Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 20
Blessuð rjúpan
hvíta
um sumrum og jafnvel vor og haust, er
fór æðandi og eyðandi um holt og
iieiðar í leit að lóum og spóum til að
skjóla. Meira að segja eggjamæður og
ófleyga rjúpuungana skutu þeir með
köldu blóði. Og alltaf kvað Sultur
garmurinn hafa verið fremstur í flokki,
enda varð hann fyrir uppákomu í hinu
lífinu eftir andlátið".
„Hinu lífinu", mælti litli maðurinn
skilningsvana. „Hélt hann áfram að lifa
þó hann væri dauður?"
„O, hvernig spyrðu, tetrið mitt“, sagði
sú aldraða. „Það á nú að heita að þú
sért farinn að stauta fermingarlærdóm-
inn þinn. Þar ætla ég að standi fullum
stöfum: Þótt líkaminn deyi og verði að
moldu, deyr sáiin eigi, lieldur fer þang-
að, sem henni er ællaður staður. Og
eftir dauðann kemur dómurinn".
„Já, en livernig fær maður að vita
livað gerist í hinu lífinu?", spurði kota-
sonur ákafur.
„Þú færð kannski að kynnast því,
skepnan mín, þó seinna verði“, mælti
gamla hróið, dálítið stutt í spuna. „Það
sem spekingum er hulið verður smæl-
ingjum opinberað."
Síðan þagði gamalmennið góða stund
og virtist þungt hugsi. Lauk við úrtöku
á litlum háleisti og lagði hann frá sér í
rúmshornið, fitjaði óðar upp á nýju
plaggi, sönglandi fornt og óskiljanlegt
rímerindi eða andlegt vers, og sýndist í
öðru hálfvegis vera venju fremur annars
hugar.
Þegar fitin var komin vel á stað, katt-
arlúran og hnyklaskjóðan innan seil-
ingar, stráksi iðandi á pallkistlinum og
gamla konan hafði liugleitl söguefnið
enn um stund, mælti hún að lokum:
„Jæja, skinnið mitt, það var nú svo-
leiðis að gamli Sultur dó drottni sínum
í fyllingu lífdaganna og var grafinn, eins
og lög gera t'áð fyrir, náttúrlega með
pomp og prakt, því þetta var fínt slekti
máttu vita. Sjálfur prófasturinn jarðsöng
og talaði yfir honum dauðum. Minntist
þess, að hann hefði verið afar hlýr sín-
um minnstu bræðrum. Talaði með
klökkva um óeigingirni hans og hjálp-
semi við fátæka. Unt hinn sára söknuð,
sem nú ríkti í hjörtum manna og mál-
leysingja, við andlát þessa mikilsvirta og
elskaða meðbróður. Svo grétu allir við-
staddir og þurrkuðu sér um augun, eins
og við á, þegar jarðsungið er. Þurr ætla
ég þó að verið hafi kotungatárin, sem
féllu á moldir hans. Nú svo var að sjálf-
sögðu heilmikið „begravelsi", með
brauðáti, sírópi og ómældu brennivíni.
Og ekki fyrir það synjandi, að fáeinir
smælingjar hafi fengið að fljóta með, og
einhverju smávegis verið fleygt í svang-
inn þeirra.
Þó að líkami gamla Sults væri nú
dauður og grafinn, var sál hans enn lif-
andi, meira að segja bráðlifandi, enda
fékk hún að reyna: „Að allir hljótum vér
að birtast fyrir dómstóli Herrans, svo
sérhver úr býtum beri það, sem hann
hefur aðhafst í líkamans lífi, hvort sem
gott hefur verið eður illt", eins og ég
ætla að segi í Barnalærdómskverinu
þínu, hróið mitt. Sál hins dauða fór því
ekki að þessu sinni beina leið inn í hina
himnesku Jerúsalem, eins og sálir
margra sannkristinna manna. Nei, ónei,
það var nú eitthvað allt annað, sem fyrir
henni lá til að byrja með.
