Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 11

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 11
SómózaVtyskid við völd Nicaragua_______________________ Við þessi innanlandsátök bætast al- varlegar árásir að utan. Alveg frá 1979 hafa fyrrum Somoza-liðar gert árásir frá búðum sínum í suðurhluta Honduras við landamæri Nicaragua. I nóvember 1981 hófst víðtæk hryðjuverkastarfsemi í norðaustur- hluta Nicaragua þar sem aðallega búa Misquito indíánar. Þetta varð til þess að ríkisstjómin varð að flytja 8 500 indíána lengra inn í landið í mars 1982.1 alþjóðlegum fréttafjölmiðlum hefur þetta verið túlkað sem fjölda- ofsóknir gegn indíánum. Arásimar hafa haldið áfram að auk- ast samtímis því sem ábyrgð Banda- ríkjanna verður ljósari með hverjum deginum. I desember 1982 leysti argentíski njósnarinn Hector Francés frá skjóð- unni og sagði í einstökum atriðum frá því hvemig CIA starfar náið með rík- isstjómunum í Honduras og Costa Rica að því að byggja upp og samhæfa gagnbyltingarhópana. Hann sýndi einnig fram á að til var áætlun um að „frelsa“ svæði í norðaustur Nicara- gua. Það sem gerst hefúr eftir þetta hef- ur staðfest afhjúpanir Francés. Frá því í marslok 1983 hafa nokkur þús- und gagnbyltingarsinnar hafið bar- daga inni í Nicaragua. Það er FDN, „Lýðræðisöflin í Nicaragua“ með Somoza-hershöfðingjann Bermúdez í broddi fylkingar sem hefúr forystu í innrásinni. Þeir fá tækjakost og stuðning frá Honduras og Bandaríkj- unum. Um leið tilkynnir Pastora og ARDE að hann hafi opnað aðra vígstöð gegn ríkisstjóminni í suður Nicaragua. Innrásin er nýtt og æðra stig í gagn- byltingunni: nú er horfið firá „nálar- stungu árásunum“ til þess að reyna að ná undir sig svæði inni í Nicaragua. Það er þó ekki trúlegt að FDN ógni valdi Sandinistanna til skemmri tíma litið. Stuðningur alþýðunnar við FSLN er alltof mikill til þess og her N icaragua og varðs veitir alþýðu nógu sterk. Þar fyrir utan á Reagan erfitt með að grípa inn fyrir opnum tjöld- um meira en orðið er vegna innri erfiðleika í Bandaríkjunum, og kosn- inga í nóv. n.k. Markmið Bandaríkjanna virðist heldur ekki vera að stefna að beinni allsherjar innrás nú þegar. Áætlunin er frekar sú að koma því svo fyrir að innrásin verði túlkuð sem borgara- stríð og benda á „heildarlausn“ til að koma á „friði“. Það hefúr í för með sér samninga þar sem skæruliðamir í E1 Salvador em settir á sama bekk og somozasinnar og árásimar á Nicara- gua verða notaðar til að vinna gegn sigmm FMLN/FDR í E1 Salvador. í meira en fjömtiu ár stjómaði Somoza fjölskyldan Nicaragua: fyrst Anastasio Somoza Garcia og svo synir hans hver á eftir öðrum, þeir Luís Somoza Debayle og Anastasio Somoza Debayle. Það voru auðvitað stundum kosning- ar - en það voru undantekningarlaust sýndarkosningar. Auðvitað var landinu stundum stjómað af ,,óháðum“ forsetum - en það var bara einn af þjónum f jölskyld- unnar. Somozatímabilið einkennist af maka- lausri spillingu. Eftir síðciri heimsstyrj- öldina jókst hagvöxtur, upp óx fram- leiðsluiðnaður og bómull varð að mikil- vægri útflutningsvöm. Fjárfestingar ríkisins færðust í auk- ana, en þær þjónuðu í ríkum mæli þeim tilgangi að styrkja stöðu Somoza á kostnað annarra kapítalista. Það var einræðisherrann sem makaði krókinn. Það var sagt að Somoza hinn