Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1983, Side 33

Andvari - 01.01.1983, Side 33
ANDVARI KRISTJÁN ELDJÁRN 31 við víkingaaldarskrautverk, helzt frá 10. öld. I ritgerðinni ber Kristján þessa litlu rnynd saman við erlenda gripi, alla rniklu stærri og surna heims- kunna, sem bera lík stíleinkenni. Til þess að sýna, hvernig Kristján sam- einar háfræðilega greinargerð og ljóst og alþýðlegt orðfæri, skal hér tekinn sem dæmi lítill kafli úr ritgerðinni. 1 framhaldi af samanburðinum segir 'hann: „Ef til vill þykir einhverjum það firna langt gengið að hera Papeyjar- dýrið litla saman við verk, sem teljast meðal tindanna í list víkingaaldar. Tignarmunur er vissulega mjög mikill, en engu að síður er Papeyjardýrið litli bróðir hinna göfugu og háþróuðu víkingaaldardýra, sem til var vitnað. I fræðiritum eru þessi verk sum kennd við Jalangursstíl og sum við Mamm- en-stíl. Þarna er mjótt á milli, eins og kunnugt er, og sumir telja jafnvel varla réttlætanlegt að greina þetta sundur í tvö stílafbrigði. Það er eins og á það er litið. Vel má vera, að Papeyjardýrið yrði fremur kallað Mannnen- dýr en Jalangursdýr, en ég leiði minn hest hjá að fara út í slíka sálrna. Eg læt nægja að kalla það dýr af ætt Jalangurs/Mammenlistarinnar. Ég tel einnig óvarlegt að ætla sér að fullyrða mjög nákvæmlega um tíma- setningu, Skaill-silfrið var lagt í jörð um 950, og ég sé ekkert Jwí til fyrir- stöðu, að Papeyjardýrið sé frá svipuðum tíma, miðri 10. öld, en gæti vel verið frá seinni hluta aldarinnar. Yngra held ég alls ekki að það sé. Papeyjardýrið er ekki annað en einfalt riss mcð hnífsoddi, eins konar graffiti. Sennilega hefur það ekki þegar í stað verið rist á þennan hlut, og vel er hugsanlegt að annar rnaður en sá, sem tálgaði hann, hafi gert rissið. En hvort heldur sem er, hefur listamaðurinn séð þennan slétta flöt milli gatanna, gripið hníf sinn og skellt skyndimynd haganlega niður á flötinn. Sambærilegt riss er dýrið á öskjuloki úr Oseberg-skipinu (Viking Art Pl. XIX), ví'kingaflotinn á spýtu frá Björgvinjarbryggju (sjá t. d. Viking 1974, bls. 11 og 12) og Jalangursdýrið aftan á silfurnælunni frá Sandmúla (Árbó'k hins íslenska fornleifafélags 1937-39, IV. myndbl. andspænis bls. 17). Þetta eru allt augnabliksins börn. Slíku rná líkja við stöku sem hag- mæltur maður varpar fram. E'kki hvarflar að honurn að hann sé að skapa listaverk. En stökuna getur hann þó ekki ort nema 'hann kunni rímreglurn- ar> og helst að hann hafi þær í blóðinu. Hið sama hafa þessir rissarar einn- ig kunnað á sínu sviði, myndlistinni. Sá sem getur ort rétt kveðna stöku, getur líka ort langt kvæði formrétt. Sá sem gat rissað Papeyjardýrið hefði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.