Neisti - 10.10.1978, Blaðsíða 10
NEISTI lO.tbl. 1978 bls. 1.0
Vinslít Kína og Albaníu
Maóistar hér á Tslandi sem
og annars staöar hafa staöiö
1 ströngu aö undanförnu.
Réttlætingar- og stefnubreyt-
ingarmaskínan hefur veriö
þanin til hins ftrasta. Þeir
hafa ekki einungis mátt verja
heimsókn Húa Kúó-fengs til
slátrarans í keisarahöll frans
(raunar foröast þeir sem mest
þeir mega aö ræöa máliö)
og styöja vondan málstaö Kin-
verja í deilum þeirra viö Víet-
nama, heldur hafa þeir einnig
mátt sjá á bak góðum og gegr*-
um vinum i Albaníu.
Það er hreint ekki svo óra-
langt síðan ungir eikarastrák-
ar komu úr landi Envers
Hoxha meö marxlenínískar
leiöastjörnur í augum og
ástarroöa í kinnum. Raunar
haföi söguleg nauösyn kraf-
ist þeirrar fórnar af þeim aö
þeir fjarlægðu ósiðlegar
líur sinar og skegg. En lands-
feöur í þvisa landi telja þvílík
vestræn úrkynjunartákn hættu-
leg óspilltri alþýðu. Þó tjáðu
allsber andlit eikmlaranna
enga óánægju með þessar
ráðstafanar né heldur annan
framgang mála í Albaníú.
Hitt væri nær sönnu að ætla
að nýleg vinslit Albaníú og
Kína valdi þeim vonbrigðum.
Þeir hafa neyöst til að taka af-
stööu í deilum þessaratveggja
þjóöa sem segja má aö séu
hugmyndafræðilega fööurhús
þeirra.
Margt hefur þó auöveldað
þeim valiö. Stærö þjóöanna
og pólitúskur' áhrifamáttur
skiptir meginmáli í þessu
samhengi. En vert er einnig
að minnast þess að Maósinnar
hérlendis hafa alla tíö sýnt
kinverska skrifræðinu fölskva™
lausa hollustu. Kenningar
Maós í túlkun skriffinnanna
hafa verið þeim heilög vé.
Þess er því vart að vænta að
þeir hallist á sveif með Al-
baníustjórn þegar hún sendir
frá sér harðorða gagnrýni
á utanríkispólitík Kinverja,
en hún byggir einmitt á kenn-
ingum Maós um heimaná þrjá
og risaveldin. En vist er að
ekki hefur uppgjör þetta verið
með öllu þrautarlaust. Er
raunar illt til þess að vita
ef valdaspil stjórnvaldaí
Peking og Tirana verður til
þess að spilla vináttu ís—
lenskra maóstráka og al-
banskrar alþýðu.
"HEIMSVALDASINNAR 1
KINA. "
Þaö er ekki ýkja langt siðan
alvarlega tók að sjóða upp úr
milli forystumanna Albaniu
og Kína. Ljóst er þó að gagn-
rýni Albaniumanna á kín-
verska þjóðarleiðtoga hefur
fariö vaxandi undanfarin ár.
Raunar var þessari gagnrýni
haldið leyndri lengst framan
af semeins konar fjölskyldu-
rifrildi.. M. a. hefur nú verið
birt sjö ára gamalt bréi þar
sem Kxnverjar eru gagnrýnd-
ir vegna heimsóknar Nixons
fyrrum bandaríkjaforseta til
Kína.
Það var þó ekki fyrr en 1 97é
og þó einkum 1977 að þetta
fjölskyldurifrildi varð að
opinberum hugmyndafræðileg-
um deilum. innan heimshreyf—
ingar maósta, svonefndra
marxleninista. Það var eiri-
mitt þá sem Albanir tóku að
birta gagnrýni sina á utan-
ríkisstefnti Kina, Að visu
nefndu þeir Kinverja lengst
af ekki a nafn heldur gagn-
ryndu kenninguna um heimana
þrjá sem kínverska skrifræð-
ið notar til að réttlæta stefnu
sxna í utanríkismálum. Ljóst
er að Kínverjar hafa fljótlega
tekið aö refsa Albönum á
ýmsan hátt fyrir óþekktina.
Sögusagnir herma að þegar ár-
iö 1977 hafi þeir byrjaö að
draga úr efnahagsaðstoö
sinni við þá . Ekki hefur þaö
siðan bætt úr skák að Albanir
styðja Vietnama í landamæra-
skærum þeirra við Kxúa.
