Samvinnan - 01.10.1982, Side 32
Jötunefldur
afkasta-
maður
og engum
líkur
Eitt öflugt versl-
unarfélag er
landsmönnum
gagnlegra en
fjögur smáfélög.
landsmönnum, í hið minnsta á því svæði
er fjelagið rekur verzlan sína. En eigi
var þó þessu að heilsa hjá allmörgum.
Margir hafa haldið eigum fjelagsins
föstum í verzlunarskuldum, aðrir hafa
myndað smá verzlunarfjelög og „pönt-
unarfjelög", á sama svæði og Gránufjel.
rekur verzlun sína, og nokkrir gerðu
hvorttveggja, þótt þeir sjálfir ættu hlut í
Gránufjelagi. Það er von að mönnum
þyki hið síðast nefnda ótrúlegt, að sömu
mennirnir sent eiga hlut í fjelaginu byiji
annað fjelag við hliðina, til þess að
veikja eða eyðileggja sitt eigið fjelag, eða
að slíkt skuli ekki ganga sómatilfmningu
þeirra of nærri, að halda fje fjelagsins til
þess að geta verzlað og verið í öðru því
andstæðu fjelagi; en þó er þetta satt.
Svona eru nú á þessum „síðustu og
verstu tímum“ skoðanir sumra rjettlátar
og sæmilegar í verzlunarviðskiptunum.4)
Sem betur fer, eru þó ekki allir með
þessu markinu brenndir, því hjer skal
með þakklæti viðurkennt, að margur
góður drengur hefur með dáð og
dyggð, stutt fjelagið frá byrjun þess til
þessa dags, jafn kappsamlega í orði og
verki, sem skuldaþrjótar og liðhlauparar
fjelagsins hafa reynt að rífa það niður,
sem hinir hafa byggt.
• Eitt verzlunarfjelag gagnlegast
Líklegt er að menn geli sjeð, þótt eigi
hafi þeir mikla verzlunarþekking, að eitt
öffugt verzlunarfjelag er landsmönnum
gagnlegra en 4 smáfjelög, eða væri því
skipt í 4 fjelög. Eitt öflugt tjelag hefur
meira lánstraust en mörg smáfjelög sitt
í hverju lagi, það getur rekið öflugri
verzlun, verkað meira á almennt vöru-
verð, og fremur komið á stofn kostnað-
arsömum fyrirtækjum, sem smá fje-
lögum er of vaxin. Sjeu þessi atriði rjett
hermd, er þá rjett gert að dreifa kröpt-
unum, og reyka frá einu til annars sem
ráðviltur maður?
Þegar unt stofnun nýrra verzlunarfje-
laga er að ræða, þá verður það fyrir-
komulag að silja í fyrirrúmi, sem útlit
hefur til að verða traustast til frambúð-
ar, og hafa mest áhrif á almennt vöru-
verð, svo Qelagið geti orðið sem flestum
að gagni. Þótt nokkrir efnamenn í svo-
nefndum sntá „pöntunarfjelögum" geti
greitt verð fyrirfram fyrir vörur handa
sjer, þá hafa fátæklingarnir ekki gagn af
því, og gerir enga breyting á hið al-
menna vöruverð. Varanleg verða þau
heldur ekki. Hvort [þ.e. hvert] það fje-
lag sem eigi er stofnað með fastri inn-
stæðu er haldlaust til frambúðar, eins og
hvert það fyrirtæki sent með tómum
höndum er byrjað. Þegar landbóndinn
byrjar búskap, sjóntaðurinn sjávarútveg,
eða handiðnamaðurinn iðn sína alveg
fjelausir, þá farnast þeim sjaldan vel,
alveg sama lögmáli er verzlanin háð.
Skaði á vörum og margvíslegur ófyrir-
sjáanlegur kostnaður getur á fallið, svo
óhjásneiðanlegt verði að jafna því gjaldi
niður á fjelagsmenn þegar enginn sjóð-
ur er til, til að taka þvílík útgjöld af; eitt
eða tvö fyrstu árin getur þetta ef til vill
heppnast, en þegar framlíða stundir, þá
má eigi búast við fullum skilum frá öll-
um fjelagsmönnum, auk þess sem staða
þeirra, sem stýra eiga slíkum fjelögum,
verður ervið og í margvíslegri óvissu,
bæði gagnvart fjelagsmönnum og lán-
veitendum fjelagsins.
• Skammlíf pöntunarfjelög
Margir eru þeir samt, sem ekki hafa
þessa skoðun; nokkur ár eru síðan að
menn við Isafjörð og á Suðurlandi
byrjuðu svo nefnd „pöntunarfjelög",
sem nú eru gengin til grafar. I Þing-
eyjarsýslu er enn þá eitt slíkt fjelag
nokkurra ára gamaltr’) Ekki er ólíklegt
að hinir efnabetri menn, sem hafa getað
verið í því, hafi haft nokkurn hag við
það, þar sent minni kostnaður fellur á
vöruna, og ekki er að stríða við stórar
verlunarskuldir, en að það hafi gagnað
fátæklingum sem eigi voru í fjelaginu,
eða að það hafi verkað á almennt vöru-
verð, veit jeg ekki til.
Fyrir 5 árum byrjaði pöntunarljelag
við Eyjafjörð, og varð þá að eins missiris
gamalt, á Suðurlandi spratt það upp
aftur ári síðar rnjög stórvaxið og
bráðþroska, en náði þó eigi að verða
eldra en tveggja ára því það snerist þá
upp í alveg útlenda verzlun, sem eins og
fyrri náði ekki 2 ára aldrinum og varð
að hætta með miklum skaða.b)
I Skagafjarðar og Húnavatnssýslum
hafa tvö undanfarin ár verið stór pönt-
unarfjelög, en útlit er fyrir að þau í ár
verði ekki jafn fyrirferðarmikil sem
áður, og að skynsamari menn sjeu farn-
ir að sjá talsverðan annmarka við þau,
einkum aukning munaðarvörukaupa, og
minni peningafiutning inn í landið.
Á Austurlandi er pöntunarfjelag ný-
byrjað, sem í ár hefur eflzt mjög. Góð
loforð um skilvísi er höfuðstóllinn, pen-
ingar engir, vörurnar eftir gömlum
vanda teknar að láni. Að jeta fyrir sig
fram og borga í hægðum sínum, það er
hámóðins á þessum tímum í flestum við-
skiptum manna hjer á landi. Sú er og
önnur grein nýja móðsins, sem jafn-
mikið er í hávegum höfð: að koma á
framsóknarfrelsisframfarafundi, steypa
þar sápubólur, greiða atkvæði um margt
og niikið og gleynta svo framkvæmdun-
um á flestu, þegar heim kemur í bú-
skapar og skuldabaslið.
Svo rnikið hafa ntenn hugsað um
verzlun og fjelög á seinni árum, að
skoðun alþýðu í því efni ælti að hafa
tekið framförum, en því fer fjarri, að
svo sje. Fyrir 15 árum álitu menn það
vera sjálfsagt, að hafa sameiginlegan fje-
lagssjóð til innkaupa og ýmsra útgjalda,
en nú hlaupa menn saman í smáfjelög
tómhentir; sje betur að gætt, þá gengur
fjelagsskapur sumra þessara fjelaga út á
það, að fá lána'öar vörur í fjelagsskap, og
32