Fréttablaðið - 21.08.2009, Síða 54
42 21. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT
2. feikn, 6. einnig, 8. þrá, 9. ham-
fletta, 11. á fæti, 12. komast yfir,
14. aldraði, 16. skóli, 17. löng, 18. í
viðbót, 20. skammstöfun, 21. litlaus.
LÓÐRÉTT
1. hróss, 3. kusk, 4. ástir, 5. hallandi,
7. skarpskyggn, 10. árkvíslir, 13.
smáskilaboð, 15. sjá eftir, 16. iðn, 19.
bókstafur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. glás, 6. og, 8. ósk, 9. flá,
11. tá, 12. sölsa, 14. gamli, 16. fg, 17.
síð, 18. auk, 20. fr, 21. grár.
LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. ló, 4. ástalíf, 5.
ská, 7. glöggur, 10. ála, 13. sms, 15.
iðra, 16. fag, 19. ká.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Tinna Gunnlaugsdóttir
og Þórhildur Þorleifsdóttir.
2 Óttar Felix Hauksson.
3 Jóhannes Karl Guðjónsson.
Hönnunarfyrirtækið ELM Design
frumsýnir vor- og sumarlínu fyrir
árið 2010 á tískuviku í París og New
York í næsta mánuði. Fyrirtækið
hefur verið starfrækt í tíu ár og
selur hönnun sína í um níutíu versl-
unum víðs vegar um Bandaríkin og
yfir fimmtíu verslunum í Evrópu,
þar á meðal í Selfridges, Browns og
Liberties í London.
„Þetta er lína sem við vorum að
ljúka við fyrir stuttu. Í vetur vorum
við mikið með græna tóna í hönnun
okkar og við höfum unnið vor- og
sumarlínuna svolítið út frá þessu
og haldið okkur við græna og út í
gula tóna,“ segir Erna Steina Guð-
mundsdóttir, einn eigenda ELM
Design.
Aðspurð segir Erna það ekki vera
erfitt verk að hanna flíkur ár fram í
tímann, heldur sé það orðið að vana
eftir öll þessi ár. „Þetta var snúið í
fyrstu en nú erum við orðnar vanar
að vinna svona langt fram í tímann.
Kosturinn er að við erum alltaf í
réttri árstíð, við hönnuðum sumar-
línuna fyrir næsta ár núna í sumar
og í haust förum við af stað með að
hanna vetrarlínuna fyrir árið 2010
þannig það er auðvelt að finna inn-
blástur.“ - sm
ELM sýnir á tískuviku í París
KVEÐJUTEITI Erna Steina segir sýninguna vera kveðjuteiti áður en línan verður send á
sölusýningar víðs vegar í Evrópu. Hér er Erna Steina ásamt Lísbetu Sveinsdóttur.
MYND/TEITUR JÓNASSON
Sjónvarpsstjörnurnar
Jóhannes Ásbjörnsson
og Sigmar Vilhjálms-
son virðast vera að
íhuga að skipta
um starfsvett-
vang. Þeir félag-
ar hafa stofnað
saman fyrirtæki sem kallast Ham-
borgarafabrikkan og í fyrirtækjaskrá
kemur fram að tilgangur félagsins
sé rekstur veitingastaða, smá-
vöruverslun, framleiðsla matvæla,
rekstur fasteigna, lánastarfsemi
og önnur tengd þjónusta. Þegar
Fréttablaðið ræddi við Jóhannes
í gær vildi hann ekki kannast við
að þeir félagar ætli sér að opna
hamborgarastað, sagði einfaldlega
að fyrirtækið væri stofnað utan um
ýmis sameiginleg verkefni þeirra
félaga.
Hugleikur Dagsson var að senda
frá sér nýja bók um ævintýri
eineygða kattarins Kisa. Sú kallast
Flóttinn frá Reykjavík og svíkur ekki
aðdáendur Kisa. Hugleikur
fagnar útgáfunni með
stæl, hann hefur boðið
vinum sínum til veislu
í kvöld og þar eiga allir
að bera lepp fyrir auga
- rétt eins og aðal-
sögupersónan.
Ísland í dag
hefur verið talsvert á milli tannanna
á fólki síðan skipt var um áhöfn í
brúnni á síðasta ári og áherslum
breytt. Þau Sigrún Ósk Kristj-
ánsdóttir og Sindri Sindrason
máttu þola glósur í netheimum
fyrir að efnistök þáttarins væru of
léttúðug og þar fram eftir götun-
um. Árangurinn hefur hins vegar
ekki látið á sér standa, á fyrstu sex
mánuðum ársins var áhorf nærri
því 50 prósentum meira en á sama
tímabili í fyrra. Þátturinn
hefur meira að segja
á stundum farið yfir
Kastljósið í áhorfi,
þrátt fyrir að efnistökin
séu ekki nógu fín fyrir
alla. - fgg, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Þetta verður svona yfirbragðið á
þáttunum núna, þeir verða þema-
tengdir. Sveppi og Auddi ætla að
vera sjómenn, handrukkarar og
núna eru þeir að prófa hvernig það
er að vera róni í Reykjavík,“ segir
Kristófer Dignus, framleiðandi
sjónvarpsþáttanna með þeim Auð-
unni Blöndal og Sverri Þór Sverris-
syni. Eðli málsins samkvæmt var
ekki hægt að ná tali af þeim Audda
og Sveppa þar sem þeir voru úti-
gangsmenn í gær og það þykir
fremur sjaldgæf sjón að sjá þá tala
við fjölmiðla í gsm-síma.
