Samvinnan - 01.10.1982, Qupperneq 18

Samvinnan - 01.10.1982, Qupperneq 18
Blessuð rjúpan hvíta Frásaga eftir Jóhann Hjaltason að er æðilangt síðan, margir tugir ára, kannski aldir, ekki gott að segja, og þó ekki lengra en svo, að gamalt fólk minnist þess af sögnum enn þá eldra fólks, þegar hinn mjallhvíti litur fjallarjúpunnar var mönnum sífellt augnayndi á hálsum og heiðum Eyjar- innar hvítu. Þá er dimmir haustlitirnir byrjuðu að falla á lyng og laufvana björk, sölnað gras og sofnuð blóm. „Blessuð rjúpan hvíta", sagði fjalldala- fólkið, „Það verður enginn ríkur á því að deyða hana, óekkí. Hún er ímynd sak- leysis og hreinleika eins og nýfætt barn.'k En það voru nú bara kotungar í af- dölum og upp til fjalla, sem þannig hugsuðu og töluðu sín á milli, þó varla ættu þeir málungi matar, tvær geitur eða taugreftan sal. Ef til vill var það andi auðnar og þagnar, sem blés þeim þessu í brjóst; lél þá finna til skyldleika við allt líf, er barðist harðri baráttu fyrir tilveru sinni og samkenndinni við fjall og foss. I margmenni nteginbyggða hugsaði og talaði fólk öðruvísi um hina útibörðu rjúpu. Auðvitað gerðist því einn- fg glatt í geði, þegar rjúpan hafði tekið litaskiptum undir veturinn, eti ástæðan fyrir gleði þess var þó allt önnur en þeirra, sem í afdölum bjuggu. Megin- byggðamaðurinn sá hvorki ímynd sak- leysis né hreinleika í vetrarlitnum, eða þann fegurðarauka sem snjóhvítur fugla- hópur er leirbrúnni melöldu eða sinu- fölum mó. Aftur á móti kunni hann vel að meta dauða rjúpu, bæði sem verslunarvöru og jólamat. Áhugi hans var einkum og sér í lagi bundinn við þann fugl, sem kaupmaðurinn keypti og seldi til útlanda, eða hinn, sem hengja mátti út á skemmuþil til hátíðahalda seinna meir. Nú er þetta allt fyrir bí. Stórir rjúpna- skarar frá hálsum og heiðum Eyjarinnar hvítu löngu flognir út í hafsauga, eða hver veit hvert? Hinir fagurskynjuðu og „mórölsku" afdalabúar eru líka flúnir frá fjalli sínu og fossi, til ævintýralands- ins hinum megin við hafið. En á meðan þetta var hinsegin, þá lifði einu sinni lít- ill maður og ungur að árum í afskekktu dalakoti, þar sem fjallarjúpan hreiðraði sig í túnkraganum á stekktíðinni. Þegar hnoðrar hennar voru nýskriðnir úr eggjum og orðnir litlum manni að leik og umþenkingarefni, þá vappaði unga- mamma á brott út í nóltleysuna nreð hópinn sinn, sem óx undrahratt í gjöful- um faðmi víðáttunnar, unz hann tók að breyta dularlitum sínum í samræmi við hamskipti árstíðanna. í koti þessu var gömul niðursetukerl- ing, sem þrátt fyrir nokkuð stormasama og hrösula ævidaga reyndist bæði lang- minnug og óljúgfróð, enda bjó hún yfir drjúgum hluta af fornum arfi fyrri kynslóða í söng og sögnum. Til gömlu niðursetunnar leitaði litli tnaðurinn með flest sín vandamál, sent sífellt urðu fleiri og umfangsmeiri er hann óx að viti og lífshnýsni. Að vísu var hyggja hans enn eigi það þung, eða forvitnin svo djúp- spurul, að gamla skarið kynni þar ekki án timhugsunar hæfileg og fullnægjandi svör hverju sinni. Raunar kom þó fyrir, að hún ýtti skuplunni ögn aftar á hæru- kollinn, herti skakkann ögn fastar að visnum öxlunum og þegði um stund, meðan