Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 23

Neisti - 20.08.1984, Blaðsíða 23
Nicaragua KONURNAR OG BYLTINGIN Mjög fáar konur í Nicaragua hafa starfsmenntun. Valmöguleikamir eru heldur ekki miklir: saumakona, vélritari... Þátttaka kvenna í iðnaðar- störfum hefur vissulega aukist, eink- um í ófaglærðum, illa launuðum störfum í fata- og fiskiðnaði. Konur í Nicaragua eru þó mjög marg- ar í atvinnulífinu. Þær verða líka að vinna - í fátækrahverfunum er reiknað með að ein kona sé framfærandi heimilis í 40 - 50 af 100 tilfellum. Það er óvana- legt að fólk gangi í hjónaband meðal þeirra fátækustu og karlmennimir hafa enga framfærsluskyldu gagnvart böm- um sínum. Algengt er að karlmaðurinn yfirgefi konuna þegar hún hefur alið nokkur böm. Þannig verða konur að finna sér at- vinnu - og þær finna oft tímabundna atvinnu sem götusalar, þvottakonur o.s.frv. Vændi er líka útbreitt meðal fá- tækari kvenna. Launamismunur er mikill. Karlmað- ur sem vinnur á skrifstofu getur haft tvöfalt hærri Iaun en kona sem vinnur nákvæmlega sama verk. Það er frjáls sala á getnaðarvömum. Það er hægt að kaupa p-pillur á mark- aðnum. En það skortir alla fræðslu og heilsugæslu fyrir þær konur sem nota getnaðarvarnir. Fóstureyðingar em bannaðar með lögum, en þær var áður hægt að kaupa fyrir peninga - á fínum sjúkrastöðvum eða í skítugum holum. Það er ennþá algengt að konur á lands- byggðinni ali í kringum 10 böm. Sterk staða kvennanna í fjölskyld- unni skýrir einnig að þær hafa fengið sterka stöðu í byltingunni. 1977 var AMPRONAC myndað, kvennasamtök sem vildu safna konum saman til baráttu gegn alræðinu. Fyrst störfuðu samtökin aðallega að því að afhjúpa ódæðisverk, og afhentu mótmælayfirlýsingar, héldu fundi o.s.frv. Alyktun sem birt var og gefin út á alþjóðlega kvennadaginn 8. mars 1978 táknaði breytingu hér á. Sú stefna var tekin upp að AMPRONAC yrði að vera alþýðleg fjöldasamtök. Ályktunin inni- hélt kröfur um samtakafrelsi, frelsi til handa pólitískum föngum, sömu laun fyrir sömu vinnu og kröfu um afnám laga sem mismuna konum. AMPRONAC óx síðan og varð hreyfing sem átti rætur sínar meðal al- þýðunnar í íbúðarhverfunum. 1978 var MPU myndað, , Jireyfingin eining fólksins“, sem samhæfði mismunandi starf mismunandi fjöldasamtaka í íbúðahverfum. Kvennasamtökin léku leiðandi hlutverk í MPU. Konumar tóku fullan þátt í uppreisn- inni, - þær skipulögðu matvælaflutn- inga, þær komu á fót leynilegum matsöl- um og leynilegum sjúkrahúsum þar sem þær lærðu og kenndu hjálp í viðlögum. Þær sáu skæruliðunum fyrir fötum og bakpokum, þær fluttu vopn. Þær fjölrit- uðu dreifibréf á einföldum fjölriturum inni á heimilum. Konur tóku einnig þátt í hinum beinu hemaðarátökum. 30% liðsmanna í skæruliðahemum vom kon- ur. Eftir byltinguna hafa konur í Nicara- gua fengið meira sjálfstraust. Þær em oft í forystu í starfinu í íbúðahverfunum. AMPRONAC hefur verið breytt í AMNLAE, Luisa Amanda Espinoza kvennasamtökin. Luisa Amanda var fyrsta konan í röðum FSLN-hermanna sem féll í stríði. AMNLAE setur í dag ekki hinar sér- stöku kvennakröfur efst á listann. Þær telja að fyrst verði konan að taka fullan þátt í framleiðslunni og verða þátttak- andi í lífi samfélagsins. Fyrsta verkefnið er þess vegna að kenna konum að lesa og vinna síðan frekar að menntunar- möguleikum fyrir konur. AMNLAE hefur einnig tekið frumkvæði að því að hefja starfrækslu bamaheimila. Fyrst þegar konur eru komnar út í atvinnuh'fið verður hægt að breyta kvennmannshlut- verkunum. Það er skoðun AMNLAE. Við núverandi aðstæður voveiflegra ógnana við byltinguna hefur AMNLAE látið það ganga fyrir að skipuleggja kon- ur í varnarsvettir alþýðu.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.