Neisti - 01.12.1965, Síða 19

Neisti - 01.12.1965, Síða 19
NÍÐSTÖNG HIN MEIRI. tJtgefandi: Helgafell. Dagur Sigurðarson Svanur snillinnar flýgur. Sezt á hof hræsninnar. Syngur. Reitir, eitir skeytum teitum heitum. Menn horfa upp til hans og spyrja hvern annan: "Er þessi sá sem koma skal?" Svo líða dagar svo líða ár, svanurinn eitir veitir hneytir snilld sinni að dauðsljóum vegförum í vargstræti. Sumir þeirra staldra við og segja: "Þarna er sénxið. " Pétur Pálsson. LEIKRITHD UM FRjALST FRAM- TAK STEINARS ÖLAFSSONAR I VERÖLDINNI. Eftir Magnús Jénsson. í>að var talsverð eftirvænting f fólki þegar frumsýnt var Leikritið um frjálst framtak Steinars ölafssonar f veröldinni, fyrsta leikrit Magnúsar Jónssonar, en vonandi ekki það sfð- asta. Reyndar er kannski of djúpt f árinni tekið að tala um frumsýningu og réttara að tala um flutning. Leikarar Grfmu lásu leik- ritið upp á sviði, en leikstjóra tókst þó að gæða það bæði lffi og litum með einföldum brögðum. Leikritið um frjálst framtak Steinars Olafsson- ar f veröldinni fjallar eins og nafnið bendir til um lffsbaráttuna f nútfma kapitalfsku þjóð- félagi, þar sem þeir einir eru einhvers metn- ir, sem tekst að græða fé, mikið fé, helzt meira en allir aðrir f umhverfi þeirra og ger- ir þá minna til hvernig fjárins er aflað. Persónur leiksins eru flestar venjulegt ungt fólk. Steinar, aðalpersónan, og Siggi vinur hans eru ungir menn, sem langar að eignast peninga, mikla peninga; en það á að ganga fljótt, þeir vita sem er, að ekki græðast miklir peningar á heiðarlegri vinnu einni sam- an. Það verður að fara út f bisness ef maður ætlar að græða og eignast það sem hugurinn girnist eða kannski það sem maður verður að eiga til að teljast til betri stétta þjóðfélags- ins: tfvf, uppþvottavél og grill, nú og nátt- úrlega sportbíl. Startkapftalið vantar. En hvað um það. Hægt er að plata einfaldan föður Steinars til að skrifa uppá og leggja að veði hús, sem hann hefur verið að byggja f tuttugu ár. Og þegar hann hefur tapað þvf og ekki hægt að plata hann meir, er nafn hans bara falsað og lögð að veði íbúð sem hann er farinn að byggja f stað hússins. Það þýðir ekki að vera heiðar- legur þegar á að græða peninga og fara f bfsnis. Eða eins og Siggi segir: Meðan spek- ingar þenkja og fffl vinna, þénar sá klári og lifir lffinu. Menntun er pfp og djobb er líka Piþ. Og þetta tekst. Eftir ýmsar misheppnaðar tilraunir tekst þessum ungu mönnum loks með "frjálsu framtaki" að verða rfkir. Skipt- ir þá máli hvernig byrjað er? "Við byrjuðum dálftið óheiðarlega, mætti segja", segir Stein- ar seinna, "en sfðan hefur allt verið meira eða minna heiðarlegt”. Við kynnumst f leikritinu tveimur unnustum Steinars, Bellu, þeirri fyrri, nútfma Reykja- víkurstúlku, sem fer á yndigþokkan'mskeið til að læra að ganga og sitja, snyrta sig og bera sig og s. frv. Bella vill eignast flott heimili, með ffnum mubblum, tfvfi og öllu tilheyrandi og þegar hún gefur upp vonina um að Steinar sjái henni nokkurntfma fyrir þessum lystisemdum, er auðvelt að ná f ann- an. Sunna, kokkur á sfldarbát fyrir austan, sfð- ari unnusta Steinars, er alger andstæða Bellu, gegnheiðarleg og sjálfri sér samkvæm. Aðrar persónur leikritsins eru ölafur, faðir Steinars, maður af gamla skólanum, nægju- samur og ber enn virðingu