Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 13

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 13
Nicaragua___________________________ Somoza er sakaöur um að auðg- ast sjálfur á hinni alþjóðlegu neyðarhjálp vegna jarðskjálft- anna. 1974: Stjórnlagaþingjð lagar til stjóm- arskrána. Somoza er kosinn í gervikosningum undir eftirliti Pjóðvarðliðsins. FSLN rænir 40 manns í sinni fyrstu stóm aðgerð, þ.á m. hátt- settum stjómarliðum og dipló- mötum. Somoza þarf að punga út 1 milljón dollara. Sama ár er UDEL myndað, - Unión Democratica de Libera- tion, - sem samanstóð af ólík- um stjómarandstöðuflokkum, s.s. íhaldsmönnum, frjálslynd- um, kristilegum demókrötum og kommúnistum ásamt verka- mannasambandinu CGT. Pedro Joaquin Chamorro kemur fram á sjónvarsviðið sem talsmaður UDEL, en hann hafði í mörg ár barist gegn Somoza-einræðinu fyrst og fremst með blaði sínu La Prensa; sat fyrir það í fangelsi í mörg ár. 1978: Janúar/Febrúar: 10. janúar er Chamorro myrtur samkvæmt pöntun Somoza. Miklar mótmælaaðgerðir brjót- ast sjálfkrafa út. UDEL boðar til allsherjarverkfalls með kröfu um að Somoza fari frá. Eftir viku verkfall er hætt án þess að Somoza hafi verið kollvarpað. 1978: Ágúst: 22. ágúst fara 25 Sandinistar dul- búnir sem Þjóðvarðliðar inn í þinghúsið og taka alla þingmenn í gíslingu. Kröfur: 1: tafarlaus frelsun 83 pólitískra fanga, 2: í öllum fjölmiðlum verði dreift pólitískri yfirlýsingu og stríðsyfir- lýsingu, 3: 10 milljón dollarar ásamt tryggingu fyrir því að 25- menningamir ásamt föngunum fái frjálsa ferð til Panama. Eftir misheppnaða tilraun til að sprengja Sandinistana út neydd- ist Somoza til að semja. Gengið var að öllum kröfunum nema 10 milljón dollaramir vom lækkaðir í hálfa milljón. 1978: September: Þessi velheppnaða skæraliðaað- gerð var rásmerkið fyrir geysilegt áhlaup á Somoza-alræðið. Alls- herjarverkfall og hemaðarsókn hefst. Sandinistar ná mörgum mikilvægum borgum algjörlega á vald sitt eða hiuta þeirra. Bardagar FSLN og Þjóðvarðliðs- ins geysa fram og aftur um landið. Somoza byrjar sprengjuárásir á borgir og bæi undir stjóm Sandinista og einnig á meintar skæraliðastöðvar þeirra í grann- löndunum. Með gífurlegri eyði- leggingu, loftárásum og fjölda- morðum tekst Þjóðvarðhðinu að ná stjóm yfir landinu. Somoza telur sig traustan í sessi. 1979: f byrjun ársins: FPN stofnað. Það innihélt sam- tök tengd FSLN. ,,12-menning- amir“ sem lengi vora talsmenn FSLN klufu sig nefnilega út úr FAO, sem var hinn borgaralega samsteypa. FPN verður aðalafl andstöðunnar. 1979: 8. apríl. Sandinistar hertaka borgina Esteli og halda henni í nokkra daga. Árásir eru gerðar inn í aðrar borgir. 1979: 29. maí. „Lokabaráttan gegn Somoza- einræðinu er hafin“ - segir Radíó Sandino. Margar borgir verða samtímis fyrir árásum FSLN; hörðustu bardagamir á fjalla- svæðunum meðfram landamær- um Costa Rica. Bardagar brjót- ast út í fátækrahverfum Mana- gua. 1979: 4. júní. Allsherjarverkfall hafið í Nicara- gua. Fimm-manna-juntan er mynduð sem bráðabirgðastjóm. 