Samvinnan - 01.10.1982, Qupperneq 13

Samvinnan - 01.10.1982, Qupperneq 13
og smásöluverslun með almennar neysluvörur svo og sölu á bensíni og olíum og er það eina bensínsalan í þorpinu. Verslunin er rekin í sam- keppni við nokkrar smáar einkaverslan- ir, sem þó versla nokkuð við heildsölu kaupfélagsins. A síðasla fjárhagsári, sem lauk 30. júní sl., var sala verslunarinnar rétt tæp 1.5 milljón shillinga og bensín- sölunnar um 3.5 milljón shillinga. Starfs- menn á skrifstofu eru kaupfélagsstjóri og bókari, (jórir vinna í versluninni, tveir við bensínsöluna og svo er einn varðmaður. Afkoma félagsins hefur ver- ið ágæt hin síðari ár. en verulegra fram- kvæmda er þörf vegna viðhalds og endurbóta á verslunarhúsinu sem og endurbyggingu starfsmannabústaða. Rekstrarhagnaður hefur verið notaður til að bæta fjárhagsstöðu félagsins og auka umsvif þess. • Æskileg samskipti Stjórn, starfsfólk og félagsmenn voru viðstaddir afliendingu gjafarinnar frá Islandi sem stjórnarformaður félagsins veitti viðtöku. Lýst var aðdraganda málsins og farið nokkrum orðum um KRON og samvinnuhreyfinguna á Is- landi, m.a. að það væri skemmtileg til- viljun, að bróðurhugur og samhjálp samvinnumanna sem gjöfin bæri vott um, bæri upp á sama tíma og íslensk samvinnuhreyfing ætti aldarafmæli. Bein samskipti samvinnufélaga í þróun- ar- og þróuðu löndunum væru mjög æskileg en því miður alltof fátíð. Ég taldi fullvíst að vegna umfjöllunar fjölmiðla um málið, þá væri kaupfélagið í Chemelil þekktasta afríska samvinnufé- lagið á Islandi og kvað það von gefenda að búðarkassarnir mundu bæta rekstur félagsins og þjónustu verslunarinnar. Við þetta tækifæri var einnig upplýst, að Norræna samvinnuverkefnið í Kenya hefði gefið félaginu fjármuni til að framkvæma nauðsynlegar endurbætur á versunarhúsinu og innréttingum þar. Framkvæmdir við þetta mundu hefjast í næsta mánuði. • Góð stemning George Okello, stjórnarformaður fé- lagsins, þakkaði KRON og Skipadeild Sambandsins sérstaklega fyrir þann ntikla stuðning sem í gjöf þeirra fælist. Einnig þakkaði hann undirrituðum fyrir aðstoð hans við félagið og kvaðst vonast til að samstarf við eftirmann minn í Vestur-Kenya yrði gott. George rakti helstu þætti í sögu félagsins og þær framkvæmdir, sem nú stæði til að ráðast í og þakkaði Norræna samvinnuverk- efninu í Kenya fyrir aðstoð við þær. Hann hvatti kaupfélagsstjórann, John Atiang, og starfsfólk verslunarinnar til að nota gjöfina vel og uppfylla þannig vonir hinna íslensku samvinnumanna. Kaupfélagsstjórinn og fulltrúi sam- vinnumálaráðuneydsins tóku einnig til máls við afhendingarathöfnina. Nokkur fjöldi félags- og viðskipta- manna félagsins var viðstaddur þarna og var augljóst, að sú eflirvænting og ánægja sem ríkti meðal starfsmanna og sljórnar félagsins smitaði út frá sér. Þeim sem ekki skildu ensku var sagt hvað um væri að vera, og þótt orðin KRON og Iceland hafi e.t.v. ekki skilist fullkomlega, þá dró það ekkert úr stemningunni. Að lokinni ferðabæn, sem flutt var af einum stjórnarmanna. skildu gestirnir því við kátan hóp og óku hver til síns heima. ♦ Stjórn og starfslið kaupfélagsins í Chemelil í nú um 300 félagsmenn. íslenska gjöfin og sending hennar til Kenya var því sannarlega samstarf margra aðila í þeirri stóríjölskyldu sem nefnist samvinnumenn. Kenya. Félagið var stofnað árið 1970 og hefur 13

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.