Þann 24.júnís.l. birtist
m. a. eftirfarandi í Zeri i
Popullit, málgagni Flokks
vinnunnar í Albanxú:
sérhverjir þeir sem
halda að hægt sé að þvinga
skoðunum sinum og mótmæl-
um inn á aðra meðþrýstingi
og fjárkúgun geta verið vissir
um að. alþýða Vietnam gengst
aldrei undir slíkt né munu
aðrar þjóðir láta sér það vel
lxka. "
Greinilega er hér vegið að
Kinverjum vegna framkomu
þeirra við Vietnama (sbr.
Neisti, 9.tbl. 1978). Það
leið heldur ekki á löngu þar
til Albanir fengu sömu
striðstól bandarísku heims-
valdastefnunnar sem Nató
og önnur hernaðarbandalög
eru, hvetur kenningin um
"heimana þrjá" til heims-
styrjaldar heimsvaldasinna.
f viðleitni sinni til að vinna
í fullu samræmi við kenning-
una um "heimana þrjá" hafa
kinverskir leiðtogar leiðst til
þess að sameinast jafnvel
sjálfum "höfuðóvinunum",
þ. e. bandariskum heimsvalda-
sinnum og einokunarhringjum
Evrópu, fasistum og kynþátta-
höturum, kóngum og lénsheri-
um, ofstækisfyllstu striðs-
æsingamönnum og vopnasöl-
um. Pinochet og Frankó,
fyrrum nazistaforingjar úr
þyska rxksihernum og jap -
anska keisarahernum, úlfar x
sauðagæru á borð við Móbútú
og blóðþyrstir kóngar, amr-
ískir yfirmenn og forsetar og-
fjölþjóðlegir auðhringar urðu
bandamenn þeirra. "
ORSAKIR VINSLITANNA.
Það var nákvæmlega ári
Hér má sjá kxnverska toppbýrókratinn Hua Kuo-Feng skála
í kampavíni við Marie Antoinette frans - öðru nafni Farah
Diba. Myndin er frá nýlegri heimsókn Hua til írans.
afgreiðslu. Þann 7.júlí
s.l. hættu Kínverjar allri
efnahagsaðstoð við þá.
Enn fremur kölluðu þeir heim
alla tæknilega ráðunauta, en
aætlað er að þeir séu um
500 talsins. Við þessu níð —
ingsbragði áttu ráðamenn í
Tirana einungis til máttvana
svar. f opnu bréfi 29. júlf
ákærðu þeir leiðtoga Kfna um
að reyna "að gera Kína að
heimsvaldasinnuðu risaveldi"
GAGNRÝNI ALBANA.
Meginhluti gagnrýni Albana
beinist gegn kenningunni um
heimana þrjá, en þá kenn-
ingu telja þeir " andmarxiska"
og ,,gegnbyltingarsinnaða".
Þessi kenning hefur verið
notuð umalllangt árabil af
ráðamönnum í Peking til
að réttlæta samvinnu og
bandalög við nýlendur og
hálfnýlendur (þriðji heimur-
inn), auðvaldslönd í Evrópu
og viðar (annar heimurinn)
og jafnvel bandariska. heims-
valdasinna (fyrsti heimurinn)
gegn höfuðpaurnum í fyrsta
heimi, Sovétríkjunum, sósxal-
heimsvaldasinnunum. Gagn-
rýni Albana á þessa kenningu
er nokkuð margþætt en eftir-
farandi tilvitnun ætti að gera
lesendum Neista ljóst hversu
djúpstæður ágreiningur
hinna tveggja fyrrum vina-
þjóða er orðinn:
"Kenningin um heimana þrjá
. . . leitast við að draga úr
byltingaranda öreiganna og
stéttarbaráttu þeirray þar
sem hún hvetur til bandalags
við burgeisa og heimsvalda-
sinna. Með þvi að bera þvi
við að stund byltingarinnar
sé ekki runnin upp, leitast
kenningin um "heimana"
þrjá" við að viðhalda óbreyttu
ástandi (status quo), ástandi
sem einkennist af kúgun og
arðráni kapítaiista, nýlendu
og nýnýlendusinna.
Með þvi að blása í glæður
hernaðarkapphlaupsins og
með þvi að treysta á slík
áður en Kinverjar hættu allri
aðstoð við Alabani að þessi
gagnrýni birtist á siðum
Zeri i Popullit, 7.júlíl977.
1 tilefni af þeim opinberu
deilum sem spunnust af
greinarskrifum þessum birt-
ist þann 5. ágúst 1977 grein
um málefnið í sænska vikurit*
inu Internationalen þar sem
getur eru að þvi leiddar
hvers vegna til gagnrýninnar
hafi komið. Niðurstaða
greinarhöfundar er þriþætt:
Að undanförnu hefur sú
tilhneiging orðið nokkuð rxkj-
andi hjá kinverska skrifræð-
inu að hvetja ve sturlandabúa
til að þjappa sér saman utan
um auðvaldsstjórnir síúar til
að styrkja þær í baráttunni
gegn höfuðandstæðingnum.
