Samvinnan - 01.10.1982, Page 23
ganga betur. Við förum fram hjá
eyjunni Þorsteini Islending, sem er
skammt ulan við Arsukfjörð. Við
mætum dönsku varðskipi á útleið frá
Grönnedal, sem er herstöð um 5 km.
innan við Ivigtut. Skömmu síðar
látum við reka útifyrir „hafnarmann-
virkjum" staðarins.
• Missti gómsætan bita
Þá er kallað í talstöðina; sænskt
skip með hollenskri áhöfn, sem hafði
verið skannnt á eftir okkur, hefur
lenl á ísjaka og fengið gat á lestina,
og óskar eftir aðstoð. Mælifellið setur
á fulla ferð út fjörðinn til móts við
hið nauðstadda skip, en þá kalla
Hollendingarnir aftur og afþakka
hjálp. Þeim hefur tekist að dæla út
ballest, svo að gatið rís úr sjó. N'okkr-
um tímum síðar kemur m/s Fenix
inn til Ivigtut, siglandi á „rassinum"
með stefnið hátt upp úr sjó. Við
fögnum því að sjá þá heila á húfi,
þótt siglingin sé ekki fögur.
Gráðugur ísinn hefur misst góm-
sætan bita, en bíður illvígur údfyrir
eftir næsta skipi. Það verðum við.
• Uak - fiskur af þorskætt
Við lestum á rúmum þrem sólar-
hringum.
Höfundur pistils þessa á ný
veiðarfæri frá Ellingsen og rennir í
hvert skipti sem látið er reka og tæki-
færi er til, sama hvort dýpið er 200
eða 2000 metrar, en verður aldrei
var.
Það mun ekki þeim að kenna hjá
Ellingsen, því við „bryggju" í Ivigtut
var Fiskur sem heitir Úak og er af
þorskætt drepinn grimmt og hengd-
ur upp í vélarrúmi til herslu.
Grænlenskir munu lílt hrifnir af
Fiski þessum, en herða hann fyrir
hunda sína.
Að lokinni herslu fór fram könnttn
meðal neytenda og leiddi hún ótví-
rætt í ljós, að eigi mun álitlegt fyrir
Grænlendinga að reyna fyrir sér um
kaupendur þessarar vöru á Islandi.
Þegar lagt er aftur af stað frá Ivig-
tut, höfum við þriggja daga gamlar
ísfréttir og samkvæmt þeim er siglt
norður með ströndinni. Einhvers-
staðar þar -á að vera hægt að snúa í
vestur og komast út úr ísnum.
Eftir sex tíma siglingu er skipið
fast. Enn er reynt tvisvar, en í síðara
skiptið komumst við aðeins skips-
lengd, uns allt er orðið aftur fasl.
• Gönguferð á ísnum
Við látum reka í ísnum og morg-
uninn eflir, sunnudaginn 4. júlí,
erum við enn fastir og það svo kyrFi-
lega, að nokkrir ævintýramenn fá sér
göngu á ísnum — í óþökk skipstjóra
sem lætur sér annt um heill skips-
hafnarinnar.
Um kl. 16.30 var þó hægt að byrja
að nudda að nýju, en með slíkri
hægð, að múkki fór syndandi fram
úr okkur!
Með þessari hægð er þó vísasti
vegurinn nokkuð áfram, en gæli
annars orðið niður á við.
Lítið er um tilbreytingu annað en
það, að ísinn tekur fram öllum upp-
ákomum í nútíma höggmyndalist -
og stöku selur sést svamla í ísnum.
Eftir furðu skamma stund greiðist úr
ísnum. Við siglum spöl í vestur, síðan
suður eða suðaustur, og loks erum
við komnir fyrir Hvarf og tökum
stórbaug þaðan til Shetlandseyja (það
er víst stysta leiðin). Eftir um það bil
viku verðum við í kóngsins, eða öllu
frekara drottningarinnar, Kaup-
mannahöfn - og þessum áfanga lok-
ið undir traustri stjórn Sveinþórs
skipsljóra og hans ágælu, samhenlu
og skemmtilegu áhafnar. +
Ein nóttin
var sérlega ónæðis-
söm. Þá rak okkur
undan vindi,
en ísinn barst með
straumi á
móti okkur. Af
þessu urðu
högg mikil
og skruðningar.
23