Neisti - 20.08.1984, Side 19

Neisti - 20.08.1984, Side 19
tugum saman framleitt fyrst og fremst kaffi, baðmull og sykur og hefur efna- hagslíf þess því ávaUt verið ákaflega við- kvæmt fyrir sveiflum á heimsmarkaðn- um. Það tekur langan tíma að byggja upp nýtt þjóðfélag og þegar byrja þarf á að vinna bug á afleiðingum áratuga skorts, fáfræði og fátæktar. Endur- skipuleggja verður þjóðarbúskapinn til að mæta þörfum fjöldans en ekki fá- menns hóps atvinnurekenda og stór- jarðeigenda. Það sem verið er að gera í Nicaragua er skipulagning verkalýðs og bænda undir forystu ríkisstjómar þeirra á samfélagi sem er að þróast í átt frá kapítalisma til verkalýðsríkis. Endur- skipulagning framleiðslunnar helst í hendur við skipulagningu verkafólks í bæjunum, landbúnaðarverkafólks í sveitunum og bænda í öflug fjöldasam- tök undir forystu sandinista og er ófram- kvæmanlegt án þeirra. En við hvert ein- asta skref sem byltingin hefur stigið hef- ur hún mætt harðsnúinni mótspymu af öllu tagi af hendi gagnbyltingarinnar, bæði innan lands og utan. Þróunin hefur því ekki orðið bein og greið heldur hafa skipst á skin og skúrir. Niðurstaðan úr hverri glímunni á fætur annarri hefur ævinlega orðið sú að styrkleikahlutföllin hafa breyst bændum og verkalýð í hag. Þrátt fyrir það ræður borgarastéttin enn mikilvægum þáttum framleiðslunn- ar og hefur hugmyndafræðileg áhrif í gegnum blaðið La Prensa og háklerka kaþólsku kirkjunnar. Hún hefur enn ekki gefið upp vonina um að hægt verði að snúa þróuninni við. Efnahagslegur þrýstingur heimsvaldasinna Efnahagslíf Nicaragua er með þeim hætti að það á mikið undir alþjóðlegum viðskiptum. Síðan 19. júlí 1979 hefur orðið gerbreyting á erlendum viðskipt- um landsins. 1979 kom 78% erlendra lána frá alþjóðlegum stofnunum en 22% með tvíhliða samningum við aðrar ríkis- stjómir. Árið 1982 höfðu orðið þama alger umskipti. Tvíhliða samningar lágu að baki 92% erlendra lána en 8% þeirra komu frá alþjóðlegum stofnunum. Þetta stafar að verulegu leyti af því að bandarískir heimsvaldasinnar hafa komið í veg fyrir fjárhagsaðstoð frá þeim alþjóðlegu stofnunum sem þeir hafa undirtökin í. Að hluta til er þetta þó vegna stefnumörkunar byltingar- stjórnarinnar. Þrátt fýrir allt tal hægri blaða um að Nicaragua sé orðið háð ,,kommúnistarfkjunum“ kom aðeins 22% erlendrar aðstoðar frá Kúbu og Austur-Evrópu frá júlí 1979 til maí 1983, en 78% frá auðvaldsríkjunum. Viðskipti hafa verið í svipuðum hlut- föllum. Aðeins 6,3% útflutnings fór til Austur-Evrópu og Kúbu á árinu 1982 og innflutningur frá þeim var aðeins 11% heildarinnflutnings á sama tíma. 45% innflutnings komu frá rómönsku Ame- ríku og 16% útflutnings fer þangað. Til Bandaríkjanna fer 22% útflutnings- verðmæta landsins en 19% innflutnings kemur þaðan. Þær tölur eru síðan á fyrri hluta árs 1982. Vorið 1982 minnkaði Reaganstjómin sykurinnflutning svo viðskiptin hafa minnkað. Þau em samt ennþá svo mikil að algert viðskiptabann Reagans yrði gífurlegt áfall fyrir þjóðar- búskap landsins. Segja má að þróunin í erlendum við- skiptum landsins einkennist af tveimur þáttum. Annars vegar fara viðskipti við verkalýðsríkin í Austur-Evrópu vax- andi. Hins vegar er verið að breyta við- ^SLN FJOLDIMN SKIPULEGGUR SIG I baráttunni gegn Somoza-alræð- inu spratt upp fjöldi fjöldasamtaka. Nú vinna þessi samtök að því að skipuleggja stóran hluta þjóðarinn- ar til stuðnings byltingunni. „CST, „Central Sandinista de los Trabajadores“, var stofnað stuttu eftir sigurinn. Hér er um að ræða samein- ingu margra ólíkra sandimskra verka- lýðsfélaga. Nú hafa þessi samtök á að skipa 88 000 meðlimum. Þetta alþýðu- samband er opið verkamönnum og skrifstofufólki sem ekki vinnur í land- búnaði. ATC, Asociación de los Trabaja- dores del Campo“, var stofnað 1978. Þau voru mynduð úr ólíkum nefndum landbúnaðarverkamanna sem almenn samtök landbúnaðarverkamanna og bænda. ATC skiptist í tvennt 1981 þeg- ar sjálfseignarbændur stofnuðu eigin samtök, UNAG. ATC hefur á að skipa 40 000 meðlimum í dag þar sem flestir eru landbúnaðarverkamenn sem vinna í landbúnaði til útflutnings. UNAC, „Union Nacional de Agricultores y Ganaderos“ hafa í dag 50 000 með- limi. CDS, „Comités de Defensa Sandin- ista“, hafa sprottið af þeim hverfa- nefndum sem stofnaðar voru meðan á uppreisninni stóð. Þessar nefndir eru byggðar upp í hverju hverfi eða bæjar- hluta og aðalverkefni þeirra eru stað- bundin úrlausnarefni eins og hrein- gerning og sorpeyðing, skólpkerfi, frumheilsugæsla, lestrarkennsla o.s. frv. AMNLAE, Asociación de las Mujeres Nicaraguenses „Luisa Am- anda Espinosa" er heitið á kvennasam- tökunum. Samtökin hafa á að skipa um 30 000 meðlimum. Juventud Sandinista 19 de Julio eru æskulýðssamtökin. Aðalverkefni þeirra hafa verið tengd lestrarherferð- inni. Asociación de Ninos Sandinista skipuleggja bömin. MPS, Mimicias Populares Sandin- istas“ em vamasveitir alþýðu, sem ver- ið er að byggja upp. Markmiðið er að í þeim verði 300 000 meðlimir stað- settir á öllum vinnustöðum, í öllum bæjum og í sérhverju íbúðarhverfi.

x

Neisti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.