Hún fann sig stadda á einhverju auðu
svæði, þar sem hún var ein og yfirgefin
af öllu kviku og svo rugluð, að hún vissi
hreint ekki hvað hún átti af sér að gera
eða til bragðs að taka. Þá varð hún
hrædd, ofsa hrædd, og fór að hlaupa,
hlaupa frá hræðslu sinni, flýja, flýja,
fiýja eitthvað út í buskann.
Gamli ktamarinn hafði nú lítið getað
notað fæturna í seinni tíð fyrir
bannsettri fótagigtinni og ólukkans ekki-
sens bjúgbólgunni, en hér á árum áður
meðan hann var og hét, hefði hann
ugglaust getað boðið út í „mara-
þonkeppni" hvaða hlaupagikk sem
verða vildi í heilum landsfjórðungi, án
þess að minnkast sín. En eftir að hann
varð gantall og þungur, fór sú íþrótt
forgörðum eins og fleira. Þá hættu líka
gömlu gistivinirnir og fornir félagar að
koma í sumarheimsókn til Islands með
byssur og skothunda, í þeim tilgangi að
skjóta lóur, lóma, álftir, endur og spóa.
Aratugum saman hafði hann verið
eggjandi liðsoddur þess óþokkalýðs, sem
æpandi æddi um heiðageiminn óhelgri
ránshendi, skiljandi eftir sig skelfingu
og dauða meðal vængjaðra íbúa hinna
kyrru og sumarfögru landa.
Síðustu árin hans, þegar þetta gaman
vat' vitanlega orðin liðin tíð, var dráps-
fýsnin þó enn söm við sig. Þá er eitthvað
svíaði elliþunginn og óþægindi efri ára,
gat það kontið fyrir á heiðríkum hásum-
ardögum, að hann hrifsaði gamla byssu-
hólkinn sinn, rórillaði eitthvað útí sól-
skinið og reyndi að stúta einum eða
tveimur mófuglum. En nú gat hann
hlaupið eins og ungur í annað sinn, eins
og endurfæddur, það er að segja sálin
gat það. Hún þaut áfram tneð þeim
hraða, að vindurinn hvein henni í eyr-
um, pollar í lækjarsytrum og dýjaveit-
um gusuðust hátt í loft upp undan fót-
um hennar, lynghríslur slógust um læri
og leggi, en birkirunna bar fyrir á
fieygiferð. Sálin var snör í snúningum
og létt um andardrátt, rétt eins og í
gamla daga. Raunar hefði nú þessi
þeysisprettur verið bezta skemmtun, ef
óttinn hefði ekki aukizt við fióttann,
eins og jafnan á sér stað á hlaupum frá
hinu ímyndaða og óþekkla.
Hræðslan var orðin að mikilli skelf-
ingu og allt að því fullvissu um, að hún
væri elt af einhverju hræðilegu skrímsli,
sem ekki yrði augum litið, og eina vonin
um undankomu væri því hamslaus
flótti. Og sálin hljóp og hljóp alveg
endalaust. Að lokum tók hún að mæðast
og fékk hlaupasting. Þá var hún komin
að lágum skógarrunnum. Nú skaltu
stökkva inn í skógarkjarrið og fela þig,
varð hennar fyrsta hugsun. Síðan tróð
hún sér langt inn á milli runnanna, að
mestu leyti í gagnstæða át' við fyrri
stefnu, náttúrlega í blekkingarskyni. A
hlaupunum hafði angist hennar hrað-
vaxið við hásan blástur og langdregin
sog, er hún heyrði að baki sér. I fyrstu
heyrðust þessi hljóð með hvíldum, sem
urðu smám saman styttri og styttri unz
þær hurfu nteð öllu, og óhljóðin sam-
einuðust í hvíldarlausa síbylju. Þessi
ógnvekjandi hásu óp, þvinguðu sálina
lengra og lengra inn í hávaxið og þétt
runnakjarrið. Þrátt fyrir andþrengsli og
verk undir síðubarðinu, sem olli gífur-
legum sársauka, tókst henni með
veikum burðum og ítrustu áreynslu að
skreiðast niður í dálítið jarðfall í rjóðri
20