1979: 17.júní. Sókn Sandinista heldur áfram og sífellt fleiri svæði era frelsuð. León, næst stærsta borg Nicara- gua er frelsuð. Þjóðvarðliðar verða að flýja, sumir á nær- buxunum einum. Samkvæmt Somoza er um liðsflutninga að ræða! 1979: 21. júní. Somoza kemur fram í sjónvarpi og segir að han vilji „heldur deyja sem hetja en falla í hendur óvininum“. Samtímis lætur hann gera loftárásir á íbúðahverfi í Managua! Somoza hefur sífellt minna feröafrelsi; er ekki einu sinni öruggur í sérbyggðu byrgi sínu sem er það eina heila í mið- borg Managua. Sandinistar svara loftárásunum með því að sprengja byrgið. Á fundi OAS leggja Bandaríkin til að „friðarsveitir verði sendar inn í Nicaragua til að koma á ,,friði“ og setja á fót ríkisstjóm sem er fulltrúi allrar þ jóðarinnar í Nicaragua“, þ.e. einnig Somoza. FSLN lýsir því yfir að öllum út- lendum sveitum sem komi inn í Nicaragua verði tekð sem óvina- hersveitum. FSLN setur á fót bráðabirgða- stjóm. 1979: 23. júní. Tillögu Bandaríkjanna á OAS fundinum er hafnað og fundurinn krefst afsagnar Somoza. 1979: 7. júlí. „Eg er eins og bundinn asni sem berst við tígrisdýr“ - segir So- moza í viðtali við Washington Post. Aðstaða hans er orðin von- laus. Sjálfum er honum það ljóst. Um leið halda vopnasendingar frá Bandaríkjunum áfram að streyma inn í landið, þó ekki beint frá Bandaríkjunum heldur fyrir milligöngu ísraels, Argen- tínu, Guatemala og E1 Salvador. 1979: 9. júlí. Meginhluti landsins á valdi Sandinista. 1979: lO.júlí. FSLN hafnar samningum við Bandarikin. 1979: ll.júlí. Sótt að Managua. Somoza krefst þess að Ráð Rio-bandalagsins sé kallað saman og taki ákvarðanir um alþjóðlega hemaðaríhlutun. 1979: 14. júlí. Bandaríkjastjóm reynir að fá Somoza til að segja af sér. 1979: 16. júlí. Somoza undirbýr afsögn sína. Með ýmsum hætti reynir hann að koma eins miklu af eignum sínum úr landi og hægt er. Hann segir sig einnig reiðubúinn að segja af sér ef frjálslyndi flokkur hans og Þjóðvarðliðið fái að taka þátt í myndun nýrrar ríkisstjómar. 1979: 17. júlí. Somoza segir af sér. Fransisco Uracuyo forseti öld- ungadeildar þingsins tekur við og segist ætla að sitja til ársins 1981 þegar kjörtímabilið rennur út. Hann skipar Þjóðvarðliðinu að halda áfram bardögum. 1979: 18. júlí. Somoza flýr til Bandaríkjanna. Áður hafði hann komið 60 vöra- bflum með verðmæti til Miami og alveg tæmt stærsta banka Nicara- gua. Sandinistar hafa unnið hem- aðarsigurinn. Uracuyo flýr til Guatemala. 1979: 19. júlí. Þ jóðvarðliðið gefst opin- berlega upp. 1979: 20. júlí. Sandinistar ganga fylktu liði inní Managua. Fólkið fagnar „Lengi lifir byltingin!“ 5-manna júntan er gerð að æðstu stjóm landsins. Hana skipa: Violetta Barrios de Chamorro, Daniel Ortega Saavedra, Sergio Ramir- ez Mercado, Moises Hassas Mor- ales og Alfonso Robelo Callejos. 13

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.