Þessi tilhneigin sem á sér
orsakir í kenningunni um
heimana þrjá og diplómatisk-
um þörfum kinver skrai skrif-
finna hefur leitt til þess að
greinar hafa birst í Dagblaði
alþýðunnar, málgagni Peking-
stjórnar, sem beinlínis hvetja
til þess að stjórnir vestur —
evrópurxkja styrki hervarnir
síúar og þar með Nató. Þar
er jafnframt að finna hvatn-
ingu til verkalýðsins í þessum
löndum um að standa við hlið
borgaranna: "Komi til styrj-
alda skulu öreigar þessara
landa ganga fram fyrir skjöldu
og berjast fyrir varðveislu
og sjálfstæði þjóða sinna. "
(Dagblað alþýðunnar.)
Það er vitað mál að Albanir
telja það engan veginn þjóna
hagsmunum sínum að EBE og
Nató séu styrkt. Þvert á móti
eru þessi bandalög og aukinn
styrkur auðvaldsins bein
ógnun við öryggi þeirra.
I annan stað ma nefna það
að vafalaust hefur það farið
í taugarnar á leiðtogum
Albanfumanna að vera flokk-
aðir með öðrum smáríkjum,
svonefndum þriðja heimi.
Þegar haft er í huga að þeir
eru settir í bás með stór-
stjörnum á borð við írans-
keisara, Pinochet, Mobuíu
o. s.frv. gefur að skilja að
þeim þyki flokkun þessi
lxtill vegsauki. Þeir hafna
þvi þeirri skiptingu jarðar-
innar að alls kyns rxki, alls
kyns samfélagskerfi og stjórr-
ir skuli dregnar í sömu dilka
eingöngu vegna stærðar sinn-
ar eða smæðar.
Þriðja atriðið og ef til vill
það sem mestur spennuvaldui
hefur orðið í sambúð þjóð-
anna eru vaxandi samskipti
Kina annars vegar og Júgó-
slaviu og Rúmeníú hins veg—
ar. Þetta verður skiljanlegt
í ljósi þeirrar staðreyndar aZ
fullur fjandskapur hefur rxkt
á milli nágrannaþjóðanna
Albaniu og Júgóslavíu allar
götur frá þvi að hinir fyrr—
nefndu slitu öllum tengslum
við Titó og kompani árið
1948. Albanir telja sjálfstæði
sitt í hættu vegna nærveru
Júgóslava Aukin ást ráða—
manna í Kxúa á þessum erki-
óvinum hefur því sist orðið
til að mýkja skap þeirra.
Raunar er ljóst að Peking-
stjórnin hefur lxtið lagt í að
viðhalda góðu sambandi við
Albani. Kínverskir stjórnar-
herrar hafa komist að þeirri
niðurstöðu að Júgóslavar og
Rúmenar séu áhrifameiri
bandamenn en Albanir í ref-
skákinni við Sovétrxkin. Segjc
má þvi að stund uppgjörsins
hafi verið runnin upp. Út
frá sjónarmiði kmverskrar
utanríkisstefnu skiptu tengsl-
in við Albaníu nú sáralitlu
máli. Þau máttu allt eins
missa sxn þar sem áhrifarxic-
ari sambönd höfðu komist
á. A hinn bóginn hafði kín-
versk utanríkispólitxk komist
í andstöðu við hagsmuni
albanska skrifræðisins. Því
fór sem fór.
SAGAN ENDURTEKUR SIG.
Enda þótt gagnrýni Albana
hafi verið harðörð réttlætir
það á engan hátt svívirðilega
framkomu Kxúa í þeirra garð
Jafnvel þótt hún hefði ekki
átt rétt á sér og væri út í
hött væri andsvar Kínverja
fólskubragð. Það ber og að
hafa í huga að Albanir hafa
engan veginn yfirgefið hug-
myndafræðilegt yfirráðasvæði
stalinismans. Þvert á móti
hafa þeir stuðst við tilvitn-
anir í verk Stalíns, notað
kenningu maóstalínista um
risaveldin sem grundvöll
gagnrýni sinnar og sýnt
megnustu andúð á Sovetríkj-
unum.
Albanir hafa sjálfsagt ekki
gert sér grein fyrir afleið-
ingum óþekktar sinnar. En að-
gerðir Kínverja tákna í reynd
efns.hagslega kreppu ef ekki
algjört hrun hjá þeim. Um
hundrað verkefni sem byggðu
á kínversku efnahags- og
tækniaðstoðinni stöðvast.
Skortur verður á tæknimennt-
uðu fólki og utanrxkisverslun
Albaníu dregst saman, en
þriðjungur hennar hefur verið
við Kínverja. Albania er ein
og yfirgefin á diplómatísku
eyðiskeri. Það eru einungis
Vxetnamar sem halda sam-
bandi við þá. En bæði Víet-
nam og Kúba háfa lagt fram
stuðningsyfirlýsingar við þá
í þessu máli.
