Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 27

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 27
nefndarinnar og síðast en ekki síst hvað varð- ar útgáfu Neista. f>að er líka býsna merkilegt að rif ja upp, að ekki voru miklar deilur á síðasta þingi um pólitíska ályktun og starfsáætlun. Ágreiningurinn varðaði fyrst og fremst skipulagsmál. Á þinginu voru knúnar í gegn mjög formalískar starfsreglur og nákvæmir lagabálkar um nær öll félagsleg samskipti innan samtakanna, að ógleymdu því grund- vallaratriði að samþykkt var bann við mynd- un skoðanahópa og flokksbrota innan Fylk- ingarinnar, nema að fengnu leyfi forystunn- ar. Forystudýrkunin og forræðishyggjan blundar víða! LOKAORÐ Þegar kaffiboð verða að stórglæpamáli einsog gerðist skömmu fyrir úrsögn okkar, er yfirheyrslur áttu sér stað vegna kaffidrykkju á heimili eins félaga - þá, ja þá er maður orðinn persóna í grátbroslegum ærslaleik sem gleymdist samt að setja á fjalimar og er leikinn leynilega. Þá hafa glæpur og refsing tekið sæti pólitískra skoðanaskipta og rann- sóknarréttur sæti pólitískrar skipulagningar. Úrsögn úr pólitískum samtökum á sér allt- af einhvem lengri aðdraganda en akkúrat þann atburð er fyllir mælinn. Enda augljóst að enginn hleypur af léttúð brott úr samtök- um eftir áratuga starf. Því er ekki að leyna að allt frá því að þeir félagar er eftir sitja í Fylkingunni sögðu sig úr lögum við Fylkinguna og hlupust á brott haustið 1982 ríkti ófremdarástand innan samtakanna. Við, sem höfum nú sagt skilið við Fylkinguna, lögðum mikið á okkur til að fá þessa félaga aftur til samstarfs innan Fylk- ingarinnar og héldum að okkur hefði tekist það af heilindum, en það reyndust falsvonir. Með ofríki sínu og stjómunardálæti tókst þessum félögum að hrekja nokkra félaga á brott þegar áður en þolinmæðisbikar okkar fylltist. Þar réði persónuleg óvild afstöðunni í stað pólitískrar stefnu, sér í lagi hvað varðar félaga er störfuðu í fararbroddi Samtaka her- stöðvaandstæðinga og E1 Salvadomefndar- innar Ámi segir í grein sinni að við séum „ein- lægir sósíalistar og (þau) styðja baráttu verkamanna og bænda í Mið-Ameríku af al- hug“. Seinna segir samt Ámi að Fylkingin beri ekki lengur „pólitíska ábyrgð á fram- göngu“ okkar, „störfum" og málflutningi í pólitískum samtökum og opinberlega". Miklum þunga hlýtur að vera létt af herð- um þessara fymim félaga okkar, vonandi tekst þeim loks að sofa rótt um nætur án yfirvofandi ótta um ábyrðgarlaus gönuhlaup okkar. Með þökk fyrir birtinguna. Bima Þórðardóttir Guðmundur Hall varðsson Ragnar Stefánsson Rúnar Sveinbjömsson. Við undirrituð, sem í langan tíma höfum starfað í Fylkingunni, teljum okkur ekki eiga samleið með henni lengur og lýsum því yfir að við tökum í öllum meginatriðum undir þau sjónarmið sem fram koma í yfirlýsing- unni hér að ofan. Ársæll Másson Ásgeir Daníelsson Björk Gísladóttir Einar Ólafsson Guðlaug Teitsdóttir Guðmundur J. Guðmundsson Magnús Guðmundsson. Leiðrétting ritstjóra HAFA BER ÞAÐ SEM SANNARA REYNIST Það er mikill misskilningur bréfritara, að undirritaður hafi á nokkum hátt „breitt yfir þær andstæður, sem fyrir vom í Fylk- ingunni" í umræddri grein. Greinin fjall- aði alls ekki um þær. Eitt af þeim ágreiningsmálum, sem fjór- menningamir gera að umtalsefni í hraðsoðnu tilskrifi sínu, er vel þess virði að ræða nánar, nefnilega tilhögun starfs innan verkalýðs- samtakanna. Það er útaf fyrir sig rétt, sem fjórmenning- arnar segja, að þau hafa ekki verið á móti auknu starfi innan verkalyðssamtakanna, og það segi ég reyndar ekki heldur í grein minni í 1. tbl. Neista þessa árs. Eg segi þar, að félagamir fjórir hafi verið andvígir tillögum, sem lutu að tilhögun þessa starfs, og það staðfesta þeir í bréfi sínu. Þau lýsa þar and- stöðu við þá áherslu sem meirihlutinn hefur lagt á starf innan Dagsbrúnar og Framsókn- ar. í leiðinni reyna það að kenna meirihlut- anum þá skoðun, að ekkert annað skipti máli, en það sem fram fer í þessum félögum, sem er náttúrulega eins og hvurt annað