Samvinnan - 01.10.1982, Page 12
Ber er
hver
að
baki —
Pistill frá
Sigurði Jónssyni
í Kenya
Kaupfélagsstjórinn (fyrir miðju) og starfs-
menn fullir eftirvæntingar að prófa þessi
nýju tæki. Bensínafgreiðslumanninum var
hins vegar sagt, að hann yrði að halda
áfram að skrifa kvittanir.
Hugtakið stórfjölskylda er sann-
arlega vel þekkt í Afríku og er
ósjaldan nefnt þegar rætt er
um málefni álfunnar. En hvað er þá
stórfjölskylda? Það sem á ensku er nefnt
„extended family" og ég hef kosið að
nefna stórfjölskyldu á íslensku, þýðir
einfaldlega ætt - eins og við notum það
liugtak, en í stórfjölskyldu ber sérhverj-
um einstaklingi skylda til að aðstoða
aðra úr fjölskyldunni eftir því sent geta
hans leyfir. Einstaklingar sem eru að-
stoðar þurfi leita þannig ekki aðeins til
nánustu fjölskylduaðila, heldur jafnvel
til fjarskyldra ættntenna.
Þetta er rifjað upp hér vegna þess, að
laugardaginn 28. ágúst sl. voru búðar-
kassarnir tveir, sem KRON sendi fyrr í
sumar til Kenya aflientir nteð viðhöfn
kaupfélaginu í Chemelil. Eins og kunn-
Sigurður Jónsson afhendir stjórnarformann-
inum, George Okello, búðarkassana tvo fyrir
hönd KRON og Sambandsins. A myndinni er
einnig fulltrúi Samvinnuráðuneytisins og
ritari félagsins.
ugt er af fréttum, var leitað til sam-
vinnuhreyfingarinnar hér heima
varðandi slíka aðstoð við þetta kaupfé-
lag, og KRON brá skjótt við og gaf
þessa tvo búðarkassa. Skipadeild Sant-
bandsins sá síðan um að flytja kassana
frítt til Montbasa í Kenya þar sent Nor-
ræna samvinnuverkefnið í Kenya tók við
og kom kössunum til Chemelil. Gjöfin
og sending hennar til Kenya var því
sannarlega samstarf margra aðila í
þeirri stórfjölskyldu sem nefnist sam-
vinnumenn.
• Lífið er sykurreyr
Þorpið Chemelil er í svokölluðu syk-
urbelti, sent liggur í Vestur-Kenya um
50 km frá Viktoríuvatninu. Lífið þarna
er sykurreyr, og flestir íbúar þorpsins
starfa í samnefndri sykurverksmiðju eða
rækta reyr. Landið er flatneskja þakin
sykurreyr, sem teygir sig svo langt sent
augað eygir á þrjá vegu. Nokkuð
norðan \ið þorpið liggur fjallgarður frá
vestri til austurs og eru það hinar fögru
Nandihæðir sem vaxnar eru skógi og
nytjajurtum upp á efstu brúnir. Þetta er
raunverulega jaðar þeirrar hásléttu, sem
áður nefndist „hvítu hálöndin".
Kaupfélagið í Chemelil er ekki gam-
alt, því að það var stofnað árið 1970 af
starfsmönnum sykurverksmiðjunnar, og
þrátt fyrir góðan stuðning frá verk-
smiðjunni, sem m.a. fólst í því að
afhenda félaginu hús til afnota fyrir
starfsemina, þá voru erfiðleikarnir
margir og nokkurn tíma tók að renna
stoðum undir reksturinn. Félagið hefur
nú um 300 félagsmenn og rekur heild-
12