Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 18

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 18
Námumenn á fjöldafundi. í heilbrigðismálum hefur mikið og merkilegt starf verið unnið til að útrýma sjúkdómum bæði með bólusetningar- herferðum, fræðslu og ókeypis læknis- þjónustu. Árið 1982 var fyrsta árið í sögu landsins sem ekkert lömunarveiki- tilfelli kom upp en það er ákaflega merkilegur árangur. Milli áranna 1978 og 1982 minnkaði bamadauði um fjórð- ung. Hann var 120 börn á hverjar 1000 fæðingar en fór niður í 90 böm. Öll læknisþjónusta er á vegum ríkisins sem og önnur heilbrigðisþjónusta. Sú læknisþjónusta, sem veitt er í heilsu- gæslustöðvunum er ókeypis en það var um 60% vitjana árið 1982. Á menntunarsviðinu er fyrst að telja árangur lestrarherferðarinnar frá mars til ágúst 1980 en þá tókst að minnka ólæsi úr 50% niður í 12%. Fjöldi skóla- nemenda hefur meira en þrefaldast. Hann var 500 000 1978 en var kominn upp í 1 500 000 1983. 73% bama á aldr- inum siö til tólf ára em nú í skóla. Þeir sem hafa grætt á þessum fram- fömm em vinnandi alþýða í bæjum og sveitum sem áður hafði engan aðgang að félagslegri þjónustu. Framfarimar hafa hins vegar komið að litlu haldi fyrir borgarastéttina og ýmsa millihópa sem höfðu aðgang að læknisþjónustu og menntun fyrir böm sín fyrir byltingu. Sú stefna stjómarinnar að bæta hag hins almenna alþýðumanns kemur einn- ig fram í tölum um neyslu. Það sést t.a.m. á því að árið 1982 þegar neysla almennt féll um 23% þá minnkaði neysla á nauðþurftum aðeins um 4,7%. Stjómin hefur verið vel á verði gagnvart því að vara eins og mais, hrísgrjón og baunir sé ekki dýrari en svo að allir geti fengið nægju sína. Þrátt fýrir minnkandi neyslu á árinu 1982 jókst neysla á eggja- hvíturíkri fæðu. Þetta er mikilvægur ár- angur því fyrir byltingu bjó meirihluti þjóðarinnar við eggjahvítuskort. Sem dæmi má nefna að frá 1980 til 1982 jókst neysla á kjúklingum um 15% en eggjum um 25%. Reynt hefur verið að reikna út fram- færslukostnað í löndum Mið-Ameríku til að fá samanburð. Mánaðameysla sex manna fjölskyldu af 21 tegund lífsnauð- synja kostar 1080 kr. í Nicaragua. í ná- grannaríkinu Honduras kosta sömu birgðir helmingi meira. Alls staðar ann- ars staðar í Mið-Ameríku er framfærslu- kostnaður miklu hærri en í Nicaragua. Þrátt fyrir að dollarar hafi flætt inn í þau lönd til hagsbóta fyrir fámenna yfirstétt minnkaði þjóðarframleiðslan um 9,5% í E1 Salvador, 5,9% í Costa Rica og 1,6% í Honduras. í þessum löndum hafa hinir ríku orðið enn ríkari á undanfömum árum heimskreppu en hinir fátæku þ.e. meginþorri þjóðarinnar orðið enn fá- tækari. Arfur hins liðna En arfur hins liðna hvílir þungt á sam- félaginu í þessu landi. Landið hefur ára- Þróun eignahalds á jardnædi í Nicaragua 1978—1983 Stærð jarðar: 1978 1982 1983 í einkaeigu: hektarar % hektarar % hektarar % Stærri en 344 hektarar 2.0 milljónir 41 0.8 milljónir 16.4 0.6 milljónir 12 114 — 344 hektarar 0.68 milljónir 14 0.6 milljónir 12 0.52 milljónir 10 34 — 114 hektarar 1.44 milljónir 30 1.44milljónir 30 1.44 milljónir 30 6.8 — 34 hektarar 0.64 milljónir 13 0.64 milljónir 12.8 0.68 milljónir 14 Minna en 6.8 hektarar 0.12 milljónir 2 0.16 milljónir 3 0.20 milljónir 4 I félagslegri eigu. CAS (Samvinnufélög Sandinista) .. 0.08 milljónir 1.8 0.32 milljónir 7 Ríkið 1.15 mill jónir 24 1.12 milljónir 23 Samtals ... 4.88 milljónir 100 4.88 milljónir 100 4.88 milljónir 100 (Heimild: Intercontinental Press/Inprecor eftir skýrslu til ríkisráðsins, frá 23. nóvember 1983 frá Jaime Wheelock landbúnaðarráðherra). 18

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.