Samvinnan - 01.10.1982, Side 38

Samvinnan - 01.10.1982, Side 38
Gæludýr Þar kom að gatan bergmálaði af skerandi sír- enuvæli og rauð ljós blikkandi spegluðust í glaðvöknuðum augum jafnt krakka sem full- orðinna. pípuna sína. Síðan tendraði hann eld- spýtu og kveikli í. Fyrsti reykurinn á morgnana. Þetta var hans sælasta stund á hverjum degi. Og hann kunni sko orð- ið að njóta hennar. Enginn skyldi taka þennan lúxus af honum. Eftir nokkra reyki, blástur og skyrp- ingar hóf hann að ræsa vélina. Venju- lega þurfti tvær til þrjár atrennur á startaranum. En þennan morgun dugði það ekki til. Heldur ekki fjórar eða fimm. I tíundu tilraun heyrði hann að rafgeymirinn var orðinn orkusnauður, junn-junn heyrðist daufara og daufara uns allt dó út og ekkert heyrðist neina tikk. Skúli var undrandi. Ekki reiður. Ekki enn. En hissa. Þetta hafði ekki hent áður. Jú, jarðýtan hafði bilað áður, en ekki svona. Það höfðu brotnað stykki, og slit hafði valdið bilunum. En rokkur- inn hafði alltaf farið í gang. Hann sat hugsi drjúga stund. Velti vöngum. Tottaði pípuna. Loks stóð hann upp og stökk út. Er hann lagði af stað í átt að húsintt hennar Stefaníu bærðist gluggatjaldið í stofunni hennar. Hefði Skúli litið þangað hefði hann séð konu á náttkjól. Næstum gegnsæjum náttkjól. En hann horfði aðeins niður á fíflana og sóleyjarnar troðast undir stígvélum hans. Hann gekk rakleiðis að útidyrunum hjá henni Stefaníu og hringdi dyrabjöllunni. Dyrnar opnuðust nær samstundis. Skúli leit upp og undrunarsyipur færðist yfir andlit hans. Um stund virtist hann hika — en síðan gekk hann inn fyrir og hurðin lokaðist á hæla honum. m tíuleytið þennan morgun, þt gar krakkarnir í götunni voru að koma á kreik, suniir í leik, aðrir á leið út í búð fyrir mömmu, heyrðist fyrst úr fjarska en síðan nær og nær, langdregið sírenuvæl. Allir litu upp, á næsta mann; undrun, spurn og kvíði, eftirvænting. Þar kom að gatan bergmálaði af skerandi sírenuvæli og rauð ljós blikkandi spegluðust í glað- vöknuðum augum jafnt krakka sem full- orðinna. Svefnpurkurnar fóru meira að segja fram í dyr á náttkjólum og nær- brókum. Sjúkrabíllinn, skínandi hvítur Ford með rauðum krossum á hurðum, renndi upp að húsinu hennar Stefaníu „Mamma, mamraa, hún Stefanía er dáin,“ heyrðist lítill strákur hrópa á harðahlaupum heint til sín. Hugrakkir krakkar hlupu heim lil Stefaníu til að fylgjast með. Þeir sáu sjúkraliða opna afturdyrnar á bílnum og draga út burðarrúm. Síðan hlupu þeir inn í hús- ið. Heil eilífð leið með þúsimd spurn- ingum, áður en dyrnar opnuðust aftur og mennirnir birtust og báru burðar- rúmið með Stefaníu í að því er virtist. Þó sást ekki í andlilið, því að ullarteppi var breitt yfir. Þeir höfðu snör handtök, renndu rúminu aftur í bílinn, lokuðu hurðum og þutu af stað með blikkandi ljósum. „Hún er ekki dáin“ sagði einn, „fyrst þeir selja Ijósin á.“ Og menn skiptust á skoðunum um þennan merki- lega atburð; upphrópanir, uppnám og margar uppástungur um tildrög. Þó kastaði fyrst tólfunum þegar Stef- anía sjálf birtist úti í búð upp úr há- deginu eins og hún var vön til að kaupa kaffi og export, fransbrauð og Lucky Strike; stálhress að vanda og sagði kaupmanninum áður en hann gat stun- ið upp orði af undrun, að ýtustjórinn, hann Skúli, hefði komið til sín um morguninn til þess að fá að hringja, en hefði skyndilega fengið eitthvert heiftar- legt kast og dáið á leið á spítalann. „Það er nú meira með þessa kyrrsetumenn nú til dags,“ sagði hún og ekki laust við háð í röddinni, „þeir bókstaflega hrynja niður eins og strá fyrir ljá.“ Otal sögur spunnust út af þessum at- burðum og orðunt Stefaníu og örlögum Skúla skalla. Sumar þeirra ganga enn ntanna á milli. En mín saga er þó ekki öll enn. Jarðýtan hans Skúla lenti nú í reiði- leysi, enda orðin gömul og slitin, þótt hún liti ekki illa út, gulmáluð og snyrti- leg. Að vísu voru gerðar tilraunir til að koma henni í gang, en þær báru ekki árangur. Og þar eð nú gengu í garð nýir tímar með nýjum tækjum, nýjum mönnum og nýjum tækifærum, þá gleymdist Caterpillarinn hans Skúla á lóðinni hennar Stefaníu. Hann ílentist þar. Fyrst í stað fengu krakkar áhuga á að gera hann að leiktæki, en þá mættu þeir Stefaníu nteð hlandkoppinn og varð nú þjóðsagan að veruleika, eða næstum því. Hún hótaði þeirn nefnilega að skvelta á þá ef þeir hypjuðu sig ekki hið snarasta. Sem þeir gerðu. Hún gerði meira en það. Hún skikkaði bæinn til að lagfæra girðinguna hennar. Hvað svo sem það hafði verið, sem til stóð að framkvæma á lóð hennar virtist það fara í gröfina nteð Skúla. Bæjaryfirvöld sáu sónia sinn í því að girða lóðina á ný. Upp frá þessu varð gulmáluð jarðýtan eins og hluti af Stefaníu. Hún eignaðist fastan samastað á lóðinni hennar innan um blómin, fíflana og sóleyjarnar. Stefanía sást oft ganga niður á lóð og virða fyrir sér þessa vél, sem hafði eitt sinn ógnað tilveru hennar með skrölti og skarkala, en stóð nú þarna, þæg og þögul eins og tamið dýr. Eins og gæludýr. + 38

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.