Fréttablaðið - 21.08.2009, Page 42
30 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
Samkvæmt bandarísku útvarps-
stöðinni O Radio féll Oprah Win-
frey fyrir rapparanum Jay-Z
þegar hún tók nýlega viðtal
við hann í spjallþætti sínum.
Oprah, sem er 55 ára, segir
rapparann hafa ilmað sér-
staklega vel. „Jay-Z
er nýi besti vinur
minn, hann var
svo sjarmerandi
og indæll. Þegar
hann faðmaði mig festist lyktin
hans á mér og ég gat enn fund-
ið hana þegar við fórum yfir á
næsta tökustað,“ sagði hún
í viðtali við útvarpsstöð-
ina.
Oprah hefur verið
laus og liðug eftir að
sambandi henn-
ar og Stedman
Graham lauk, en
hann var kær-
asti hennar til
langs tíma. Þau
byrjuðu saman
árið 1986 og
höfðu planað að
gifta sig 1992,
en aldrei varð af brúðkaupinu.
Samkvæmt heimildum tímarits-
ins National Enquirer fannst Gra-
ham hann vera lítilsvirt-
ur og flutti út úr íbúð
þeirra Opruh í Chicago
eftir að hún fór í tveggja
vikna lúxussiglingu
með nánum vini sínum,
Gayle King, og skildi
Graham eftir heima.
Bandarískir og breskir
fjölmiðlar héldu því fram í
gær að tveir af einkalækn-
um Michaels Jackson yrðu
færðir í gæsluvarðhald og
hugsanlega kærðir fyrir
aðild að dauða poppgoðsins.
Bandaríska fréttastöðin Fox
News hélt því fram í gær Dr. Con-
rad Murray og Dr. Arnold Klein,
einkalæknar Michaels Jackson,
yrðu handteknir eftir tvær vikur
og að þá yrðu þeir kærðir fyrir
manndráp af gáleysi. Lögreglan í
Los Angeles verst allra frétta en
samkvæmt Fox News hyggst hún
nota næsta hálfa mánuðinn til að
safna saman sönnunargögnum sem
eiga að nægja til að byggja upp mál
gegn Murray og Klein. Þótt krufn-
ing Jacksons hafi ekki verið gerð
opinber þykir mönnum líklegt að
verkjalyfið Propafol, sem er víst í
sterkara lagi, hafi dregið Jackson
til dauða 25. júní. Læknarnir hafi
skrifað upp á lyfið fyrir Jackson og
með því sýnt vítavert gáleysi. Eftir
því sem Fox News kemst næst ber
Klein mun meiri ábyrgð á andláti
poppguðsins en Murray enda var
hann einkalæknir Michaels. Talið
er líklegt að Jackson hafi fengið
hjartaáfall á heimili sínu í Kali-
forníu af völdum verkjalyfsins.
Í gær var síðan samningsdrögum
tryggingafyrirtækisins AEG og
Jacksons lekið á netið. Þar kemur
í ljós að Jackson hafi verið heill
heilsu. Læknar tryggingafélags-
ins gátu ekki komið auga á neitt
í heilsufari hans sem hefði getað
komið í veg fyrir að hann gæti
sinnt This is it-tónleikaferðinni
sem skyldi og rennir sú staðreynd
enn frekari stoðum undir grun lög-
reglunnar í Los Angeles. Læknarn-
ir tveir hefðu ekki átt að skrifa upp
á þetta sterka verkjalyf. Sá samn-
ingur upplýsir einnig að Jackson
hugðist ekki vera með neitt hálf-
kák á sviði því hann skuldbatt sig
til að vera á sviðinu í áttatíu mínút-
ur í það minnsta. Einhverjar sögu-
sagnir höfðu verið á kreiki á net-
inu um að Jackson myndi einungis
bregða fyrir í mýflugumynd.
