Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 15

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 15
Nicaragua Augusto Cesar Sandino. Erflngjar Sandlnos: Forysta Sandinistahreyfingarinnar. Sandino hefur oröid „Aldrei, nei aldrei kem ég til með að gegna opinberri stöðu. Ég get unnið fyrir mér sjálfur og framfleytt mér og konu minni án þess að berast mikið á. Starf mitt er vélvirkjun og verði það nauðsynlegt mun ég snúa mér að því.“ „Ég sel mig ekki, ég gefst ekki upp, þeir verða að sigra mig.“ „Ég er ekki tilbúinn til að láta vopnin af hendi jafnvel þótt allir aðrir geri það. Ég er reiðubúinn að deyja með þeim fáu sem fylgja mér, því það er betra að deyja sem upp- reisnarmenn heldur en lifa sem þrælar.“ „Herinn okkar er traustur og reyndur. Hann samanstendur af verkamönnum og bændum sem elska landið sitt. Menntamennimir hafa svikið okkur og þess vegna er- um við neyddir til vopnaburðar. Allt það sem við höfum komið til leiðar byggist á okkar eigin framtaki.“ „Herinn okkar virðir þann stuðn- ing sem hann hefur fengið í harðri baráttu sinni frá heiðarlegum bylt- ingarsinnum. En þegar baráttan harðnar, þegar kana-bankamennim- ir auka þrýstingsaðgerðimar, mun þeim, sem á báðum áttum em, og þeir sem missa móðinn yfirgefa okk- ur, vegna þess hvers eðlis barátta okkar er. Því það em aðeins bænd- urnir og verkamannimir sem munu halda áfram til enda, það er bara skipulagður styrkur þeirra sem leið- ir til sigurs.“ „Annað hvort mætum við rísandi sól frelsisins eða göngum í dauðann. Deyjum við hefur það enga þýðingu, málstaður okkar lifir áfram. Aðrir munu feta í fótspor okkar.“ „Ég mun ekki lifa lengi. En hér eru til menn sem munu halda þeirri baráttu áfram sem við höfum byrjað: þeir munu geta unnið stórvirki...“ 15

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.