hún ígrundaði úrlausn sína og svör. En úrskurðir hennar og andsvör voru aldrei fólgin í andúðarfullum upp- hrópunum eða stuttaralegum afgæðingi, heldur yfirleitt í orðskviðum og út- skýrandi ævintýrum eða sögnum fyrri tíða. Jafnhliða því, sem gamla hrörið lætti plöggin, sönglandi sálntavers, brot úr kvæðum og rímum, veitti hún ung- um kotasyni hlutdeild í lífsvizku langrar ævi, er hann bjó að æ síðan. A hrímguðum og svölum haustum gullu skot rjúpnaskyttnanna um hálsa og heiðar, daginn út og inn, með til- heyrandi bergmáli fjalla á milli. Síðan héldu skytturnar í kvöldrökkrinu niður til meginbyggðar, eða fengu að gista í einhverju dalakotinu, áður en dag þryti nteð öllu. Slíkir næturgestir voru oftast fullklyfjaðir dauðum rjúpum, sem bundnar voru saman í smákippur með snæri á loðnum löppunum, en volgt blóð lak úr stuttum, svörtum nefjunum og litaði morðingjana rauða. Þá féll ungur maður í koti í þunga þanka og upphófst spyrjandi: „Hvers vegna skýtur pabbi ekki rjúpur?" Gantla skarið sletti í gónt og réri fram í gráðið um stund, lók lausingjann úr háleistinum, sem hún var að prjóna, og ýtti með honum við kollhettunni, en mælti síðan; „Hér í Seljadalnum og reyndar hvergi á byggðu bóli hefur mönnum reynzt gæfuvegur að skjóta rjúpur, eða aðra saklausa fugla að gantni sínu, það er ólánsmerki bæði þessa heims og annars, mundu það, lambið mitt“. „Já, en hér eru margir menn sem skjóta rjúpur út um alla heiði, og í sumar voru þeir að skjóta lóur og spóa“, mælti ungmennið. „Veit ég víst“, sagði sú gamla, „þetta eru aumingjar og fáráðlingar, sem gjalda munu glópsku sinnar þótt seinna verði'*. Hvoru tveggja var, að kotason skorti skilning á slíkum siðalærdómi, og í annan stað innblásin hugljómum úr þver- öfugri átt. „Eg ætla að skjóta fullt af rjúpum, þegar ég er orðinn stór“, hrópaði hann kankvís og kotroskinn. Gamalmennið pírði döpur augun, og tuldraði þurrlega hálfstutt í spuna. „Viltu kannski að fari fyrir þér eins og garminum honum gamla Sulti, hér á árum áður? Hverjum allt ærukært fólk hafði megna andúð og ömun á. þá hann lifði. Loks átti hann það aðeins forbón lítils fugls að þakka, að sálin forgekk ekki um eilífar tíðir". „Hver var gamli Sultur?" spurði litli ntaðurinn forvitinn. „Æi, skinnið mitt, það var víst dansk- ur eða hálfdanskur drjóli, svonefndur faktor, sem höndlaði hér úti á Rifinu í Gömlubúð fyrir margt löngu". „Var hann fjarska svangur, fyrst hann hét Sultur?" „Oekki, hann hét nú ekki Sultur, lambið mitt, þelta var bara hótfyndni og bínefni smælingja, sem var í nöp við hann fytir fugladráp á helgum dögum sem virkum og náttúrlega fyrir harð- leikni og snuðerí í viðskiptum. Annars hét hann líklega Schults, eða eitthvað þess háttar, trúi ég. Móðir hans hefur kannski verið íslenzk, ég veit það ekki, en upp mun hann hafa alist í útlandinu, og vanizt þar bæði veizlugleði og drápi veiðidýra af ýmsu tagi. Það sýndi sig svo sem uppeldið og innrætið, þegar hann var seztur að sem faktor hérna á Rifínu. Það kvað ekki hafa verið nokkur friður fyrir alls konar óþjóðalýð, sem hann sankaði að sér öll- 18

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.