Stéttabaráttan - 11.07.1975, Qupperneq 1

Stéttabaráttan - 11.07.1975, Qupperneq 1
ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEIMST/ Kjaraskerðingin og orsök hennar Vísitala framíærslukostnaðar hefur haskkað úr 297 stigum í ágúst "74. í 342 stig í nóvember sama ár. I febrúar 1975 var hún 372 stig. Hún hefur því hækkað um 75 stig á sex mánuðum. I febrúar var verðbólgan . 53, 8% samkvæmt skýrslu OECD og er Island því mesta verðbólguland Handaband samherja fyrir auknum groða auðvaldsins. Jón H. Bergs, VSl. Björn Jónsson, ASl- í Evrópu. A þessum sama tíma hækkuðu laun þó nær ekkert, þrátt fyrir að fram- færslukostnaðurinn hafi hækkað um 43,4% frá því í ágúst 1974 til l.maí síðastliðinn. Til þess að vinna gegn þeirri miklu kjaraskerðingu sem verðbólgan leiddi af sér fóru verka- lýðsfélögin ftam á nokkrar kjara- bætur og auk þess kauptryggingu. Launakröfurnar sem verkalýðs- forystan fór fram á voru lágar miðað við kjaraskerðinguna. Til þess að sanna þetta skulum við taka nokkur dæmi. Verkamaður sem hafði 43000 kr. á . mánuði í maí síðastliðinn hefði orðið að haskka um 17000 kr. á mánuði eða um 39,6%. Kjaraskerðingin hafði þó orðið enn meiri hjá þeim sem höfðu hærri laun. Sá sem hafði 54000 kr. á mánuði f dagvinnu hefði þurft að hækka um 46,7% eða um 25000 kr, á mánuði til að ná upp kjaraskerðing- unni. Sá sem hafði 69000 kr. í maí síðastliðinn hefði átt að haskka um hvorki meira né minna en 73,7%, en það gerir um 51000 kr. hækkun Framh. bls. 3 Rikisstjórn Indiru Gandhi kastar burt lýðræðisgrímunni Þann 26, júní sl. sendi ríkisstjórn Indlands út mikinn fjölda hermanna og lögreglú til að handtaka leiðtoga samtaka og flokka sem voru andstæðir stjórninni. Um leið var komið á ritskoðun og lýst yfir neyðarástandi í landinu, sem gaf Indiru Gandhi alræðisvald og "réttlæti" hersveitir og lög- reglu á götunum til að tryggja að öll andspyrna yrði samstundis barin niður Ep hver er sú ógn sem steðjar að landinu og Indira Gandhi höfðaði til er hún lýsti yfir neyðarástandi. Hvernig er öryggi landsins svo í hættu að það "rettlæti" þessar aðgerðir: Svaranna við þessum spurningum er auðvelt að leita. Síðan hæstiréttur Indlands fann Indiru Gandhi seka um stórfellt kosningasvindl og aðra spillingu og svipti hana rétti til þing- setu, hafa raddir sem krefjast þess, að hún segði af sér, orðið æ hávær- ari. Stjórnarandstaðan hefur kraf- ist tafarlausrar afsagnar hennar og alþýðan hefur farið út á göturnar I mótmælagöngur og fundi til að berj- ast gegn hinni gjörspilltu stjðrn og ólýðræðislegum stjórnaraðferðum hennar. Þegar Indira Gandhi stóð frammi fyrir háværum röddum þjóð- arinnar um afsögn hikaði hún ekki við að kasta burt síðasta fíkjublaði lýðræðisins og taka sér alræðis- vald. Undanfarin 10 ár, síðan Indira Gan- dhi tók við völdum í Indlandi, hefur hún gert sitt besta til að verja hags- muni stór-jarðeigandastéttarinnar og fjármálaauðvaldsins, og hún hef- ur haft gífurlega afturhaldssama stefnu í innan- og utanríkismálum. Innanlands hefur Indira Gandhi stjórnað sem einræðisherra og kúg- að og ofsótt byltingarhreyfingarnar I landinu, ráðist með her og lögreglu gegn verkalýðnum, sem krafðist meira frelsis og betri lffsskilyrða. "Indira er Indland og Indaland er Indira" er innihald stefnu hennar, og þeir sem lúta henni græða á því, en þeir sem berjast gegn henni hverfa. Það er sama lögmálið og ríkti í Þýskalandi á tímum Hitlers. Þó var Indira svo ósvífin að segja í ræðunni, sem hún hélt, er lýst var yfir neyðarástandi, að þetta væri m. a. gert til að vernda lýðræðið:.' Hvað sögðu herforingjarnir í Chile er þeir tóku völdin þar ? 