Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Síða 38

Andvari - 01.01.1983, Síða 38
36 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI holti í tveimur bindum 1689-90. Eftir þetta varð langt hlé á, þráðurinn ekki tekinn upp aftur fyrr en 1756 með útgáfu Björns Markússonar á Hólum á Nokkrum margfróðum söguþáttum íslendinga og Ágætum fornmannasögum. Voru í hinni fyrrnefndu níu sögur og þættir, en hinni síðarnefndu fimm sögur. Rit þau, er út voru gefin í Skálholti 1688-90, voru ekki eins vel fallin til almenns lestrar og Hólaritin 1756, enda áttu hin síðari miklu meiri vin- sældum að fagna. Við tilkomu Hrappseyjarprentsmiðju 1773, er ætlað var að prenta fyrst og fremst veraldlegar bókmenntir, komst t. a. m. Egils saga Skallagrímssonar á prent 1782, og hafin var útgáfa á rímum, einkum með efni úr fornaldar- sögum. Áður en lengra er farið, er rétt að víkja nokkuð að rímunum og þeim þætti, sem þær hafa átt í að varðveita og fleyta fram menningararfi miðaldanna. Einn mesti kunnáttumaður á íslenzkar rímur, Sir William Craigie, segir svo m. a. í fyrirlestri um þær, er hann flutti við Glasgowháskóla 1. nóvember 1949, prentuðum ári síðar á vegum háskólans: ,,Rímurnar voru í fimm aldir þjóðarkveðskapur Islendinga. Það var ekki aðeins, að þær væru sá kveðskapur, sem höfðaði til meginhluta þjóðarinnar og menn hlýddu á af áhuga og ánægju, kváðu, lásu og lærðu utanað og skrifuðu upp í óteljandi eintökum. Hann var einnig þjóðarinnar í þeim skilningi, að fólkið sjálft hafði raunverulega ort hann, karlar (og stundum konur) af öllum stéttum, háir og lágir, lærðir og ólærðir, klerkar og leikmenn, ungir jafnt sem gamlir. Þótt sumir heittrúarmenn höfnuðu rímunum sem veraldlegum og guð- lausum kveðskap, og þær á síðari tímum væru ekki taldar verðugar þess að heita skáldskapur, halda þær ítökum sínum í hugum gervallrar íslenzku þjóð- arinnar fram á miðja 19. öld og að nokkru enn lengur.“ í rímnatali Finns Sigmundssonar 1966 eru nafngreindar rúmlega 1050 rímur, sem varðveitzt hafa, og hafa um 240 þeirra verið prentaðar. Auk þeirra rímna, sem varðveittar eru, getur skráin um 300 flokka, sem talið er, að ortir hafi verið, en ekki hafa fundizt í opinberum söfnum. Rímnaskáld þau, sem nefnd eru í höfundatali því, sem fylgir rímnatali Finns Sigmundssonar, eru samtals um 480, úr öllum landshlutum, en flest, eða um helmingur, af Norðurlandi. Meðal rímnaskálda eru nefndar 16 konur, þótt ekki séu rímur varðveittar eftir allar þær, og 60 prestlærðir menn. Ég mun nú vitna til þess, sem Sir William Craigie segir í fyrirlestri sínum um efni rímnanna: „Eftirlætisefni elztu rímnaskáldanna voru fornaldarsögur og lygisögur, en við þær er að langmestu leyti stuðzt í rímum fyrir 1600. Önnur yrkisefni eru sjaldgæf. Tveir rímnaflokkar eru um goðsöguleg efni, reistir á sögum um Þór og Loka, fimm eða sex rímur eða rímnaflokkar eru ortir um Ólaf Noregskonung Tryggvason og einn út af Færeyingasögu. Rímur af Gretti sterka, þar sem þó
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.