Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 5

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 5
Skodanakönnun um herinn og NATO- Fylgi gjaldtöku- hugmynda sýnir, aö minnihluti álítur hernámid í þágu íslendinga Eftir Má Gudmundsson Pólitísk kjaradeila Þessi kjaradeila, er í eðli sínu f.o.f. pólitísk. Efnahagslegar ákvarðanir rík- isstjórnarinnar, sem komnar eru undir húsakynnum Verslunarráðsins, eru beinlínis teknar í þeim tilgangi að gera hina ríku ríkari á kostnað almennings. Talað er um þenslu á vinnumarkaði þrátt fyrir yfirvofandi atvinnuleysi, skattar eru hækkaðir og dregið úr opin- berri þjónustu í kjölfar gríðarlegrar kjaraskerðingar osfrv. Sjóndeildar- hringur ríkisstjórnarinnar er gjörsam- lega afmarkaður við lágkúrulegustu einkahagsmuni yfirstéttarinnar, sem endrum og eins færir þá í keisaraklæði markaðskreddunnar, en telur þá oftar fullboðlega nakta og augljósa hverjum manni. Vaxtahækkun á lánum almenn- ings, frjáls álagning, skuldbreytingar til handa útgerðarmönnum sem hafa árum saman staðið í rányrkju á fiskimiðunum og sólundað afrakstrinum jafnharðan í offjárfesting og einkalúxus - þetta er inntak stjómarstefnunnar, ásamt því að smyrja á lyf, ráðast að bamafræðslunni, herða skattheimtuna osfrv. Um þessa stefnu er tekist í sérhverri kjaradeilu nú, og henni verður að hnekkja, ef launafólk í landinu vill ekki verða ofurselt blindum gróðaöflunum nú og framvegis. Leggjum á brattann í haust Þó þess sé ekki að vænta, að umtals- verðar kjarabætur nái fram á hausti komanda, er uppsögn samninga og und- irbúningur aðgerða þýðingarmikið skref, vegna þess að það vísar fram á við. Baráttuaðgerðir í haust em ekki að- eins leið til að verjast frekari kjara- skerðingum, þær em einnig upphaf þess að losa kverkatak hinnar gráðugu at- vinnurekendastéttar af þjóðh'finu, upp- haf endurreisnar verkalýðssamtakanna, sem hafa staðið máttvana frammi fyrir kaupmáttarhruninu undanfarið ár. Endanleg úrslit þeirrar baráttu, sem verður að hefja á haustmánuðum, munu ekki liggja fyrir á næstunni. Til að end- urheimta kaupmátt launa, og tryggja verkafólki mannsæmandi viðurværi, verður að gera verkalýðshreyfinguna að voldugu afli, sem tekur þjóðfélagsþró- unina í sínar hendur, en sviptir óreiðu- kláfana, sem atvinnurekendastjómin elur nú af kappi, öllum ítökum í fram- leiðslustarfi og viðskiptum þjóðarinnar, og tekur umsjá félagsmála, heilbrigðis- mála og menntamála úr höndum borg- arastéttarinnar og pólitískra fulltrúa hennar. Þessu markmiði verður ekki náð í haust, en leiðin á tindinn liggur um fyrsta hjallann, og yfir hann geta þau verkalýðsfélög sem hyggja á aðgerðir í haust borið alla hreyfinguna ef vel er að verki staðið. Nýlega var gefin út á vegum Örygg- ismálanefndar könnun á viðhorfum Islendinga til öryggis- og utanríkis- mála, sem framkvæmd var af Ólafi Þ. Harðarsyni skömmu eftir síðustu kosningar, og er könnunin hluti af stærri rannsókn á stjómmála- og kosningahegðun íslendinga. Niður- stöður könnunarinnar hafa valdið nokkru fjaðrafoki, einkum það, að um 63% svarenda voru fylgjandi ein- hvers konar gjaldtöku fyrir herstöð- ina í Keflavík. Könnunin í heild er áminning til Nató og herstöðvaand- stæðinga um að þeir eiga á brattann að sækja í sinni baráttu. Þó er ekki* ástæða til að vanmeta styrk her- stöðvaandstöðunnar meðal þjóðar- innar. Þrátt fyrir slaklega baráttu skipulagðra herstöðvaandstæðinga nú að undanförnu eru 15% svarenda afgerandi andvígir herstöðinni á móti 23% sem eru afgerandi hlynntir henni. Margir af J>eim sem taka af- stöðu með herstöðinni virðast ekki taka afstöðu með henni af mikilli sannfæringu eða þekkingu, eins og nánar verður sýnt fram á hér á eftir, og því getur öflug áróðurs- og upplýs- ingastarfsemi herstöðvaandstæðinga af öllu tagi breytt hér ýmsu um. Fyrirvarar Skoðanakönnun Olafs Þ. Harðarson- ar er á margan hátt mun betur unnin en gerist og gengur með skoðanakannanir hér á landi. Auk þess er það til fyrir- myndar að gera ítarlega grein fýrir því hvemig skoðanakönnunin var unnin um leið og niðurstöður hennar em birtar. Þannig á að vera hægt að gera sér grein fyrir þeim takmörkunum sem skoðana- könnunin hefur. Þetta þýðir þó auðvitað ekki að skoð- anakönnunin sé gallalaus. í fyrsta lagi á hún við að stríða mörg þau vandamál sem skoðanakannanir yfirleitt þjást af, eins og reyndar er gerð grein fyrir í bækl- ingi þeim sem niðurstöðumar birtast í. Þar er þó ekki gerð grein fýrir mikilvægu vandamáli, sem virðist koma upp í skoðanakönnunum um stjómmála- skoðanir, bæði hér á landi og erlendis, þ.e. því sem kalla mætti hægri skekkju. Svo virðist sem það sé alþjóðlegt fyrir- bæri, eða a.m.k. norður-amerískt og vestur-evrópskt, að hægri flokkar og skoðanir fá meira fylgi í skoðanakönn- unum en t.d. kosningum. Glöggt dæmi um þetta er sú staðreynd, að Alþýðu- bandalagið fær ávalt minna fylgi í skoð- anakönnunum en kosningum. Þessi skekkja er einnig í þessari skoðana- könnun. Meðal svaranda sögðust 15,8% hafa kosið Alþýðubandalagið, en í kosningunum sjálfum kusu 17,3% kjósenda Alþýðubandalagið. Margar ástæður geta legið fyrir þess- ari skekkju. Að nokkru kann ástæðan að liggja í þeim aðferðum sem yfirleitt eru notaðar við skoðanakannanir nú- orðið, þ.e. að fólk er spurt í gegnum síma, sem m.a. útilokar þá sem ekki hafa síma. Þó vegur líklega mun þyngra, að svo virðist sem vinstra fólk sé ógjam- ara á að láta uppi skoðanir sínar í könn- unum eða jafnvel gefi upp aðrar skoð- anir en það hefur. Það geldur enginn fyrir það að hafa hægri skoðanir. Það eru yfirleitt skoðanir hinna ríku og vold- ugu. Vinstra fólk á hins vegar raunveru- lega, en líka stundum ímyndað, meira undir högg að sækja. En hver sem ástæðan er, þá er skekkjan fyrir hendi og það verður að hafa hana í huga við túlkun á öllum niðurstöðum. Nató Skoðanakönnunin var í raun tvíþætt. Annars vegar var um að ræða könnun 5

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.