1 sömu ræðu taldi Indira stjórn sinni til hróss, að "hún hefði gert margar framsýnar aðgerðir til hagsbóta al- þýðu Indlands". Þetta er ekkert annað en lýðskrum af sama tagi og Göbbels iðkaði. Það er hverjum manni á Indlandi ljóst, að afleiðing- ar stjórnarstefnu Indiru eru þær, að efnahagur landsins er í rústum. Framleiðsluaukningin er lítil sem engin, verð á neysluvörum langt fyrir ofan kaupgetu almennings, mat- vælaskortur gífurlegur, og plágur og sjúkdómar herja á alþýðu landsins, Menningarstig þjóðarinnar er lágt, ólæsi útbreitt og atvinnuleysi mikið og landlægt. Manrii er spurn: Eru þetta hagsbætur þær sem stjórnin hefur fært alþýðunni. A alþjóðasviðinu hefur Indira lagst hundflöt fyrir fótum Kremlherranna og efnahagur 'landsins er mergsoginn af Sovétríkjunum. Indira Gandhi hef- ur farið með árásarstríð á hendur friðsömum nágrönnum sínum og reynt að leika hlutverk stórveldis í Suður-Asfu. Afturhaldsstjórn henn- ar hefur vakið upp.gffurlega öldu mótmæla bæði innanlands og í ná- grannaríkjunum, og þær fasfsku að- gerðir sem Indira stendur fyrir nú, eru ekki annað en máttvana tilraunir til að lægja öldur hinnar dýpkandi pólitísku- og efnahagslegu kreppu, sem landið siglir nú hraðbyri ofanf. Sovétríkin eru dyggur bandamaður Indiru Gandhi f þessum aðgerðum hennar og Tass og Novosty hafa dyggilega reynt að breiða út að frá- sagnir um kosningasvindl Indiru og kúgunaraðgerðir hennar séu ekki annað en uppspuni, sem stjórnarand- staðan og öfgamenn séu að breiða út. f þeim tilgangi að grafa undan lýðræð- inu í Indlandi. Skrýtið, en þetta sama má lesa í Mogganum. Staðreyndin er sú, að Indira Gandhi er fulltrúi hins svartasta afturhalds í Indlandi og hún stendur á móti hags- munum yfirgnæfandi meirihluta Ind- verja. Indland tilheyrir indverskri alþýðu, og að þvf mun koma að hún mun sýna það í verki. Kúgun marg- faldar mótstöðuna. -/ÖI, byggt á Héinhua fréttabréfi, þ. 3. júlí. Kvennaráðstefna SÞ: Sigur fyrir baráttu fram- sækina kvenna í heiminum! Nú er nýlokið alþjóðlegri kvennaráðstefnu á vegum Sameinuðu Þjóðanna í Mexíkóborg. Alyktun ráðstefnunnar, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, er merkur áfangi í frelsisbaráttu kvenna um allan heim. f ályktuninni er lögð áhersla á að barátta kvenna verður ekki slitin úr tengslum við baráttu gegn heimsvaldastefnu, baráttu gegn Zíonisma og bar- áttu gegn kynþáttastefnu. Niðurstaða ráðstefnunnar vísar veginn fram á við í baráttu kvenna og gefur kvennahreyfingunni á Islandi og í öðrum vest- rænum ríkjum tilefni til að hefja uppgjör við hinn borgaralega femínisma. höfuðvfgi borgaralegs femfnisma á fslandi. Vilborg er æf vegna þess að "alþjóðapólitíkin ríður húsum" á ráð- stefnunni, því vitanlega finnst frú Vilborgu óhugsandi að barátta fyrir frelsi kvenna