Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.08.2009, Blaðsíða 30
6 föstudagur 21. ágúst núna ✽ tíska og fegurð Getur þú lýst þínum stíl? Er maður sjálfur ekki sinn harðasti gagnrýnandi? Ég er rosalega hrifin af látlausum, smekklegum stíl sem endist. Hvað dreymir þig um að eignast þessa stundina? Far- miða til útlanda. Myndi taka það fram yfir hvaða flík sem er akk- úrat núna. Hvað keyptir þú þér síðast? Það er komið svo langt síðan að ég er ekki alveg viss, minnir að það hafi verið Cheap Monday- buxur í Kolaportinu, góð kaup. Uppáhaldsverslun? Ætli það sé ekki Kolaportið og alls kyns fata og flóamarkaðir hér og er- lendis. Það er frábært að skoða föt og hluti sem hafa haft til- finningalegt gildi fyrir fólk, og sjá síðan hvað það er tilbúið að verðleggja minningar sínar á. Uppáhaldsfatamerki? Mér finnst mörg merki skemmtileg, ég er svolítið skotin í Fifth Av- enue Shoe Repair og síðan er það öll þessi íslenska hönnun sem er alveg yndisleg eins og ELM, Steinunn, Farmers Mark- et og ungir upprennandi hönnuð- ir sem ég hlakka til að sjá meira frá. Finnst þér merki á fötun- um skipta máli? Nei, en ég reyni hins vegar að kaupa mér föt sem eru vönduð. Ætli það skipti ekki mestu máli að fötin klæði mann og að manni líði vel í þeim. Það væri synd að eyða fúlgu fjár í flík sem er merkja- vara ef maður lítur ekki vel út í henni. Eru einhver tískuslys í fata- skápnum þínum? Alveg pott- þétt! En ég reyni að draga ekki athygli að því. Þannig kemst ég upp með það. Í hvað myndir þú aldrei fara? Aldrei segja aldrei, en ég er ánægð með að hafa aldrei farið í Buffalo-skó, mér fannst ég nógu stór fyrir til að þurfa ekki að draga frekari athygli að mér með þeim. Hver er tískufyrirmyndin þín? Mér finnst svo margar ís- lenskar konur klæða sig fallega. Mismunandi stílar hjá fólki sem ég sé úti á götu gefa mér oft hugmyndir. Síðan eru svo marg- ar smekkstelpur í vinkonuhópn- um mínum. Ætli ég taki mér þær ekki helst til fyrirmyndar í þeim efnum. Hvert er skuggalegasta fata- tímabilið þitt? Ég kýs að líta á allt sem á undan er gengið sem prófraun, það að finna sinn stíl er ekki endilega auðvelt. En ég átti litskrúðugt hippatímabil þegar ég var í gaggó. Ætli það sé ekki með því verra. Þrosk- andi, því núna veit ég hvað ég geri ekki aftur. - amb 1. Cheap Monday-gallabuxur keyptar í Kolaportinu, háls- menið er úr Hjálpræðishernum í Bandaríkjunum, og bolinn fékk ég í jólagjöf þegar ég var 13 ára. 2. Þetta hálsmen keypti ég í versluninni Noa Noa úti í Danmörku. 3. Carmen-rúllur. Mamma mín fékk þær í jólagjöf þegar hún var 15 ára. Ég nota þær reglulega í hárið þegar mig langar að breyta til. 4. Húfan mín er úr Farmers Market. 5. Skórnir mínir. Ég keypti þá í Kolaport- inu fyrir nokkrum árum og ég hef farið með þá til skósmiðs fimm sinnum. 6. Gráa kápan. Þessa keypti ég í Kolaportinu. 1 Valdís Thor, ljósmyndari og kynningarstjóri Kimi Records ÉG DÝRKA hluti með sál 3 6 4 2 GOTNESKUR GLAMÚR Stundum er einn fylgihlutur nóg til að breyta heilu dressi. Þessir æðislegu blúnduhanskar frá Patriziu Pepe fást í þremur litum í GK, Laugavegi. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.