Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1983, Page 43

Andvari - 01.01.1983, Page 43
ANDVARI UM VARÐVEIZLU HINS FORNA MENNINGARARFS 41 frá því er áður var, að þó vér kallim, að vér ,,ritum forna íslenzku“, þá gerum vér það samt eigi, er málið er að mestu leyti enn hið sama. Þegar slíkt mál, fornt í anda og mynd, á að þýða þau skáldmæli, er ort eru á fornu máli og lýsa horfinni tíð, þá er auðsætt, að þýðingin hlýtur að komast nær frumritunum heldur en ef hún er á „nýju“ máli, þar sem andinn er orðinn næsta ólíkur fornöldinni.“ Ég ætla einungis að nefna þrjú lítil dæmi um fornmálsáhrif á Hómersþýð- ingar Sveinbjarnar. í 8. bók Odysseifskviðu segir frá því, hversu hin vélafullu bönd ins hug- vitssama Hefestuss lögðust um konu hans Afrodítu og Ares Gullintauma, er tælt hafði hana til hvílubragða við sig, meðan Hefestus var á ferðalagi. He- festusi var gert viðvart, og þegar hann kom æfur á vettvang, kvaddi hann til guðina. Sem þeir nú ræddu, hversu komið var, spurði Appollon Hermes, hvort hann mundi vilja hvíla í rekkju hjá hinni gullfögru Afrodítu, ef hann væri hnepptur í svo harða fjötra. Og hann svaraði: „Gjarna vildi ég það til vinna, langskeyti lávarður Appollon, að ég lægi bundinn ótal böndum, þrefalt sterkari en þessi eru, og þér horfðuð á, guðirnir og allar gyðjurnar, ef ég mætti hvíla hjá hinni gullfögru Afrodítu.“ Þannig mælti hann; þá hlógu allir hinir ódauðlegu guðir nema Posídon, honum bjó ekki hlátur í hug. Þarna hefur Sveinbjörn greinilega haft í huga hin frægu orð Snorra-Eddu, þegar úlfurinn beit höndina af Tý: Þá hlógu allir nema Týr, hann lét hönd sína. í 11. bók (576-77) lýsir Odysseifur því, er fyrir augu bar í Myrkheimi: „Ég sá og Titýus, son ennar víðfrægu Jarðar; hann lá á jörðinni og hafði undir sér níu stakksvelli.“ í þessari þýðingu vitnar Sveinbjörn í rauninni til frásagnar Orms þáttar Stórólfssonar af hinum stórkostlega múgaslætti hans, en þá frásögn hefur hann þekkt úr 3. bindi Fornmannasagna, 207: þá hafði Ormr slegit 8 stakka völl, ok þær einar engjar eru sléttar af Stórólfshvoli, ok er kallaðr ákvæðis- teigr milli hverra múga -. Með því að vísa sögufróðum lesendum til þessa gat hann bezt gefið þeim hugboð um, hversu tröllaukinn Titýus hefur verið vexti. Fornmálsáhrifin blasa ekki við í þriðja og síðasta dæminu, en sýna, hvern- ig þræðirnir geta stundum legið frá fornsögunum til Hómersþýðinga Svein- bjarnar, ef grannt er skoðað. Dæmið er tekið úr ljóðaþýðingu Odysseifskviðu, XI 535-37, er Svein- björn vann að sem fyrr segir seinasta árið, sem hann lifði. í Ijóðlínum þessum er því lýst, hversu Neoptólemus, sonur Akkils, komst heill á húfi til skips, eftir að hin háva Príamusborg hafði verið lögð í eyði:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.