Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1983, Síða 46

Andvari - 01.01.1983, Síða 46
44 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVARI það, - vilja menn ekki skipta í einni svipan á bardagalýsingum fornsagnanna, hversu ósannar sem þær kunna að vera, og hinum óhrjálegu frásögnum Gerplu. Þær taka og ekki aðeins til vopnabúnaðar og vígaferla, heldur einnig til vaxtarlags og yfirlita manna, jafnvel heilsufars þeirra og mataræðis, eins og þessi lýsing í upphafi 7. kapítula vottar: ,,í þann tíð vóru flestir karlmenn á Islandi lágir vexti og bjúgfættir, beina- berir og liðasollnir, knýttir og krepptir af kveisu, bláir í litarafti og skorpnir, var og land óblítt, en mikil útivist manna og vosbúð með harðræðum á sjó og fjöllum, var og feitmeti lítt haldið til alþýðu.“ Skáldið telur sig eflaust geta ráðið sumt af þessu af rannsóknum fornra mannabeina, en fyrr má auðvitað rota en dauðrota, enda treystir Halldór sér ekki eftir þessa almennu lýsingu að skipa skáldi sínu, Þormóði, í þennan ófríða flokk, því að í beinu framhaldi af fyrrnefndri tilvitnun er honum lýst svo: ,,Þormóður Kolbrúnarskáld hafði liðu mjúka og vöxt grannan, beinfættur, gaungumaður léttur, fölur á hörund, mikið brúnastæði, dökkur á hár og óbarn- lúinn. Hann var við hvern mann léttlátur og skjótur í svörum við konur.“ Einhver mundi víst segja, að skáldið væri þarna að skerpa andstæður, svo að lvsing Þormóðar fengi notið sín sem bezt. Þegar þess er gætt, hve íslenzkir listamenn hafa tiltölulega lítið fengizt við myndskreytingar fornsagnanna, má ein ástæðan vera sú, að Islendingar hafi haft svo fastmótaðar hugmyndir um forfeður sína, að erfitt yrði að ætla sér að ganga í berhögg við þær, eins og sumir þeirra þó hafa reynt og hlotið misjafnar viðtökur. Erlendir listamenn hafa þarna haslað sér völl og orðið fyrri til, svo sem norskir listamenn með hinum kunnu myndskreytingum Heimskringlu, og kann það að hafa haft nokkur áhrif á íslenzka myndlistarmenn og valdið því, að þeir hafa enn sem komið er haft sig þarna minna í frammi. Þessir fyrirlestur er máske þegar orðinn í lengra lagi, en ég mætti e. t. v. klykkja út með örstuttri hugleiðingu um stöðuna í dag og framtíðarhorfur. Er fortíðin jafn lifandi í vitund íslendinga og hún var um aldaraðir eða hefur hraði nútímans og hinar öru breytingar á íslenzku þjóðfélagi ruglað okkur í ríminu? Hvað um hina rómuðu íslenzku sveitamenningu, þegar allur þorri þjóðarinnar er setztur að í bæjum og kauptúnum? Svarið er einfalt: íslenzk tunga er eftir sem áður lykillinn að menningar- arfi miðalda, og á langflestum heimilum eru hinar fornu bókmenntir til í hand- hægum útgáfum. Fornsagnalestur hefur allt frá stofnun íslenzka útvarpsins fyrir hálfri öld verið vinsælt útvarpsefni, og vaxandi áhugi er nú á gerð kvik- mynda eftir þessum sögum. En í þjóðfélagi hraðans ræður hver einstaklingur ekki tíma sínum nema að vissu marki, hann verður stöðugt meiri þræll um- hverfisins, ef ekki verður þar spyrnt fótum við. Hvað sem því líður, tel ég, að við höfum eftir sem áður allar aðstæður og burði til að varðveita og ávaxta hinn forna menningararf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.