Samvinnan - 01.10.1982, Qupperneq 42

Samvinnan - 01.10.1982, Qupperneq 42
Vanmetum við heimilisstörfin? krossi í þann reit, sem samsvaraði þeim tíma, er hann taldi sig hafa varið til starfsins eða tómstundaiðjunnar. Svörin voru flokkuð eftir reitunum og var síðan reiknuð út prósentutala af heildarfjölda svaranna. Ennfremur var reiknað út, hve margar mínútur ntenn að meðaltali höfðu varið til starfsins og tómstundaiðjunnar. Niðurstöðurnar má sjá í töflu sem hér fylgir. Þótt einungis hafi verið spurt um tímaeyðslu eins dags er sú takmörkun ekki sérlega ntikilvæg, þar sem lagðar eru saman niðurstöðurnar frá mörgum aðilunt. Hins vegar er ekki unnt að öðl- ast örugga vitneskju um þau störf, sem eru árstímabundin eins og t.d. garð- yrkjustörf en könnunin fór fram í nó- vember og desember. • Hve langan tíma er unnið að heimil- isstörfum? Eins og sjá má í töflunni nota menn að meðaltali jafn langan tíma til heimilisstarfa og til starfa utan heimilis til að afla heimilinu launatekna. Sú nið- urstaða er ntjög athyglisverð. Tekið er fram í skýrslunni að ekki var kannað hve mikinn tíma forráðamenn heimila nota til að sinna börnum sínum, eins og að hjálpa þeim við heimanámið, leika við þau o.þ.h., enda ókleift að meta þann tíma. Augljóst er þó, að heimiiis- störfin eru tímafrek, þótt menn haft kappkostað að fjárfesta í allskonar heimilistækjum. Kominn er tími til að horfast í augu við þá staðreynd. Senni- lega kemur það engum á óvart að matreiðsla og ræsting eru þeir þættir heimilisstarfanna, sem lengstan tíma tekur að inna af hendi. Innkaupastörfin virðast þó einnig vera býsna tímafrek. Sé sá tími, sem menn nota lil að dytta að íbúðinni, garðinunt og bílnum (12- 14) eða þess háttar talinn saman virðast menn nota jafn langan tíma til þessara starfa og til ræstingar. Einnig er athygl- isvert að um helmingur allra sent fengu listann sátu eina til tvær klukkustundir fyrir framan sjónvarpið deginum áður, einungis 22% höfðu ekki horft á sjón- varp. Sjónvarpið virðist gegna mjög mikilvægu hlutverki sem frístundaiðja. • Niðurstöður kannana í öðrum löndum I hinni sænsku skýrslu voru niður- stöður könnunarinnar bornar saman við niðstöður kannana svipaðs eðlis, sem fram hafa farið í öðrum löndum. Þær virtust vera ákaflega líkar. Þegar niður- stöður á Norðurlöndunum fjórum voru bornar santan, kom í ljós að sá tími, sem notaður er til heimilisstarfa er lægstur í Finnlandi en hæstur í Noregi. • Niðurstöður á Islandi Hér á Islandi hafa ekki farið fram slíkar kannanir. Hér skal þó nefnt að á vegum kvennaársnefndar var í júní- september 1976 gerð könnun á stöðu og störfum íslenskra kvenna. (Skv. kvenn- aársn. 1977). Var þá sendur spurninga- listi nteð ýmsum spurningum til 387 kvenna á aldrinum 25—55 ára, en aðeins til þeirra sem héldu heimili. I spurningalistanum voru konur beðnar að áætla vinnustundir, sem fara í heimil- isstörfin. Aðeins 99 konur tóku afstöðu til þeirra spurninga. 45 konur töldu sig eyða 0—14 klst. 39 konur töldu sig eyða 45-74 klst. á viku í þau en 15 konur voru með meira en 75 klst. • Börnin og heimilisstörfin Sá tími sent menn verja til heimilis- starfa er æði misjafn. Hann fer að sjálf- sögðu eftir aðstæðum og ekki síst eftir því hvort börn eru á heimilinu og á hvaða aldri þau eru. Var svörunum í hinni sænsku könnun því einnig raðað eftir barneignum. Kom þá í ljós að á heimilum þar sem börn voru á aldrin- um 0—6 ára vörðu forráðamenn heimil- anna samtals rúntlega 8% klst. daglega til heimilisstarfa. Einhleypir notuðu hins vegar rétt tæplega þrjár klst. daglega en barnlaus hjón samtals um 5'/2 klst. 42

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.