Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1983, Page 53

Andvari - 01.01.1983, Page 53
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON: * ,,Aður manstu unni eg mey” Úr gömlum bréfum - og dagbókarbrotum Gísla Brynjúlfssonar Vorið 1843 kom 18 ára gömul stúlka, bláeygð og ljóshærð, með skipi frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur. Pað var 10. maí. Skipið hafði látið í haf um sumarmál.1 Lokið var nú nær þriggja ára dvöl í Kaupmannahöfn, þar sem hún hafði dvalizt til að menntast og fullkomnast til munns og handa. Hér var komin Ástríður Helgadóttir Thordersen, dóttir dómkirkjuprestsins í Reykja- vík. Hún hafði siglt til Kaupmannahafnar síðsumars 1840.2 Nú gekk hún í hópi foreldra og vina heim í föðurhús á Landakotshæð, og forvitinn bæjarlýð- urinn horfði á. Vel má vera, að í hópi þeirra, sem biðu á hafnarbakkanum, hafi verið ungur skólasveinn úr Bessastaðaskóla, Gísli Brynjúlfsson að nafni. Að vísu stóðu prófin í skólanum yfir, en hann kom oft til móður sinnar, sem bjó í nágrenni dómkirkjuprestsins. Gísli og sonur dómkirkjuprestsins voru skólabræður og leikfélagar, og þó að Ástríður væri tveimur og hálfu ári eldri, voru þau einnig kunnug, en e. t. v. varð honum í fyrsta skipti starsýnt á kvenlegan yndisþokka hennar, þegar hún gekk á land þennan ofangreinda vordag. Gísli Brynjúlfsson fæddist á Ketilsstöðum á Völlum 3. september 1827. Þangað kom Guðrún móðir hans eftir að hafa misst mann sinn - séra Gísla Brynjólfsson - með sviplegum hætti. Hún var í skjóli systur sinnar og mágs, Páls Þórðarsonar Melsteðs, en þær voru dætur Stefáns amtmanns Þórarins- sonar á Möðruvöllum. Ekki varð dvölin þó löng á Ketilsstöðum í þetta skiptið, því að vorið eftir fluttist Gísli með móður sinni að Eydölum til föðurbróður síns, Snorra Brynjólfssonar - föður Brynjólfs Snorrasonar, sem hér á eftir að koma við sögu. Tveimur árum seinna lá leiðin aftur til Ketilsstaða, en fljótlega enn að Eydölum, og vorið 1831 flytjast þau mæðginin til Lárusar Thorarensens sýslumanns á Enni í Skagafirði, bróður Guðrúnar, og þar áttu þau heima, unz þau fluttust til Reykjavíkur árið 1835.'' Gísli Brynjúlfsson hóf nám í Bessastaðaskóla sama haust og Ástríður sigldi til Kaupmannahafnar. Hann var einkar fríður unglingur og mjög bráð- þroska, afbragðs námsmaður, en smár vexti og því kallaður Gísli litli. Ingi- björg gamla á Bessastöðum gaf skólasveinunum gætur og fór þeim orðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.