snerti nokkurs staðar alþjóðapólitísk mál.1 Henni þykir "gæta tilhneigingar til þess að skella allri skuldinni á kerfið, kapítalism- ann og stórveldapólitíkina. Það er náttúrlega alveg rétt," heldur Vilborg áfram, " að heimsfriður og afnám - heimsvaldastefnu og kapítalisma eru forsendur fyrir því að algert jafnrétti náist. En þessi ráðstefna er vett- vangur fyrir baráttuna f dag, og ef talið er þýðingarlaust að berjast fyr- ir réttindum kvenna einum sér, er alveg eins hægt að halda áfram þjark- inu um ólík efnahagskerfi og afnám heimsvaldastefnu á sameinuðu þjóða þinginu f New York. " -Já Vilborg, þarna hittirðu óvart nagl-. ann á höfuðið; það er nefnilega ein- mitt "þýðingarlaust að berjast fyrir auknum réttindum kvenna einum sér.'' Vilborg: "Alþjóðapólitíkin rfður hús- um." Islenska hægri stjórnin sendi þrjár frúr á ráðstefnuna, íhaldsfrúna Auði Auðuns, Framsóknarfrúna Sigrfði Thorlacius og Alþýðubandalagsfrúna Vilborgu Harðardóttur, blaðamanna við "málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis", þ. e. Þjóðviljann. Þjóðviljinn birti þann 28. júní s. 1. viðtal við frú Vilborgu, þar sem hún lætur m. a. hafa eftir sér: "Eg hélt f einfeldni minni að unnið yrði af einlægni að þvf að finna sam- nefnara fyrir kröfur kvenna og bar- áttu þeirra hvarvetna f heiminum. Þess f stað hefur alþjóðapólitíkin úr sölum Sameinuð'u þjóðanna ríðið húsum hér. Umræður einkennast ■ mjög af pólitísku þrasi milli araba og ísraela, sovétmanna og kínverja" I þessum orðum Vilborgar endur- speglast pólitík Alþýðubandalagsins í baráttumálum kvenna; "flokkur verkalýðsins" er nefnilega orðinn Framh. bls. 5 CIA-rannsóknin í USA'- skopleikur settur á svið af stjórnvöldum! Það er öllum ljóst, að það liggur meira að baki þeim uppljóstrunum, sem "Nefnd forsetans til að rannsaka starfsemi CIA", hefur komið með, heldur en komist hefur fyrir augu almennings. Markmið nefndarimiar er greinilega að koma í veg fyrir djúptæka rannsókn á atferli CIA, og um leið að endur- skipuleggja leyniþjónustuna svo hún Jjjóni betur markmiðum bandarísku heimsvaldastefnunnar í dag. Rannsoknin þjónar þeirri stefnu sem Ford og Kissinger fylgja. Það getur verið ansi fróðlegt að at- huga hverjir skipa rannsóknar- nefndina, auk Rockefellers. .1. C. Douglas Dillon. Hann er fjár- málamaður, forstjóri Dillon, Read & CO, og ráðuneytisstjóri í Ffár- málaráðuneytinu í stjórnum Kennedy og Johnsons. Hann er auk þess for- maður Rockefeller sjóðsins og með- limur f klúbbi áhrifamanna úr stjórn- artíð Kennedys og Johnsons (eins- konar skuggaráðuneyti). En athyglisverðast er að Dillon var einn forgöngumanna fyrir fundi sem.. haldinn var með Utanríkisráðu- neytinu og Richard Bissel, einum æðstu manna CIA. Markmið fundar- ins var að ræða ýmsa neðanjarðar- starfssemi CIA og íhlutun CIA í innri málefni annara rflcja í gegnum inn- lendar stofnanir. Bissel þessi var settur af eftir hina misheppnuðu Svínaflóainnrás. Dillon er valda- mikill einokunarkapítalisti með mikla starfsreynslu f að skipuleggja Framh. á baksfðu ROCKEFELLER NEFNDIN AÐ STÖRFUM "Eg læt drengina mína fjalla um þitt mál.þú hefur ekkert að óttast."

x

Stéttabaráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.