Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 17

Andvari - 01.01.1983, Qupperneq 17
ANDVARI KRISTJÁN ELDJÁRN 15 sér helzt til lítilla hvíldarstunda var hann brátt orðinn afkastamikill og vinsæll rithöfundur. A fyrri árurn sínum flutti Kristján oft erindi og annað efni í útvarp. Naut sín þar vel lifandi framsetning hans og hljómþýð rödd. Eftir að sjón- varpið kom til sögunnar, annaðist hann þar þætti um muni og minjar og var þulur í menningarsögulegum kvikmyndum, sem hann sarndi texta við. í meðíörum hans gengu gamlir munir í endurnýjungu lífdaganna, enda þótt þeir sumir hverjir væru tengdir menningarháttum, sem voru gersamlega horfnir úr þjóðlífinu eða komnir á fallandi fót. Vegna starfs síns og ferða- laga um mörg héruð komst hann í kynni við fjölda manna víðs vegar um land. fdann var einstakt ljúfmenni í allri framkomu og viðkynningu. Á þjóðminjavarðarárum sínum hafði hann því unnið sér vinsældir og mann- hylli, jöfnum höndurn með beinum kynnum við menn og þeim áhrifum, sem hann hafði haft með ræðum sínum og ritum. Einnig gegndi hann á þessum árum trúnaðarstörfum fyrir ýmis félög og stofnanir. Þar á meðal voru: Hið íslenzka fornleifafélag, sem áður var drepið á, Vísindafélag Is- lendinga, Hið íslenzka bókmenntafélag, Hugvísindadeild Vísindasjóðs ('fulltrúi Félags íslenzkra fræða 1958-1968), Handritastofnun íslands (síð- ar Árnastofnun), örnefnanefnd og náttúruverndarnefnd Reykjavíkur. Einn- ig höfðu erlendir starfsbræður hans sýnt honum margvíslegan heiður og trúnað, t. d. kjörið hann félaga í vísindafélögum sínum. Árið 1968 urðu rnikil straumhvörf í lífi Kristjáns. Þá ákvað hann að vandlega yfirlögðu ráði að verða við tilmælum fjölmargra áhrifamanna úr ýmsum stéttum og stjórnmálaflokkum að gefa kost á sér til forsetafram- boðs, þegar Ásgeir Ásgeirsson hafði lýst yfir því, að hann færi ekki aftur í framboð. Ekki fylgdist ég með því, hvað réð úrslitum af hans hálfu um framboðið, og spurði hann þess aldrei, enda leit ég á það sem einkamál þeirra hjóna. En vafalaust hefur Kristján þá þegar skynjað vilja meiri- hluta þjóðarinnar. Eins og kunnugt er, hafði það verið á almanna vitorði, að dr. Gunnar Thoroddsen, sem írá unga aldri hafði verið vinsæll og áhrifamikill stjórnmálamaður, en ambassador Islands í Kaupmannahöfn frá 1965, rnundi einnig gefa kost á sér til þessa virðulegasta embættis þjóðarinnar. En nú fór svo, að ek'ki náðist samstaða urn dr. Gunnar sem eftirmann tengdaföður síns. Hér verður ekki fjölyrt um þessar eftirminni- legu kosningar, en eins og mörgum er í fersku minni, var Kristján kjörinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.