Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 26

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 26
Bréf til bladsins. FAEINAR ATHUGASEMDIR frá Birnu Þórdardóttur, Guðmundi Hallvardssyni, Ragnari Stefánssyni og Rúnari Sveinbjörnssyni. í 1. tbl. Neista 1984 birtist grein eftir Arna Sverrisson skráðan ritstjóra og ábyrgðarmann blaðsins, þar sem hann drepur m.a. á úrsögn fjögurra miðstjóm- armanna Fylkingarinnar úr samtökunum. Ursögnin átti sér stað á miðstjómarfundi Fylkingarinnar í janúar sl. Okkur, aðalþátttakendum málsins, þyk- ir Ámi mjög halla staðreyndum og æskj- um því birtingar meðfylgjandi greinar í Neista, „málgagni verkalýðshreyfingar og sósíalisma" einsog stendur á forsíðu blaðsins. ÁSTÆÐUR ÚRSAGNAR Ámi breiðir yfir þær andstæður sem fyrir vom í Fylkingunni og lágu til grundvallar úrsagnar okkar, jafnframt því að fara rang- lega með það sem hann þó nefnir. Endanlega ástæðu úrsagnar okkar er að finna í tillögum sem lágu fyrir áðumefndum miðstjórnarfundi og meirihluti miðstjómar hafði lýst yfir fullum stuðningi við, þegar fyrir fundinn. Fundurinn sjálfur var því ein- ungis til að fullnægja formsatriðum. Tillögur þessar vora lagðar fyrir félaga þann 7. janú- ar. Ámi segir andstöðu okkur hafa verið við „tilteknar tillögur, sem reyndar lágu ekki fyrir fundinum, en höfðu verið kynntar innan samtakanna um áramótin..Seinnar segir Ámi: „Röksemdafærslur yfirlýsingarinnar (okkar 4ra brottgenginna félaga, innsk.) vörðuðu því eins og áður sagði ekki beinlínis þær tillögur, sem fyrir lágu, og fóru því mest- anpart fyrir ofan garð og neðan...“. Kvöldið fyrir títtnefndan miðstjómarfund sendi samráðshópur meirihluta miðstjómar frá sér endurbætt plagg sem £ öllum aðal- atriðum staðfesti áður framkomna línu. Grundvöllur andstöðu okkar hafði því í engu brostið. Nokkar yfirborðsbreytingar á orðalagi breyta engu þegar fram koma sömu pólitísku lykilvitleysumar og áður. UM HVAÐ VAR ÁGREININGUR? Ámi kveður andstöðu okkar hafa beinst að þremur efnisþáttum og segir: A. I fyrsta lagi höfum við snúist gegn því að samþykkja „Átak til vaxandi starfs inn- an verkalýðssamtakanna“. Engin andstaða var af okkar hálfu við auk- ið starf innan verkalýðssamtakanna. Finnst mörgum það líka trúverðugt, að t.d. Guð- mundur Hallvarðsson sem haldið hefur uppi andófi og stöðugu starfi innan Dagsbrúnar í meira en áratug hafi gengið útúr Fylkingunni vegna andstöðu við „vaxandi starf innan Okkur hefur borist eftirfarandi bréf frá nokkrum fyrrverandi félögum samtak- anna, og þykir okkur rétt að birta það Ies- endum til fróðleiks. Ekki verður hjá því komist að gera lítilsháttar athugasemdir við efni bréfsins, og birtast þær á eftir því. nánar. 1— ; MarkniidinámskJl^mmálanámskeiA sem a, — «un, ^ ----------- ,lgiÍlf .ÍÍgstf 'ámskewísins m'Venhrevt 3hel’J'bafi6 J' SfyrSi Auðvaldskrep, en ^ '*ur /fe^>r , uarattu, póUlk oa rvSi””"slena' 'j. iZnszsn Þetta' •""°a sem haldir. ""-sva/^,^'""ar. a<5 r£«uaaða, Auðvaldskrep, en að < •ós'alrsmir 'hartinuA.T* '*» samZ fbym^ar' ~ anT ^'asté “’"urn" ^, °9baranan lng72? °9 ^ I siðarl hlutlnn tallar Sósialism,r '’^krnijT^ hmr sön.