Ekki er hægt að sleppa því að
minnast á fjölskyldu Jacksons sem
nú hefur skotist aftur fram á sjón-
arsviðið því raunveruleikaþáttur
er í bígerð um bræður hins fallna
poppguðs og endurkomu þeirra í
kastljós fjölmiðlanna.
SAKAMÁL Lögreglan í Los Angels rannsakar nú andlát Jacksons sem sakamál og
læknarnir hans tveir, Conrad Murray og Arnold Klein, liggja sterklega undir grun
um að hafa ávísað á hann of sterkum verkjalyfum sem hugsanlega drógu hann til
dauða.
HÚSLEIT Þegar hefur verið framkvæmd
húsleit hjá lækninum Conrad Murray og
er búist við að hann ásamt Arnold Klein
verði kærður fyrir manndráp af gáleysi.
NORDIC PHOTOS/ AFP
Læknar Jacksons kærðir
Breska dagblaðið Daily Mirror
segir að Madonna hafi grætt kær-
asta sinn Jesus Luz, 22 ára, þegar
hún neitaði að ganga með armband
sem hann gaf henni í afmælisgjöf
á 51 árs afmælisdeginum.
Jesús gaf Madonnu suður-amer-
ískt lukkuarmband á afmælisdegi
hennar síðastliðinn sunnudag.
Hún brosti þegar hún opnaði gjöf-
ina en var fljót að tilkynna Jesús
að hún gæti ekki gengið með arm-
bandið, með þeim afleiðingum
að Jesús brast í grát. Ástæðuna
sagði söngkonan vera að arm-
bandið styngi í stúf við trúar-
leg Kabbalah armbönd hennar.
Madonna hældi kærasta sínum
þó í hástert í ræðu sem hún hélt
í afmælisveislu sinni og kyssti
hann innilega að lokum.
Grætti Jesús
á afmæli sínu
SKILDI KÆRASTANN EFTIR Í SÁRUM
Madonna neitar að ganga með arm-
band sem Jesús kærasti hennar gaf
henni.
Simon Cowell gefur 100.000 pund
á ári til heimilislausra hunda í
Kaliforníu. Hundaheimilið, sem
er í Toluca Lake, er ætlað hund-
um sem hafa verið yfirgefnir eða
skildir eftir á víðavangi og er
rekið af leikkonunni Lindu Blair.
Samkvæmt heimildarmanni
hundaheimilisins er Simon mikill
hundaunnandi en getur ekki átt
hund sjálfur sökum stanslausra
ferðalaga. Árlegir fjárstyrkir
Cowells eru sagðir skipta sköpum
fyrir heimilið og ekki þykir ólík-
legt að hann muni arfleiða það að
stórum upphæðum þegar hann
fellur frá, en hann hefur áður
sagt að hann vilji styrkja góð-
gerðasamtök fyrir hunda þegar
hann deyr.
Styður
hunda í neyð
GÓÐHJARTAÐUR Simon Cowell lætur
gott af sér leiða með því að styrkja
hundaheimili í Kaliforníu.
LAUS OG LIÐUG
Oprah heillaðist af
rapparanum Jay-Z í
spjallþætti sínum, en
hún sagði hann ilma
vel og vera einstaklega
sjarmerandi.
HEILLANDI
Jay-Z kom vel fyrir
í þætti Opruh, en
hann er eiginmað-
ur söngkonunnar
Beyoncé.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 21. ágúst 2009
➜ Leiklist
20.00 Ég man eina stund, gagnvirkt
verk eftir Ástbjörgu Rut Jónsdóttur á art-
Fart. Sýnt í Leikhús-Batteríinu. Aðgangur
ókeypis.
21.00 Spunakvöld artFart og Leikhúss-
Batterísins. Miðaverð 800 krónur.
➜ Jazzhátíð
21.00 Gítarveisla Jazzhátíðar á Nasa.
Hilmar Jensson, Marc Ducret, Björn
Thoroddsen, Ulf Wakenius og Guð-
mundur Pétursson ásamt hljómsveit
sýna snilli sína.