Kristófer upplýsir að þeir félag-
ar ætli sér að blanda geði við aðra
sem eru í svipaðri aðstöðu. „En
þetta er líka félagsfræðileg könn-
un á því hvernig fólk bregst við.
Þeir hafa verið að fara inn í kyrr-
stæða bíla og viðmótið sem þeir
hafa fengið er almennur viðbjóð-
ur,“ segir Kristófer en tekur fram
að auðvitað sé grínið aldrei langt
undan. Sveppi og Auddi hyggjast
ekki koma heim til sín yfir nóttina
heldur sofa úti.
Og eins og myndirnar bera með
sér var haft töluvert fyrir því að
búa til gott gervi fyrir þá. „Stefán
Jörgen, einn fremsti förðunarlista-
maður þjóðarinnar, kom og hjálp-
aði okkur, þeir voru einhverja fjóra
til fimm tíma í stólnum hjá honum.“
- fgg
Auddi breytist í róna
GÓÐ GERVI Auddi og Sveppi kynntust
því af eigin raun hvernig það er að vera
róni í Reykjavík. Gervin eru nokkuð góð.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VA
LLI
„Ég er mikill morgunmatarmað-
ur; fæ mér oftast gott granóla
eða bara hafragraut. Stundum
stelst maður líka í morgunkorn-
ið með börnunum, Cheerios eða
kornflex.“
Eyþór Guðjónsson, framkvæmdastjóri
Skemmtigarðsins.
„Þetta fólk er miklar stjörnur í
sínu heimalandi. En er algjörlega
laust við stjörnustæla,“ segir Elísa-
bet Agnarsdóttir hjá Jöklum ehf.
en hún hefur vart undan að taka
við fyrirspurnum frá indverskum
kvikmyndagerðarmönnum sem
vilja ólmir koma til landsins og taka
upp efni fyrir kvikmyndir sínar. Á
landinu er nú staddur nokkuð stór
hópur frá Tollywood til að taka tón-
listarmyndbönd fyrir kvikmyndina
Namo Venkatesa í leikstjórn Srinus
Vytla. Sem sagt hvorki Bollywood -
sem er hvað frægast - né Kollywood
en tökulið frá því héraði var statt
hér á landi fyrir skemmstu eins og
Fréttablaðið greindi frá.
Tollywood er gælunafn yfir kvik-
myndir frá Andhra Pradesh-hér-
aðinu á Indlandi. Þar er töluð sér-
stök mállýska sem heitir Telegu
og Tollywood dregur nafn sitt af.
Tollywood á nokkur heimsmet í
heimsmetabók Guinness, þar eru
meðal annars framleiddar flestar
kvikmyndir í heiminum á ári hverju
og þar býr einnig sá leikari sem
hefur leikið í flestum kvikmyndum
í öllum heiminum eða alls 750. Þar
er einnig stærsta kvikmyndaver í
heimi og í Andhra Pradesh eru flest
kvikmyndahús á Indlandi ef marka
má wikipediu.
Og hér á landi eru sem sagt tvær
af skærustu stjörnum Tollywood;
Venkatesh Daggubati, sem er marg-
verðlaunaður leikari og nýtur mik-
illar hylli í Tollywood-kvikmynda-
geiranum, og svo Trisha Krishnan,
einhver helsta þokkadís þessarar
kvikmyndagerðar en móðir hennar
er með í för og passar upp á að allt
sé örugglega með felldu. Hópurinn
frá Tollywood, sem er um tuttugu
manns, hefur verið hér í heila viku
og tekið upp efni fyrir tvö mynd-
bönd við Skógafoss, Seljalandsfoss,
Reynisdranga og Jökulsárlón, svo
fátt eitt sé nefnt. Þau hafa reynd-
ar verið á ferðalagi um alla Evr-
ópu síðustu tuttugu daga til að taka
upp borgarsenur fyrir myndina en
Ísland leikur síðan aðalhlutverkið í
tónlistarmyndböndunum.
Elísabet segir að vinnulagið sé
ekkert öðruvísi en það sem við-
haft var þegar Kollywood-liðið var
hér á landi. Unnið sé frá morgni
til kvölds. Reyndar gekk ekki allt
eins og í sögu því tollurinn hleypti
ekki öllum töskum Tollywood-fólks-
ins í gegn og því varð uppi fótur og
fit þegar einn kjóllinn varð eftir í
Keflavík. Spurð hvort svona spar-
samir kvikmyndagerðarmenn, sem
setja það ekki fyrir sig að deila her-
bergjum, skili einhverjum gjaldeyri
til landsins segir Elísabet svo vera.
„Þetta eru einhverjir peningar.“
freyrgigja@frettabladid.is
ELÍSABET AGNARSDÓTTIR: TOLLYWOOD NÆST Á DAGSKRÁ
Indverskir kvikmyndagerð-
armenn flykkjast til Íslands
STÓRSTJÖRNUR
FRÁ TOLLYWOOD
Trisha Krishnan er
einhver vinsælasta
leikkona Tollywood og
hún er hér á landi að
taka upp tónlistar-
myndband fyrir
nýjustu kvikmynd
sína. Grétar
Örvarsson er
að sjálfsögðu
leiðangursstjóri
Indverjanna en
þeir virðast vera
áhugasamir um að
koma hingað til
Íslands og taka
upp efni fyrir
kvikmyndir
sínar.