-?5"09 SamÍF OrfcT**'- e'"s S?9'ngu hom<^'ana „ áSSsSa-aS’ ——— Se,S,a I 'æða málm Pú,u,a. TT'.-. - °9 stranqir rn h,, _ - ■ó ^ Þá ekk, 'T"" "IÞoss ___________ 'ml'aVmés^n^a^n®"U,"wga verid éTlZ 30 Þungur og Þ'eytar^l'iX'*^™ Ahug, Iðé^lí'nu að u"«).in,omu 9e"lsneyddur w,að < ^ur vÆ'ZT' aUð ------ P-w sem nern u P30 sem hun er að -«ur _r*‘,a*4'«aS NEISTI: Verkalýösmálgagn eöa „fræöllegt tímarit langlokubollalegginga misviturra sjálftalinna spekinga"? Myndin sýnir baksídur 1—3. tbl. 1984. verkalýðssamtakanna"? En allt má reyna! Við lýstum hinsvegar andstöðu við þann þrönga skilning meirihluta miðstjómar á mikilvægi starfs innan verkalýðsfélaga að ekkert skipti þar máli nema það fari fram innan Dagsbrúnar eða Framsóknar, (þar sem Fylkingin hefur reyndar aldrei átt fé- laga). B. Annað atriði sem Ámi dregur upp er það sem hann kallar andstöðu okkar við „Breytingar á áherslum varðandi her- stöðvabaráttuna og Mið-Ameríku bylt- inguna“. Býsna er léttilega að orðum kveðið þegar samþykkt var að starfa hvorki innan Samtaka herstöðvaandstæðinga né heldur skuli Fylkingarfélagar leggja nokkuð á sig vegna starfs EI Salvadomefndarinnar, sem haldið hefur uppi geysimiklu stuðningsstarfi við byltingarbaráttuna í Mið-Ameríku. Einangranarstefna Fylkingarinnar gagn- vart E1 Salvadornefndinni hefði í sjálfu sér nægt ein sér til þess að við treystum okkur ekki til að starfa áfram innan samtakanna. C. Þriðja atriðið sem Ámi nefnir em „Breytingar á Neista“ og er það rétt með farið hjá Áma Sverrissyni, að við lýstum al- gjörri andstöðu við það að gera Neista að safnriti „stefnumarkandi greina". Stefna okkar var, og er, að mikilvægast væri að efla Neista sem inngripsblað fyrir dagleg baráttu- mál verkafólks og reyna að gera blaðið að raunveralegu verkalýðsmálgagni, í stað þess að verða „fræðilegt“ tímarit langlokubolla- legginga misviturra sjálftalinna spekinga. Enda þykir okkur það nokkuð á skjön við þungavigt starfs innan verkalýðsfélaganna. SÍÐASTA ÞING FYLKINGARINNAR Ámi gefur £ skyn að við félagamir séum nokkurs konar steintröll sem höfum dagað uþpi £ fagurri skjannabirtu hinnar nýupp- risnu stéttarbaráttu sem lýsi nú af Fylking- unni og félögum hennar og við höfum „ekki getað lagað okkur að breyttum aðstæðum", sem leitt hafi af samþykktum siðasta þings Fylkingarinnar frá mars 1983. Sannleikurinn er sá að málflutningur okk- ar og tillögur allar áður en við gengum brott fólust f því að standa fast á samþykktum sið- asta þings Fylkingarinnar, sem við töldum okkur þurfa að lúta, þó svo við værum ekki sammála þeim í öllu. í stað þess að gera einsog þeir sem eftir sitja í Fylkingunni að brjóta £ öllum meginatriðum gegn samþykkt- um þingsins hvað varðar starf innan Samtaka herstöðvaandstæðinga, innan E1 Salvador- 26

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.