fyrsti hefði átt einn kaffibúgarð þegar hann varð forseti. Árið 1979 var áætlað að auður Somoza fjölskyldunnar næmi milli 400 og 800 milljónum bandaríkjadala. Tengslin milli Somoza og Banda- ríkjanna vom náin og góð. Einræðis- herrann studdi valdránið í Guatemala 1954 með virkum hætti. Það var frá í janúar 1978 var Pedro Joaquin Chamorro myrtur. Hann var ritstjóri blaðsins La Prensa og leiðtogi í hinni borgaralegu andstöðu við Somoza. Líkfylgd ritstjórans varð að mikilli mótmælaaðgerð gegn einveldinu. Vinnuveitendasamtökin og verkalýðs- félögin hvöttu til allsherjarverkfalls til að mótmæla. Það var þá sem fyrstu al- þýðuuppreisnimar urðu gegn Somoza - í indíánaborgarhlutanum Monibmó voru byggð götuvígi og barist í fleiri daga við Þjóðvarðliðið. I ágúst 1978 réðust 25 hermenn sand- inista inn í þinghúsið og tóku 67 þing- menn og 1000 ríkisstarfsmenn í gíslingu. Þeir þvinguðu Somoza til að sleppa 59 pólitískum föngum, gefa út stefnuskrá FSLN og borga mikla peninga í lausnar- gjald. Þetta varð upphafið að annarri alþýðuppreisn gegn alræðinu. En þessi uppreisn var líka bæld niður og gjaldið var hátt: 5 þúsund manns féllu og 100 Nicaragua sem herflugvélamar flugu í átt til Svínaflóans 1961 og til Dominik- anska lýðveldisins 1965. Það var ekki bara spillingin og holl- ustan við bandaríska heimsveldið sem vara makalaus, - heldur kúgunin líka. Pólitískir fangar fylltu fangelsin. Það henti líka að hundmð bænda í afskekkt- um þorpum , ,hurfu“ ef einhver auðugur somocista þurfti að nýta land þeirra. Þarfir og nauðsynjar íbúanna vom ekki helsta áhugamál Somoza. Þetta kom skýrast í ljós þegar miklir jarð- skjálftar urðu 1972. Öll miðborg Managua eyðilagðist í þessum skjálft- um. 15 þúsund manns fómst. 170 þús- und urðu heimilislausir. Alþjóðleg neyðarhjálp barst fáeinum klukkustundum eftir jarðskjálftana. En það var einræðisherrann og fjölskylda hans sem lögðu hald á meiripartinn £if því sem átti að renna til þeirra sem urðu fyrir barðinu á jarðskjálftunum. Það var mjög lítið af Managua sem var endur- reist og við þær nýbyggingar sem þó voru reistar var það auðvitað fyrirtæki Somoza sem tóku að sér verkin. Því hef- ur meira að segja verið fleygt að sá blóð- plasma sem fluttur var til Nicaragua við þetta tækifæri á vegum alþjóðastofnana og ríkisstjórna sem vildu rétta alþýðu manna hjálparhönd, hafi verið seldur á svörtum markaði í Bandaríkjunum. þúsund flúðu til nágrannalandanna. Það var í þessari uppreisn sem Somoza gerði sprengiárásir á sínar eigin borgir. Uppreisnin var bæld niður en barátt- an hélt áfram. Skipulagningin var byggð upp frá hverfunum og stríðið var undir- búið. í mars 1979 sameinaðist FSLN. í maí 1979 hófst lokasóknin. 4. júní var boðað allsherjarverkfall sem lamaði algerlega landið. í stærri borgum var uppreisnin hafin. 16. júní var skipuð bráðabirgðastjórn í útlegð í Costa Rica, - fimm manna júntan. Þann 17. júlí flúði Somoza til Miami. Þann 20. júlí gengu Sandinistar fylktu liði inn í Managua. Somoza hafði verið kollvarpað. Og strax frá byrjun var það ljóst í hinu nýja Nicaragua að það var FSLN sem var leiðandi aflið. '^OAS - Organisation of American States: Samtök Ameríkuríkja. Frá mordinu á borgaralegum ritstjóra til vaMatöku ii

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.