fyrir vinnunni og heiðarleikanum. Lárus, kaupfélagsstjóri, aðaleigandi og höfðingi sfldarþorpsins, sem óttast samkeppnina við Steinar, og sonur hans Júnfór, ungur auðnuleysingi og einfeldningur, sem bfður lægri hlut f keppninni við Steinar um ástir Sunnu, en fer út f sameiginlegt gróðabrall með honum. Þá eru Stfnur þrjár, söltunarstúlkur og tveir Gvendar verkamenn. öþarfi er að rekja hér nánar söguna af þvf hvemig Steinar fer að græða og að bjarga sér undan tugthúsinu að lokum með þvf að sökkva síldarbáti fyrir Lárus og verða óvart hetja um leið. En Magnúsi tekst að gera þessa sögu trúverðuga. Hann stillir upp á svíðið fólki f nútfma kapftalfsku þjóðfélagi, nánar tiltekið á íslandi, og lætur það hegða sér eins og honum finnst eðlilegast. Leikritið er snörp ádeila á yfirborðslegt þjóð- félag okkar og dansinn kringum gullkálfinn. Helzti plús þess er að höfundinum liggur eitt- hvað á hjarta - og þorir að segja það. A þvf eru að vfsu nokkrir smfðagallar, en það er ferskt og aðalpersónur þess raunverulegar manneskjur. Við þekkjum vel fólk eins og Steinar, Sigga, Bellu og júnfór. Með þvf að gera þessar persónur svona eðlilegar og iáta þær fara þær leiðir, sem rökrétt eru óhjákvæm' ilegar, tekst Magnúsi að lýsa mörgu öðru f leiðinni og tæpa á enn fleiru. Aðalinntak og boðskapur leikritsins kemur kannski bezt fram f þessum orðum Sunnu: "Það er annaðhvort heimska eða bfsniss að segja þetta er bara svona. Það getur ekki ver- ið náttúrulögmál að menn þurfi að leggja af ;sér alla mannsmynd til að vera menn með |mönnum. Hvers konar samfélag er það? Þetta er bara svona. Nei, það skal ekki vera". Talmál unga fólksins þekkir Magnús út f æsar. Hins vegar tekst honum ekki eins vel með eldra fólkið. ölafur og Lárus verða helzt til stfliseraðir. ölafur ótrúlega vægur, þolin- móður og gamaldags. Lárus of venjuleg 'klissja. Gvendarnir tveir eru skemmtilega gerðir og sannir, Stfnurnar lakari. Og að lokum er það Sunna. Sú persóna, sem greinilega á mesta samúð höfundar og hann lætur túlka skoðanir sfnar. Kannski er það þessvegna sem hún er ekki nógu eðlileg, ekki nógu sönn. Sunna er ekki nógu blæbrigðar hún er nærri þvf of góð og heiðarleg. Höfund- ur setur hana upp á stall og f þannig aðstöðu getur enginn verið eðlilegur. Þegar skrifað er ádeiluleikrit er betra að láta enga persónu leiksins komast að þvf hvar samúð höfundar er. Það er nóg að áhorfendur komist að þvf. Talkór er skemmtilega notaður vfða f leik- ritinu og mun Magnús líklega fyrstur fslenzkra leikskálda til að hætta sér út f það fyrirtæki. Ekki kann undirrituð að meta endi leikrits- • ins. Það er hægt að senda öðrum höfundum tóninn á öðrum vettvangi og óþarfi að setja inn antiklfmaks f eigið verk til að gera grfn að þeim. Leikritið um frjálst framtak Steinars ölafs- sonar f veröldinni var eins og áður er sagt flutt af Leikklúbbnum Grfmu og stóðu leik- arar sig yfirleitt sæmilega og sumir mjög vel. Leikstjórn Eyvindar Erlendssonar kom þægilega á óvart og hópurinn virtist starfa vel saman. Eftirvæntingarfullir sýningargestir fengu ósvikna vöru f staðinn fyrir peningana sfna, eins og leikstjóri boðar f upphafi. Hitt er svo annað mál, að ósvikin vara getur snert marga illa. Vilborg Harðardóttir.

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.