Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 10

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 10
BYLTINGIN ER í HÆTTU Ungir Nicaraguabúar í byltingarhemum læra meöferö vopna gegn heimsvaldasinnum. N icaragua_____________________ Ríkisstjórn verkamanna og bænda Framhald komist á fót. Kúba er hins vegar dæmi um verkalýðsríki. Sandinistarnir. Það segir auðvitað ekki nærri allt varðandi Nicaragua í dag, að þar sé við völd ríkisstjóm verkamanna og bænda. Þótt slíkar ríkisstjómir hafi ákveðin mikilvæg sameiginleg einkenni, verður þó alltaf heilmikið sem greinir þær hverjar frá annarri. Einn af þessum þátt- um felst í því hvers konar forysta er fyrir ríkisstjóminni. í Nicaragua hafa Sand- inistamir ótvírætt forræði í ríkisstjóm landsins og í fjöldasamtökum fólksins. Þessi forysta ljáir nicaragönsku bylting- unni svip og gerir hana heillandi. Sand- inistarnir hafa ekki aðeins sannað bylt- ingarsinnað eðli sitt með því að leiða byltingu til sigurs og taka völdin, heldur hafa þeir gert það með því stöðugt að virkja f jöldann til átaka og leitast við að auka lýðræði meðal hans. Oll framsækn- ustu öflin í landinu hafa dregist að Sand- inistunum og æskulýðurinn hefur geng- ið til stuðnings við þá í stómm hópum. Þetta fyrirbrigði liggur í því að Sand- inistarnir em uppmnnir utan raða hinna hefðbundnu kommúnistaflokka, utan stalínismans. Þeir em undir áhrifum for- ystunnar á Kúbu, en hafa einnig lært af reynslu hennar, einnig mistökunum. FSLN var stofnað í upphafi sjöunda ára- tugarins. Aðalstofnandi FSLN var Carlos Fonseca Amador, sem klauf sig út úr Sósíalistaflokki Nicaragua, sem var flokkur stalínista þar í landi. FSLN þróast síðan í andstöðu við Sósíalista- flokk Nicaragua. Mikilvægi nicaraguönsku byltingar- innar felst því ekki aðeins í því að þar hefur komist til valda fýrsta ríkisstjóm verkamanna og bænda á meginlandi Mið-Ameríku, heldur einnig því, að hún kemst til valda undir forystu, sem allan tímann hafnar þrepakenningu stalínistanna, en hún felst í því að að- skilja verkefni hinnar lýðræðislegu andheimsvaldabyltingar, og verkefni hinnar sósíahsku byltingar, sem á að gerast einhvem tíma seinna. Þótt svo að Sandinistamir gerðu taktísk bandalög við borgaraleg öfl, höfðu þeir enga trú á neinum hlutum borgarastéttarinnar í Nicaragua í baráttunni gegn Somoza og heimsvaldastefnunni. Þeirra mottó var: aðeins verkafólk og bændur munu fara alla leið. Þeir grundvölluðu sig því allan tímann á hinum undirokuðu. Þeir stefndu að því að komast til valda á grundvelli þeirra og það tókst. Hluti borgarastéttarinnar tók virk- an þátt í baráttunni gegn Somoza. Eft- ir sigurinn lýstu þessir aðilar því yfir að þeir væru tilbúnir að hafa samstarf við hina nýju ríkisstjóm. Tveir full- trúar borgarastéttarinnar sátu í fimm manna júntuni. Með tímanum hefur þó tónninni breyst og stéttaátök harðnað. Leið- andi talsmenn borgarastéttarinnar hafa hver á fætur öðmm gerst and- stæðir stjóminni. Fyrstu dæmin vom Alfonso Robelo og Violeta Chamorro þegar þau yfirgáfu júntuna í apríl 1980 sem mótmæli við því að sandin- istar mundu fá meirhluta í hinu nýja ríkisráði. Það vakti mikla athygli þegar Edén Pastora einn af leiðandi skæmliðafor- ingjunum klauf sig út úr FSLN í maí 1982. Ásamt Robelo stofnaði hann ARDE í Costa Rica, Lýðræðislega byltingarbandalagið. Eftir að leiðandi burgeisar hafa yfirgefið landið hefur það falliö í hlut kirkjunnar manna að safna saman andstöðunni gegn FSLN. Viðleitni til þess að nota trúarbrögðin sem vopn gegn stjóminni komu hvað skýrast í ljós þegar páfinn heimsótti Nicara- gua í mars 1983. I efnahagslífinu er einkageirinn ennþá sterkur og skemmdarverk vinnuveitendanna víðtæk. Þeir neita að fjárfesta og þeir flytja út fjármagn. Efnahagslífið í Nicaragua á þegar við djúpa kreppu að stríða vegna Iækk- andi verðs á hráefni og vaxandi inn- flutningskostnaðar. Þessi kreppa kveður dyra í öllum löndum róm- önsku Ameríku. Þessi kreppa verður bara verri í Nicaragua vegna þess að landið hefur enga alþjóðlega lána- möguleika, vegna skemmdarverka borgarastéttarinnar, og vegna efna- hagsþvingana Bandaríkjastjómar. I sumum tilfellum hafa Sandinistar svarað skemmdarverkunum með því að þjóðnýta fyrirtæki. En fyrst og fremst hefur stjómin takmarkað vald atvinnurekenda með því að hafa sí- fellt meira eftirlit með lánastarfsemi og utanríkisverslun. 10

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.