Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1983, Page 40

Andvari - 01.01.1983, Page 40
38 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVAKI Um kapp það, er menn lögðu á að koma sér upp eintökum af rímunum, segir Craigie síðar í fyrirlestri sínum: „Áhugi manna á að æxla sér eintök af rímunum, eins og mjög Ijóst verður af hinum elztu handritum, þvarr ekki eftir því sem tímar liðu, heldur varaði nær fram til vorra daga. Þótt menn legðu rímur á minnið, ýmist heilar rímur eða hluta þeirra, hvort heldur þeir heyrðu þær eða lásu, hlaut einungis lítill hluti þeirra að varðveitast með þeim hætti. Það er stórmerkilegt, að þær skuli hafa varðveitzt, þegar þess er gætt, við hve erfiðar aðstæður þær iðulega voru skráðar, við skímu af kertaljósi eða frumstæðri grútartýru í myrkri og kulda vetrardaga og kvölda, þegar harla oft var þröngt í búi og eldsneyti ófáanlegt. Það lýsir bezt, hvað rímurnar voru íslenzku þjóðinni, hversu hún skeytti í engu um ytri hag í óbilandi löngun sinni til að varðveita það, er hún unni svo mjög.“ Um rímurnar má loks segja það, að þær varðveittu ekki aðeins allt þetta mikla efni, heldur lifði jafnframt forna skáldamálið, heiti þess og kenningar, áfram í þeim, um leið og það endurnýjaðist að nokkru, þótt út í öfgar gæti farið á stundum. Þá var glíman við fjölbreytilega bragarhætti óþrjótandi og ekki svo lítil þraut að skipta um andardrátt, ef svo mætti segja, við hverja nýja rímu. Á kvöldvökunum svonefndu var þó flutt margt fleira efni en rímur, og var þá sagnalestur algengastur. Danskur maður, Holger Kjær, fjallar m. a. um þennan þátt í riti sínu Kampen om Hjemmet, er kom út í Kaupmannahöfn 1935, en ritið fjallar um norræna heimilismenningu á 19. öld með sérstakri hliðsjón af þessu efni á íslandi. Ég birti stuttan kafla úr riti Kjærs (bls. 63-64): „Þegar lesarinn hafði lesið um stund og langaði til að hvílast ögn, áður en hann héldi áfram, bar oft við, að fólk tók að ræða um það, sem lesið hafði verið. Sagnastíllinn er hnitmiðaður, og sögumaður lætur hugmyndafluginu eftir mikið svigrúm, svo að menn fara ósjálfrátt að fylla út í þá mynd, sem sagan hefur dregið upp í stórum dráttum. í umræðum þessum gátu menn skipzt í tvo flokka. Einn hélt með þessum kappanum, annar með hinum, og reið þá á að færa gild rök fyrir afstöðu sinni. Þegar Laxdæla var lesin, var algengt, að menn skiptust í flokka um aðalhetjurn- ar tvær: aðrir studdu Kjartan, hinir Bolla. Aðalkvenpersóna sögunnar, Guðrún Ósvífursdóttir, sem elskaði Kjartan, en giftist Bolla, var einnig mjög umdeild. Sama var að segja um Hallgerði í Njálssögu. Svo sem vænta mátti, urðu ekki margir til að verja hana. Til er þó fólk, sem er sjálfstæðisþráin svo í brjóst borin, að það er ekki í rónni, nema það sé á öndverðum meið við alla hina, og þess háttar fólk tók þá málstað Hallgerðar. Stundum var þráttað um það, hver kappanna væri sterkastur eða fimastur, Gunnar t. a. m. eða Skarphéðinn. En umræðan gat einnig snúizt um það, hvað leitt hefði söguhetjurnar til að bregð- ast svo við sem þær gerðu, eða hvernig farið hefði, ef viðbrögðin hefðu orðið önnur en sagan hermir. Menn gátu og rætt um lífsviðhorf þeirra. Þegar lesin var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.