22.00 Orgel Orgía Jasshátíðar á Rosen-
berg. Asa tríó, Tríó Þóris Baldurssonar
ásamt gestum.
➜ Tónlistarhátíð
20.30 Setning og upphafstónleikar
Berjadaga á Ólafsfirði við kertaljós í
Tjarnarborg. Flutt verður kammertónlist
og ljóð eftir afmælisbörn ársins, þá
Joseph Haydn og Felix Mendelssohn.
➜ Síðustu forvöð
17.00 Myndlistasýningu Austurbæjar-
bíós lýkur í dag. 14 ungir og efnilegir
listamenn sem hafa stundað vinnu sína
í Austurbæjarbíói sýna verk sín.
➜ Kynningarfundur
20.30 Ungir palestínskir og íslenskir
sjálfboðaliðar frá Rauða hálfmánanum
og Rauða krossinum ætla að segja frá
reynslu sinni af sjálfboðaliðastarfi innan
ólíkra menningarheima í Molanum,
Kópavogi. Ungir sjálfboðaliðar úr félag-
inu Ísland- Palestína verða einnig með
kynningu á sínu starfi.
➜ Ljóðahátíð
16.00 Bókamarkaður Nýhil undir
berum himni á Hjartatorgi milli Lauga-
vegar og Hverfisgötu ef veður leyfir .
21.00 Ljóðapartí með fjórum erlendum
og sex íslenskum skáldum við Tryggva-
götu 11. Tepokinn spilar að upplestri
loknum.
➜ Dans
18.00
Danssýningin
Fresh Meat,
eftir Sigríði
Soffíu Níels-
dóttur og
Snædísi Lilju
Ingadóttur
sýnd á artFart
í Leikhús-
Batteríinu.
Miðaverð 1000 krónur. Nánar á artfart.is
➜ Tónlist
21.00 Kveðjutónleikar Skáta á Sódómu
Reykjavík. Einnig koma fram Me, The
Slumbering Napoleon, Reykjavík! og
Sudden Weather Change. Aðgangseyrir
1.000 krónur.
21.00 Nesi, Sjana og hinar kellingarnar
á Græna Hattinum á Akureyri. Miðaverð
1.500 krónur.
23.00 Danni De luxxxe og Damien
E.I.E. á Jacobsen.
23.00 Hvanndalsbræður með tónleika
í kvöld í Valaskjálf á Egilsstöðum.
➜ Listamannaspjall
20.00 Anna Líndal stjórnar umræðum
í Skapandi endurnýtingarstöðinni, á
Hverfisgötu 42.
➜ Myndlist
13.00 Opnun nýs gallerís, Gallerý
Nútímalist að Skólavörðustíg 3a. Þar
stendur yfir sýning með úrvali af verkum
Drífu Viðar Thoroddsen.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Oprah skotin í Jay-Z
Söngkonan Ashlee Simpson
er reið út í slúðurblogg-
arann Perez Hilton fyrir
slúðurmola sem hann
ritaði um hana á blogg-
síðu sinni. Samkvæmt
fréttinni á Simpson
að hafa drukkið sig
fulla í veislu sem eig-
inmaður hennar, tón-
listarmaðurinn Pete
Wentz, hélt og látið
öllum illum látum og á
jafnvel að hafa skipað
eiginmanninum heim í
rúmið. Ashlee ákvað að
snúa vörn í sókn og skrif-
aði á Tweet-ið sitt eftirfar-
andi skilaboð; „Það eina sem
þú gerir er að spinna upp
gróusögur um aðra. Líttu í
spegil. Finnst þér þú vera
mennskur? Karma er
tík. Sagan sem þú
sagðir er langt frá
sannleikanum.“
Ashlee reið Perez
ÓSÁTT
Ashlee Simpson er
ósátt við slúðurbloggarann
Perez Hilton sem skrifaði
að hún hefði verið full.
498kr.pk.
FÖSTUDÖGUM
Ódýrt í matinn á
Tilboðið gildir
alla daga
Tilboðið gildir
alla daga