Samvinnan - 01.10.1982, Qupperneq 17
Þegar hér var komið sögunni, ætti
það að fara að verða skiljanlegt, að ég
hafi hlotið að fá ýmsar áhyggjur
samfara þessum umsvifum áhrærandi
framtíðina. Af fjárkaupamönnum hin-
um ensku fékk ég að vita, að þeir vildu
gjarna koma næsta ár og eiga kaup við
okkur, og var ekki um annan að gjöra
hér þá, er þeir vildu snúa sér að, en
mig. Þess má geta í sambandi við þessa
setning, að faktor Þórður Guðjohnsen
hafði ekki enn fengið reiðara sína til að
samþykkja, að hann fengist nokkuð við
kaup á lifandi fé. Á hina síðuna lá það
ekki í láginni, að bændum þóttu kaupin
góð og skilin á peningunum skemmti-
leg, og mundi því alls ekki náðugt fyrir
mig að kippa mér lausum frá öllum
þessum afskiptum.
• Óbærileg aðstaða
Aðstaða mín hér á Húsavík var til-
finningum mínum algjörl óbærileg; að
geta ekkett framkvæmt, er til uppskip-
unar eða afhendingar heyrði, nema með
hjálp einmitt þess eða þeirra manna,
sem ég var að vinna í óhag, og það var
auðreiknað út, að þeir hinir sömu gætu
hvorki né mættu þetta, nema á meðan
að þeir væru öldungis öruggrar trúar
um, að hér væri aðeins um hlægilega
dægurflugu eða hverfandi vindbólu að
ræða.
Að þessu athuguðu fór ég að hugsa
um hvernig til hagaði með lóð hér á
Húsavíkurbakka. En svo stóð nú á í því
efni, að Sigurjón stórbóndi á Laxamýri,
hafði um nokkur ár haft leigða lóð hér
norður við Xaustatún, sem hann hafði
lénað enskum laxkaupmönnum, er
byggðu hér ískjallara framan í bakkan-
um og höfðu óvandaðan trékofa hér
uppi. En þetta sumar, 1881, höfðu þeir
yfirgefið þessar stöðvar sínar, rifið ís-
kjallarann, en tilslegið Sigurjóni kofann
órótaðan. Þessi lóðarblettur var nú ein-
mitt á þeim stað, sem mér leist hægast
uppskipun. og lét ég ekki lengi undan-
dragast, eftir að ég hafði hugfest þetta,
að fara á fund prestsins, sr. Kjartans
Einarssonar, og biðja hann að selja mér
eða leigja blettinn. Eigi mun þetta samt
hafa gjörst fyrri en eftir markaðina um
haustið.
Þegar ég nú þannig rifja þetta allt
upp, eftir því sem mér er ljóst í minni,
kemur mér svo fyrir sem Kaupfélag
Þingeyinga væri öndverðlega á þessu ári
getið og þó í rauninni jafnvel fyrri,
svona „í pukri eins og allir". Og þegar
haust þetta var komið, gat eigi lengur
dulist, að almenningur (margir menn
réttara), var þungaður þessu fóstri, og
að fylling tímans var komin. Eg réðst
því í að boða til almenns frjáls fundar
að Grenjaðarstað hinn 26. september
þetta áminnsta haust 1881. Þangað sóttu
nokkuð margir úr þessum næstu sveit-
um. ♦
Vorí Osló 1982
Á Lilleaker sveigjast
mjóu göturnar
umhverfis garðana
og gömlu og nýju timburhúsin.
Ferðin út á sporvagnastöðina
líkist göngu um Paradís.
Konur ganga léttklæddar
til innkaupa í stórmarkaðinum,
glókollur ekur smáhjólbörum
um garðinn,
gamla konan í litla húsinu
handan götunnar
fer á morgungöngu með stóra hundinn
að tína gleym-mér-ei.
Alls staðar skarta tré og runnar
blómaskrúði:
eplatrén hvítu,
kirsuberjatrén bleiku
og sýrenurunnarnir ljós-
ogdökkíjólubláu
eins og norskar stúlkur
í laglegum sumarkjólum.
En víða má líka sjá
há og tignarleg, dimmgræn tré,
alsett fölrjómagulum blómklösum,
sem rísa upp af greinunum
einsogljóskeilur.
Þetta eru kastaníutré
og þau líkjast tignarlegum Parísardömum
í hátískukjólum.
Það snjóaði íjúní í Osló.
Mjúk, hlý og ilmandi
var snerting eplablómablaðanna,
sem féllu af trjánum
og fannhvít varð breiða þeirra
á grænu grasinu.
An na María Þ órisdóttir
17