Það má raunar segja að hér
fái kenning Hegels um að
atburðir veraldarsögunnar
endurtaki sig með nokkrum
hætti tvisvar enn eina stað-
festingu. Samsvaranir þess-
ara deilna og deilna Rússa og
Kfnverja á áratugnum 1950
til 1960 eru ótrúlega margar.
T fyrsta lagi var veigamikill
þáttur deilnanna ákærur veik-
ari aðilans um " endurskoðun-
arstefnu" hins. Maó varaði
við henni á síúum tima og
beindi spjótum sinum að
Krúsjéff, og Albanir upphófu
svipaða frasalógiu og réðust
að ráðamönnum Kina. Þá
ágerðust deilurnar með því
að ráðamenn þjóðanna tóku
mismunandi afstöðu til ann-
arra þjóða og mörg onnur
minni háttar atriði mætti
nefna. Eri mikilvægasta sam-
svörunin er þó sú að sterkari
aðilinn skrúfar fyrir alla efna-
hags- og tækniaðstoð. Aðgerð-
ir Sovétmanna á sinum tima
er þeir stöðvuðu efnahags- og
tækniaðstoð sina við Kxha ollu
hinum siðarnefndu ómældu
efnahagslegu tjóni og hafa
örugglega hægt verulega á
efnahags- og tækniþróun þar
í landi. Þetta fordæmi gerir
sök Kinvérja í þessu máli
meiri, þegar þeir hætta
efnahagsaðstoð við Albani
og Vietnama sem þarfnast
hennar jafnvel enn meir en
þeir gerðu á sinum tíma.
Það sem gerir örlög Albana
þó allt að því harmskopleg
eru viðbrögð þeirra. Kfnverj-
ar komust að þeirri niður--
stöðu á sinum tima að
Sovétrxkin væru heimsvalda-
sinnað risaveldi. Albanir
hafa hins vegar kokhraustir
komist að þvi að ráðamenn
íKina séu að gera rxkið
í austri að heimsvaldasinn-
uðu risaveldi. Músin reynir
að öskra eins og ljónið.
SÞH
USA
SWP
í stórræðum
Hinn 1 8. júli 1 973 höfðaði
SWP (Sósialiski verkamanna-
flokkurinn), deild IV. Alþjsb.
í Bandaríkjunum mál á hend-
ur FBI, CIA og öðrum njósna-
stofnunum. Krafist var 40
milljón dollara skaðabóta
vegna ofsókna og njósna sem
SWP og æskulýðssamtök hans
YSA, hafa orðið að þola á und-
anförnum áratugum af hendi
þessara stofnana. Málið hef-
ur enn ekki komið fyrir dóm-
stóla en undirbúningsrann -
sókn þess hefur neytt rxkis-
stjórnina til að birta 100.000
blaðsíður af leynilegum FBI-
skýrslum. Mikið af því sem
nú er vitað um ólöglegar
stjórnaraðgerðir gagnvart
sósfalistum, svertingjum,
kvennasamtökum og stúdenta-
samtökum er tilkomið vegna
þessarar málshöfðunar SWP.
FBI hefur einnig verið neytt
til að játa, að á timabilinu
1960-70 hafa 1300 flugumenn
verið notaðir gegn SWP og
YSA, þar af hafa 300 verið
félagar í þessum samtökum.
Sem dæmi um umfang þess-
ara aðgerða má nefna að á
tímabilinu 1960-68 brutust
útsendarar FBI 92svar sinn-
um inn í aðalskrifstofur SWP
í New York.
Þetta mál hefur mikib ver-
ið í fréttum í Bandarxkjunum
að undanförnu. Astæðan er
sú að dómsmálaráðherra
Bandaríkjanna, Griffin Bell,
hefur neitað að hlfða kröfu
dómara þess sem fer með
málið og afhenda lögfræðing-
um SWP og YSA lista yfir 18
flugumenn sem hafa verið
notaðir gegn SWP og YSA.
Lögfræðingar SWP/YSA hafa
krafist þess að dómsmálaráð*
herrann verði dæmdur ífang-
elsi fyrir að sýna réttinum
fyrirlitningu.
Allt þetta mál sýnir íhnot-
skurn, hverskonar aðferðum
Bandarxkjastjórn beitir gegn
fullkomlega löglegum samtök-
um eins og SWP. Það er svo
dæmi um ,,fréttamennsku"
dagblaðanna hér að þau hafa
ekki minnst einu orði á þessi
málaferli, þrátt fyrir að
fréttir um þau hafi hvað eftir
annað verið á forsíðum stór-
blaðanna bandarísku.
-S.Hj.