna án beltis. ■ Fylgni er á milli þess hvort öku- menn noti bílbelti og hvort börn séu í öryggisbúnaði. Þar sem ökumenn notuðu ekki belti voru 12,7% barna ekki í öryggisbún- aði, en í 1,4% tilfella þar sem belti ökumanna var spennt. ■ Ástandið í þessum efnum reynd- ist vera best á Fáskrúðsfirði, Vopnafirði, Akureyri og á Bíldudal, en af sveitar- félögum á höfuðborgar- svæðinu komu Seltjarn- arnes og Mosfellsbær best út. Bílstjórar og foreldrar ættu að hafa það í huga að barn undir 18 kg er mun betur varið í bakvísandi stól en framvísandi ef bíll- inn lendir í árekstri. Höfuð barns á þessum aldri er hlutfalls- lega stærra og þyngra en höfuð eldra barns og hálsliðir ekki full- þroskaðir. Snúi barnið fram er lík- legra að það hljóti alvarlega áverka í árekstri. Öryggisbelti er ekki full- nægjandi búnaður fyrir barn sem er undir 36 kg. Bílbeltið getur veitt barni undir 36 kg alvarlega áverka í kviðarholi lendi það í árekstri. Ástæðan er sú að beinagrindin er ekki orðin nægilega þroskuð til að öryggisbeltið sitji rétt. Þá má barn lægra en 150 cm á hæð ekki sitja í framsæti bifreiðar sem búin er uppblásanlegum öryggispúða fyrir framan sætið. Höggið sem öryggis- púðinn gefur þegar hann springur út getur leitt barn til dauða þó hann veiti fullorðnum öryggi. Umferðarstofa og Landsbjörg hvetja foreldra og forráðamenn að tryggja það að börnin þeirra séu í öruggum og viðeigandi öryggis- búnaði. Það er ekkert sem heitir að aka stutt og þá sé í lagi að vera án öryggisbúnaðar eða án þess að hafa beltin spennt. Alvarleg slys gerast líka á stuttum vegalengdum og börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Foreldrar eru fyrirmyndir og eiga því alltaf að vera með belt- ið spennt og eiga að sjálfsögðu að spenna börnin sína líka, alltaf. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu. Er barnið þitt örugglega öruggt? KARIN ERNA ELMARSDÓTTIR ÞORBJÖRG HELGA VIGNISDÓTTIR Samstarfið felur í sér að íbúar, hverfaráð og umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar skipta með sér verkum og vinna sameiginlega að því að leikvellirnir í þessu tilfelli nýtist sem best. ÞORSTEINN HILMARSSON Af heimilisbókhaldi Ekkert bendir til annars en að bygging Kárahnjúkavirkjunar og orkusalan til Fjarðaáls standist þær væntingar um arðsemi sem lagt var upp með. UMRÆÐAN Benedikt Guðmunds- son skrifar um bæjar- mál í Kópavogi Vegur sannleikans getur verið vandrat- aður. Það er að sannast rækilega á Flosa Eiríks- syni, bæjarfulltrúa Sam- fylkingarinnar í Kópavogi. Hann, ásamt þeim Jóni Júlíussyni, flokksbróður sínum, og Ómari Stefánssyni, oddvita framsóknar- manna, hefur eins og kunnugt er bent fingri á Gunnar I. Birgisson og þáverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópa- vogsbæjar og ásakað um að hafa logið að þeim um málefni LSK. Nú á dögunum ítrekaði Flosi við fjöl- miðla að hann sæi ekki ástæðu til að víkja sæti meðan hann sætti lögreglurannsókn af því að það hefði verið logið að sér. Þetta er athyglisverð afstaða. Gunnar I. Birgisson vék strax úr sæti bæj- arfulltrúa eftir að í ljós kom að mál LSK sætti lög- reglurannsókn. Hinir þrír sitja sem fastast. Þá vaknar spurning- in, hver laug að Flosa og hverju? Það hefur komið fram m.a. í ítarlegri grein í Morgunblaðinu 27. júní að þáverandi fram- kvæmdastjóri LSK sendi öllum stjórnarmönnum pósta um stöðu mála. Í póstun- um kom skýrt fram að sjóðurinn hafði aukið lán til Kópavogsbæj- ar nokkrum dögum eftir að stöðu- yfirlit var sent FME og jafnframt sagt að sú upphæð hefði ekki komið fram á því yfirliti. Flosi og Ómar tóku virkan þátt í póstsam- skiptunum og geta ekki skýlt sér bak við að hafa ekki vitað um þau eða þekkt staðreyndir málsins. Flosi og félagar hafa margítrekað lýst yfir að þetta hafi verið dulið fyrir þeim og, svo notuð séu orð Flosa, logið að þeim. Þetta stenst einfaldlega ekki skoðun, þeir vissu allt um málið. Ef Flosi hefði sagt að hann hefði ekki skilið það sem fram fór í stjórn LSK og sagt að sér þætti óréttlátt að hann tæki ábyrgð á einhverju sem hann fattaði ekk- ert í hefði með góðum vilja mátt sjá gegnum fingur við hann. Það hefði þó verið langsótt í ljósi þess að Flosi starfar hjá virtri endur- skoðunarskrifstofu og ætti að hafa góðan skilning á svona mál- efnum. En það gerði Flosi ekki. Hann sakaði aðra um að hafa logið að sér og hann þyrfti því ekki að stíga til hliðar. Búið er að sýna fram á að þeir félagar fengu allar upplýs- ingar og vissu klárlega um stöðu mála. Það er því ekki ósanngjörn krafa þegar Flosi stagast þráfald- lega á því að logið hafi verið að honum að hann sýni fram á með óyggjandi hætti að eitthvað sé á bak við þær fullyrðingar annað en ósk um að fría sjálfan sig ábyrgð. Flosi, hverju var logið að þér og hver laug því? Höfundur er sölustjóri. Hver laug að Flosa? BENEDIKT GUÐMUNDSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.