Neisti - 01.05.1964, Page 8

Neisti - 01.05.1964, Page 8
/ SVAVAR GESTSSON : RÆÐA FLUTT A FUNDI HERNÁMSANDSTÆÐINGA í TILEFNI ÞESS.AÐ 15 ÁR ERU SflDAN föLAND GEKKÍ NATO OG 5 AR ÞANGAÐ TIL -v SAM> INGURINN RENNUR ÚT. Þegar áriö 1662 þeir Arni lög- maöur og Brynjólfur biskup settust niöur til að rita undir Kópavogssamn- inginn voru þeir báðir andsnúnir þessu verki og annar þeirra var með tárvot augu. Arið 1949, þegar nú æðsti valda- maður á íslandi, Bjarni Benediktsson undirritaði samning fyrir lands síns hönd um aðild að Atlantshafsbanda- laginu, þá hefur hann e. t. v. grátið með sjálfum sér, en engin ytri merki voru sjáanleg um, að honum leiddist gjörð þessi eða hann gengi að þessu verki nauðugur. Og enn hafa postular NATO hér ekki sést ásaka sig fyrir þetta, þvert á móti, þeir hafa aldrei verið upprifnari en einmitt nú. Fyrir alllöngu fundu sálfræðingar ákveðnar kenningar um kvalalosta manna’. Annars vegar eru þeir menn sem t. d. hafa unun af þvf að láta grýta sig, en hins vegar eru þeir, sem hafa unun af þvi að grýta aðra. En aldrei hef ég heyrt eða lesið um þá mann- tegund, sem er giýtt og álftur sig þar með grýta andstæðinginn. Tölu- vert er þó af fólki í sliku andlegu á- standi á fslandi í dag, reyndar ekki opinberlega svo miklu nemi, en þess- ar furðulegu kenndir bærast f hjarta ólíklegustu manna og koma fram þeg- ar góð tækifæri gefast. Við slfk tæki- færi er látið lfta út. sem svo, að um spaug eða jafnvel ýkjur sé að ræða, en svo ég víki nú aftur að sálarfræð- inni, þá eru forsendur slíks oft n.k. óskhyggja, jafnvel þótt um ýkjur sé að ræða af ásettu ráði. tekið f þjónustu sfna mikilvirkari á- róðurstæki heldur en prentað mál, þeir nota nefnilega tæki það, sem sjónvarp er kallað, og kæru vinir: nú ku fslendingar eiga f framtfman- um að vera sjónvarpsþjóð og hætta þessu gamaldags pári, hætta að vera bókaþjóð. íslenzk börn skulu ekki lengur læra fyrst orðin pabbi og mamma, já og nei, heldur dad og mommy, yes og no. íslenzka ríkis- útvarpið skal ekki lengur vixt við- lits, og f stað góðra þátta. eins og " Um daginn og veginn " komi "Gun smoke ". f stað guðs vors lands komi bandaríski þjóðsöngurinn. í stað barnatfmans komi Bonanza. f stað fslenzku fjallkonunnar komi Jayne Mansfield . f stað fslenzku glímunnar komi Shadow-boxing. í stað fánans okkar komi ein stjania í flaggi undirokarans. f stað Gunnars á Hlíðarenda komi Roy Rogers. f stað Halldórs Laxness komi Ellery Quinn. f stað Bessastaða komi hvítt hús. f stað mín og þfn komi James og Joy. f stað fslands komi Iceland. En þetta eru óskir þeirra sem hvað hundflatastir liggja fyrir hinu erlenda kúgunarvaldi, erlenda áróð- urstæki, sjónvaipinu. Við þessu eig- um við að sporna og það er einmitt til þess, sem þessi fundur er hald- inn, til að kalla saman æskumenn og konur, sem hefja vilja sókn f fs- lenzjkri sjálfstæðisbaráttu, svo að það megi sjást að þessi kynslóð, sem al- in er upp í hemumdu landi, haldi ekki sfður uppi merkinu en þeir afar okk- ar og þær ömmur er háðu sjálfstæð- isbarattuna. Þessi tegund kvalalosta kom fram á sfðum Alþýðublaðsins hinn 1. apríl Löngum hefur það verið til siðs að leika dátt félaga sinn þennan dag og Alþýðublaðið brá á leik og bjó til sög- una um stofnun Þjóðvamarfélags á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt þeirri sögu áttu dátaböm nokkuð að hafa orðið fyrir áhrifum af lestri Grettlu, og ým- is önnur hættuleg áhrif áttu að hafa komið fram á hinni amerísku menningu. Af þessu aprílgabbi Alþýðublaðs- sins má sjá að sjálfsblekkingin er sterk í röðum postulanna - svo sterk að sú kenning, sem ég setti fram f upphafi, fær staðizt hvort sem hún verður seinna sett á blað f alfræðibók- um eður ei. Ekki skyldi mig irndra, að dátarair fengju útbrot af þvf að svelgja af brunn- um fslenzku bókmenntanna nýkomnir úr úr slepjukúlturnum fyrir vestan. En nú vill svo til að verndararnir tfðka lftt lestur fslenzkra góðbóka og hefur sú tízka þeirra mjög fært út kvíarnar og er nú svo komið að hluti hinnar fs- lenzku æsku hefur tekið upp þessa háttu og miklast af. Og dátamir hafa Og nú ætla ég að lokum að segja ykkur stutta sögu: Snemma f vetur kom til mín lítil vinkona mín, sem nýlega var farin að læra landafxræði og sagði: " Frændi, það er ísland á hálsinum á honum afa ". Ég hváði að vonum, en lét þó tilleiðast fyrir þrábeiðni vinkonu minnar að athuga hálsinn á honum afa hennar. Og við skoðuðum hálsinn á afanum og þar mátti sjá hrukkur og lfnur markaðar af mörgum árum harðrar lífsbaráttu Svo útlistaði litla stúlkan fyrir mér þetta sékennilega felandskort, sem ég eðlilega botnaði lftið í. NÚ ekki alls fyrir löngu dó afinn. Þá kom litla stúlkan til mfn og sagði: " Frændi, mér fannst það svo leiðin- legt, að fslandið skyldi deyja með honum afa mfnum. " Vinkona mín var furðu skarp- skyggn þótt lítil væri. En þó að sú kynslóð, sem við tilheyrum hafi aldrei litið frjálst fsland og afarnir og ömmuraar séu nú sem bráðast að týnast brott úr hérvistinni, þá skal það aldrei um okkur spyrjast að við varðveitum ekki landið okkar og kom- um f veg fyrir að það verði einn gadd- urinn f jámhæl kúgarans. 8

x

Neisti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.