Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Síða 34

Andvari - 01.01.1983, Síða 34
32 BJARNI VILHJÁLMSSON ANDVARI cinnig getað gert stórt verk í Jalangurs/Mammen stíl. Þar með er ekki sagt, að hann hefði getað gert mikið listaverk. Það veit enginn. En hann heíur verið heima í stílnum, hann hefur haft 'hann í blóðinu. Þess vegna ber litla dýrið úr Papey okkur milliliðalaus boð úr hugarheimi 10. aldar.“ Aður en þessari ritgerð lýkur, skal nú vikið að fjölskyldu og heimilis- högum Kristjáns. Ánægjulegt og friðsælt heimili er hverjum manni, hvaða störfum sem hann gegnir í þjóðfélaginu, ómetanlegur styrkur. í þeim efnurn átti Kristján sannri hamingju að fagna. Gagnkvæm virðing þeirra hjóna var einnig for- senda þess, hve mikillar virðingar þau nutu með þjóðinni. Þau Kristján og Halldóra Eldjárn gengu í hjónaband á Isafirði hinn 6. febrúar 1947. Frú Halldóra er ættuð af Vesturlandi, dóttir hjónanna Ingólfs Árnasonar, framkvæmdastjóra á Isafirði, og Olafar Jónasdóttur. Þeirn Kristjáni op Halldóru varð fjöpurra barna auðið, op eru hau nú m fulltíða fól'k: 1. Olöf Eldjárn, cand. mag., gift Stefáni Erni Stefánssyni arkite'kt. 2. Þórarinn Eldjárn, bókmenntafræðingur og skáld, 'kvæntur Unni Ölafsdóttur veðurfræðingi. 3. Sigrún Eldjárn, myndlistarmaður, gift Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. 4. Ingólfur Árni Eldjárn, við nám í tannlækningum. Eftir því hefur verið tekið, að miklir starfsmenn kvarta oft síður undan tímaskorti en hinir, sem minna verður úr verki. Það á sannarlega við um Kristján. Eins og nærri má geta var hann víðlesinn í íslenzkum bókmennt- um að fornu og nýju, þar með töldum verkum hinna yngstu höfunda, hvort sem þeir eru almennt taldir efnilegir eða að flestra dórni lítt ráðnir. Sama máli gegnir um ýmsar aðrar listgreinar. Hann gerði sér far um að skoða listir jaifnt sem mannlífið af hleypidómaleysi. Til 'hans leituðu einnig ýmsir í margvíslegum vanda, einmitt af því að þeir vissu, að hann var góð- gjarn og ráðhollur. Það var einnig undravert, hvað hann gat gefið sér tíma til að heimsækja vini sína og kunningja, ef sjúkdóma eða harma bar að höndum. Það var því ekki aðeins embættismaðurinn, vísindamaðurinn eða hinn mi'kli orðsins maður, sem menn hrifust af, heldur einnig maðurinn Kristján Eldjárn eins og hann birtist og kom mönnum fyrir sjónir í dagsins önn og erli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.