Fréttablaðið - 21.08.2009, Síða 26
2 föstudagur 21. ágúst
núna
✽ hönnun og hundar
augnablikið
Ritstjórn: Anna Margrét BjörnssonÚtgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Sími : 568 5305 • Grandagarði 5
Opið v i rka daga
900 - 1800
Tilraunarokk
Það er ýmislegt áhugavert á döfinni
á Menningarnótt. Töffarinn Krummi
kenndur við Mínus mun verða
með tónlistargjörning á Kaffi Kúlt-
úra. Kappinn verður í félagsskap
Orrustubjarka og saman munu
þeir verða með eins konar tilrauna-
kennt hljóðverk klukkan fjögur um
daginn.
Flutt til Hafnar
Fatahönnuðurinn
Hera Harðardóttir er
flutt aftur til Dan-
merkur þar sem
henni leist ekki
nógu vel á Ísland
í kreppuástandinu.
Unnusti hennar,
Hugleikur Dags-
son, varð eftir á
klakanum en hann
var einmitt að gefa
út nýja bók um ein-
eygða köttinn Kisa
og ástandið.
Hætt hjá Gyllta
Stílistinn Ása Ottesen
hefur sagt skilið við
verslunina Gyllta kött-
inn í Aðalstræti. Ása
hefur stýrt versl-
uninni með
glæsibrag
undanfarin ár en
ætlar nú að setj-
ast á skólabekk.
þetta
HELST
„Ég hef elskað hunda frá því að
ég eignaðist minn fyrsta hund,
Schäfer-tík, þegar ég var tólf ára,“
útskýrir Daníel Hinriksson, hár-
greiðslumaður á Senter. Daníel og
Svavar Örn sambýlismaður hans
eiga þrjá hunda af ólíkum kynjum
en Daníel mun sýna tvo þeirra um
helgina á sýningu Hundaræktar-
félags Íslands í Reiðhöllinni. „Ég
er að sýna chihuahua- og poodle-
hundana mína ásamt áströlskum
fjárhundi sem ég sýni fyrir vin-
konu mína. Ég fékk mér fyrsta chi-
huahua-hundinn minn fyrir um
tíu árum og hef alltaf verið ein-
staklega hrifinn af því kyni.“ Að-
spurður segir Daníel nýlegt æði
fyrir chihuahua-hundum frek-
ar hafa skemmt fyrir hundun-
um á síðustu árum. „Það er aldrei
gott þegar eitt kyn verður svona
vinsælt, þá fara allt of margir að
reyna að rækta þá og það skemm-
ir fyrir. En þessir hundar eru af-
skaplega sjálfstæðir, vökulir og
leikglaðir. Þeir eru stórir hundar í
litlum líkama.“ Í ár heldur Hunda-
ræktarfélag Íslands upp á 40 ára
afmæli sitt og því verður sýning-
in tvíþætt og stendur yfir bæði
laugardag og sunnudag. „ Ég hvet
alla til að kíkja upp í Reiðhöll og
skoða hundana því að bæði ungir
og aldnir munu hafa gaman af.“
- amb
STEFÁN SVAN VERSLUNARSTJÓRI
Á föstudaginn ætla ég að snæða á Segurmo eftir vinnu áður en heim er haldið í
rólegheita-skrall. Á laugardaginn ætla ég að vinna í GK þar sem að Signý Kolbeins
er að opna sýningu í tilefni Menningarnætur og svo eru nokkur afmæli á dagskránni
plús nautakjöts bernaissósu dinner í góðra vina hópi.
SÆTAR MÆÐGUR Fyrirsætan Kate
Moss spókaði sig í hitanum í Saint-
Tropez í Suður-Frakklandi í síðustu
viku ásamt dóttur sinni Lilu Grace.
Þ etta eru alls kyns verk sem ég ætla að sýna, teikning-
ar, málverk og ljósmyndir. Svo
blanda ég þessu öllu saman í
sumum verkum mínum,“ segir
myndlistarkonan Regína María
Árnadóttir, sem ætlar að leggja
tískuverslunina Einveru á Lauga-
vegi 35 undir sig og verkin sín á
Menningarnótt.
Margar mynda Regínu tengjast
á einn eða annan hátt leikaranum
Mickey Rourke, sem Regína segir
sína helstu uppsprettu ástríðu og
innblásturs. „Ef einhver veit sím-
ann hjá honum má sá hinn
sami láta mig vita. Ég er allt-
af að leita að honum.“
Verkin hefur Regína unnið
á undanförnum árum, sam-
hliða námi sínu í grafískri
hönnun við listaháskólann Par-
sons í New York. Meðfram nám-
inu hefur hún gegnt lærlingastöð-
um, annars vegar hjá vefritinu The
Contributing Editor og hjá hinu
þekkta tískutímariti V Maga-zine.
„Ég var að vinna við vefsíðuna hjá
þeim, meðal annars að vinna með
tískuþættina þeirra. Þetta er heill-
andi heimur en þarna er ekkert
gefið eftir, unnið endalaust og allir
með hugann við framann. Ég þarf
að gera það upp við mig hvort ég
ætla að fórna mér í þennan heim,
hvort ég ætli að verða framakona
eða listamaður.“ -hhs
Regína María Árnadóttir, myndlistarkona og nemi í grafískri hönnun:
SÆKIR INNBLÁSTUR Í
MICKEY ROURKE
Lærir í Parsons Myndlistarkonan Regína María Árnadóttir við eitt af verkunum sem verða til sýnis í tískuversluninni Einveru á
Menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Danni á Sentrum með hundadellu:
Sýnir þrjá ólíka
hunda um helgina
Glæsileg hundaræktarsýning um
helgina Daníel ásamt hundunum sínum.
helgin
MÍN