Fréttablaðið - 21.08.2009, Side 23

Fréttablaðið - 21.08.2009, Side 23
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Ég gerði Pabellón, sem er venesúleskur þjóðarréttur,“ segir Valenttina Griffin, stjórnarmað- ur í Venezuela félaginu á Íslandi. „Hann er skemmtilegur vegna þess að við notum nautakjöt, svart- ar baunir, steikt plantain og hvít hrísgrjón þannig að hann saman- stendur af fjórum ólíkum þátt- um.“ Valenttina hefur búið á Íslandi í tæp fimm ár og segist oft gera Pabellón hér á landi. „Í Venesúela er þessi réttur eins og soðinn fisk- ur með kartöflum á Íslandi. Þetta er bara venjulegur réttur heima hjá okkur,“ segir Valenttina. „Það er hægt að finna öll hráefnin í hann hér á landi. Við venesúleska fólkið á Íslandi gerum réttinn oft þegar við hittumst,“ upplýsir Val- enttina og segir félagslífið í Venez- uela félaginu gott. Valenttina segir mikla matar- hefð í Venesúela. „Fólkið þar er alltaf að elda og finna upp á ein- hverju nýju,“ útskýrir hún. „Mat- urinn okkar er kryddaður og litrík- ur. Við notum líka fullt af hlutum í matargerðina sem ekki eru til á Íslandi. Mér finnst samt maturinn á Íslandi mjög góður. Ég elska til dæmis flatbrauð og hangikjöt.“ martaf@frettabladid.is Elskar íslenskt flatbrauð Valenttina Griffin er frá Venesúela og finnst íslenskur matur mjög góður. Hún gerir oft venesúleskan þjóðarrétt sem er að sögn hennar heimilismatur líkt og fiskur og kartöflur fyrir okkur Íslendinga. 1 kg nautasíða, Carne Mechada Einn stór laukur Ein dós tómatar í bitum, u.þ.b. 400 g Ein stór rauð paprika 50 g steinselja 4 hvítlauksgeirar Salt og pipar eftir smekk Skerið nautakjötið í bita og sjóðið í tuttugu mínútur með tveimur stöppuðum hvítlauks- geirum og smá salti. Látið kjötið kólna og rífið svo í tægjur. Skerið laukinn og paprikuna og steikið með restinni af hvít- lauknum í olíu í djúpri pönnu. Bætið kjötinu út í áður en laukurinn verður brúnn. Bætið tómötunum við eftir að kjötið hefur steikst í nokkrar mínútur og látið allt malla við lágan hita í tuttugu mínútur. Svartar baunir, Cara- otas Negras 1 kg svartar baunir 1 stk. stór laukur 1 stk. stór rauð paprika 2 hvítlauksgeirar 50 g steinselja 4 msk. sykur Látið svörtu baunirnar liggja í köldu vatni í klukkutíma og hreinsið þær. Sjóðið baunirnar þangað til þær verða mjúkar í um það bil eina klukkustund. Saxið laukinn, papr- ikuna og steinseljuna niður. Bræðið sykurinn á pönnu við lágan hita og bætið lauknum, paprikunni og stein- seljunni út í þegar hann er allur bráðnaður. Bætið svo hvítlaukn- um út í og steikið í stutta stund áður en öllu er blandað saman við baunirnar og látið malla við lágan hita í 25 mínútur. Steikt plantain 2 til 3 stórar plantain Nóg af kornolíu til að steikja upp úr. Skerið plantain í þunnar sneiðar og steikið í olíu þar til þær verða brúnar báðum megin. Borið fram með soðnum hrísgrjónum. PABELLÓN FYRIR 6 Valenttina segir mat í Venesúela litríkan og fullan af kryddi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R GLEÐIORG verður við Óðinstorg á Menningarnótt frá 14 til 22. Fram koma landsþekktir skemmtikraftar á borð við Ragnheiði Gröndal og Lay Low. Hátíðin er haldin til styrktar söfnunarátakinu Á rás fyrir Grensás. Brauðbær og Súkkulaði og rósir verða með veitingatjald á torginu. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin g b ro t frábært fl ugeldaútsýni til Reykjavíkurhafnar og næg bílastæði Perlan býður ykkur velkomin á menningarnótt. Hefjið menningarröltið á belgískum vöfflum á 4. hæð Perlunnar eða njótið flugeldanna frá höfninni yfir 4ra rétta kvöldverði á veitingastaðnum á 5. hæð. Hjá Perlunni eru næg bílastæði! Gjafabréf Pe rlunnar Góð tækifæ risgjöf! 4ra rétta tilboð · Reykt önd með fíkjum, valhnetum og rauðvínsgljáa · · Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · * E Ð A * · Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar · · Skyr „Tonka crème brûlée“ með karamelluís · 6.890 kr. Með sérvöldu víni með hverjum rétti: 10.990 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.