þvað- ur. Þessi ágreiningur nú er því furðulegri, að allir vom því sammála á síðasta þingi, að þessi verkalýðsfélög væm mikilvægust, og er það mat byggt á augljósum staðreyndum um þjóðfélagslega stöðu og mikilvægi starfa þess fólks, sem myndar þessi félög. Það er llka óvéfengjanleg staðreynd, að það er gjöfulla fyrir byltingarsinnaða sósíalista að starfa inn- an Dagsbrúnar en Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Þess vegna er það líka ofur eðlilegt, að samtök á borð við Fylkinguna eyði meiri tíma til að ræða starf í Dagsbrún en í Verslunarmannafélaginu. Þetta kom m.a. fram í því, að í tillögum fyrir nefndan miðstjómarfund var ekki einu orðið vikið að frammistöðu ýmissa félaga í Verslunar- mannafélaginu og samtökum opinberra starfsmanna, hvorki varpað rýrð á hana né hitt, að rædd væm þau vandamál sem þeir eiga við að glíma. Þetta átti auðvitað eins við um þá félaga sem enn em í samtökunum, og um þá af fjórmenningunum og fylgiliði þeirra sem starfa á þessum vettvangi. Af þessu mun stafa sú kynlega ályktun fjórmenninganna, að þetta starf skipti ekki máli. Hið rétta er, að annað skiptir meira máli, varðar líf, dauða og framtíð þessara sam- taka. Hvað varðar orð þeirra um Samtök her- stöðvaandstæðinga og Mið-Ameríkustarfið, þá kvað ég hreint ekki léttilega að orði í grein minni, heldur sagði skilmerkilega frá því sem gerðist á miðstjómarfundinum í janúar, sem þessir félagar sátu hins vegar ekki.Ég ætla mér ekki þá dul að rökræða hér við það hug- arfóstur fjórmenningana, sem lítur dagsins Ijós í bréfi þeirra. En skylt er að árétta það, að það var ákveðið að Fylkingarfélagar hefðu hægt um sig í Samtökum herstöðvaandstæð- inga og legðu fremur áherslu á Neistaskrif og starf í herferðum vegna Mið-Ameríku, held- ur en daglega viðvem í E1 Salvador-nefnd- inni. T.d. var Fylkingarfélagi fulltrúi Sam- taka herstöðvaandstæðinga í undirbúnings- nefnd fyrir komu Edgu Valez hingað til lands í vor, svo dæmi sé nefnt. Þessi ákvörðun helgaðist bæði af pólitísku mati á þessum nefndum, miðnefnd SFLA og E1 Salvadomefndinni á Islandi, og svo tak- markaðri starfsgetu Fylkingarinnar, sem ekki jókst við brotthlaup fjórmenninganna. Allt fjas um einangmnarstefnu í þessu sam- bandi er því næsta óviðeigandi. Samtök eins og Fylkingin geta bara ekki ætlað sér að gína yfir öllu, né geta þau leyft sér að álíta, að það varði hruni hóps á borð við EI Salvador- nefndina þó ekki séu þar fleiri eða færri Fylkingarfélagar inná gafli. Fykingin er ein- faldlega ekki nafli heimsins, og hefur aldrei verið það. Hvað breytingar á Neista varðar, þá hefur þeirri gagnrýni nú verið svarað með 4 tölu- blöðum, og frekari svara engin þörf. Að síðustu tvennt: Fjórmenningamir dylgja í bréfi sínu um persónulega óvild í garð Árna Hjartarsonar, formanns Samtaka herstöðvaandstæðinga. Mér er það bæði ljúft og skylt að geta þess um leið og þessar dylgj- ur eru birtar, að þær em með öllu staðlausar, enda hefur nafni minn síst allra gefið tilefni til slíkrar óvildar af okkur öllum, fyrrverandi og núverandi félögum samtakanna, í þeim langvinnu deilum, sem hafa verið uppi. Og hitt: f símtali sem ég átti við Ragnar Stefánsson, er hann grennslaðist fyrir um það hvort bréfið yrði birt, bauð ég honum að taka aftur handritið, lagfæra og bæta við það í samræmi við staðreyndir, einkum hvað varðaði þau atriði, sem höfundar vom eðli málsins samkvæmt, háðir frásögnum annarra um. Tjáði ég honum, að til þess væri nægur tími, og velkomið að halda rúmi opnu fyrir birtingu bréfsins. Hann afþakkaði þetta boð, og aðallega vegna þess var þessi langa at- hugasemd nauðsynleg. Þó þessi mál heyri sögunni til, og því ekki ástæða til að þjarka mikið um þau á þessum vettvangi, er þó skylt að hafa það sem sann- ara er í þessu efni sem öðmm. Dóma fjórmenninganna, körpuryrði og útleggingar aðrar á sögu samtakanna er þarf- laust að rökræða, enda tilskrifinu varla ætlað að vera umræðugmndvöllur, eins og það er úr garði gert. Ámi Sverrisson.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.